Afmarka sérstök skotsvæði til þess að bæta öryggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. desember 2018 14:05 Hallgrímskirkja er vanalega böðuð í flugeldum á gamlárskvöld. vísir/egill Sérstök skotsvæði fyrir flugelda verða afmörkuð á Skólavörðuholti, Klambratúni og við Landakot á gamlárskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en í henni segir að ár hvert safnist saman mikill mannfjöldi á þessum stöðum og er með þessu verið að draga úr hættu á slysum af völdum skotelda. „Skotsvæði með traustum skotpöllum voru afmörkuð með keilum á Skólavörðuholti og Klambratúni í fyrra og nú bætist Landakotstún við. Sjóvá leggur til skotpalla, sem eru þungir samsoðnir hólkar, enda tryggir það öryggið að hafa trausta undirstöðu fyrir flugeldana. Gæsluliðar verða á þessum þremur stöðum meðan flestir koma þar saman á tímabilinu frá kl. 22 - 01. Reykjavíkurborg hefur ákveðið í samstarfi við lögregluna að loka fyrir bílaumferð á Skólavörðuholtinu til að tryggja betur öryggi íbúa og gesta á svæðinu,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Það er Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, sem hefur í samvinnu við íbúasamtök og Reykjavíkurborg unnið að þessu verkefni. „Hún segir að þegar mikill mannfjöldi safnist saman með skotelda aukist hættan verulega. Íbúasamtökin hafi haft af þessu áhyggjur og ekki viljað bara sitja hjá og vona að engin slys yrðu. Rakel kannaði áhuga meðal íbúa í Hlíðunum að hittast á Klambratúni í stað þess að skjóta upp skoteldum í görðum og út á götu þar sem enginn er óhultur. Viðbrögð íbúa voru mun meiri en hún átti von á og margir sýndu stuðning um sl. áramót með því að að mæta á Klambratún. Forsvarsmenn Hallgrímskirkju og Landakotskirkju hafa gefið leyfi til að afmarka skotsvæði fyrir utan kirkjurnar, enda er haft í huga að staðsetja skotsvæði fjarri kirkjunum og hafa skotstefnu frá þeim,“ segir í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg. Tengdar fréttir Flugeldamengun blæs líklega í burtu um áramótin Spáð er köldu og kyrru veðri yfir áramótin. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að líklega verði þó nógu mikill vindur á gamlárskvöld til að blása flugeldamengun í burtu. 26. desember 2018 12:30 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Sérstök skotsvæði fyrir flugelda verða afmörkuð á Skólavörðuholti, Klambratúni og við Landakot á gamlárskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en í henni segir að ár hvert safnist saman mikill mannfjöldi á þessum stöðum og er með þessu verið að draga úr hættu á slysum af völdum skotelda. „Skotsvæði með traustum skotpöllum voru afmörkuð með keilum á Skólavörðuholti og Klambratúni í fyrra og nú bætist Landakotstún við. Sjóvá leggur til skotpalla, sem eru þungir samsoðnir hólkar, enda tryggir það öryggið að hafa trausta undirstöðu fyrir flugeldana. Gæsluliðar verða á þessum þremur stöðum meðan flestir koma þar saman á tímabilinu frá kl. 22 - 01. Reykjavíkurborg hefur ákveðið í samstarfi við lögregluna að loka fyrir bílaumferð á Skólavörðuholtinu til að tryggja betur öryggi íbúa og gesta á svæðinu,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Það er Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, sem hefur í samvinnu við íbúasamtök og Reykjavíkurborg unnið að þessu verkefni. „Hún segir að þegar mikill mannfjöldi safnist saman með skotelda aukist hættan verulega. Íbúasamtökin hafi haft af þessu áhyggjur og ekki viljað bara sitja hjá og vona að engin slys yrðu. Rakel kannaði áhuga meðal íbúa í Hlíðunum að hittast á Klambratúni í stað þess að skjóta upp skoteldum í görðum og út á götu þar sem enginn er óhultur. Viðbrögð íbúa voru mun meiri en hún átti von á og margir sýndu stuðning um sl. áramót með því að að mæta á Klambratún. Forsvarsmenn Hallgrímskirkju og Landakotskirkju hafa gefið leyfi til að afmarka skotsvæði fyrir utan kirkjurnar, enda er haft í huga að staðsetja skotsvæði fjarri kirkjunum og hafa skotstefnu frá þeim,“ segir í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg.
Tengdar fréttir Flugeldamengun blæs líklega í burtu um áramótin Spáð er köldu og kyrru veðri yfir áramótin. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að líklega verði þó nógu mikill vindur á gamlárskvöld til að blása flugeldamengun í burtu. 26. desember 2018 12:30 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Flugeldamengun blæs líklega í burtu um áramótin Spáð er köldu og kyrru veðri yfir áramótin. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að líklega verði þó nógu mikill vindur á gamlárskvöld til að blása flugeldamengun í burtu. 26. desember 2018 12:30
Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00