Serena ánægð með nýju „mömmuregluna“ í tennisheiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2018 16:30 Serena Williams. Vísir/Getty Tenniskonan Serena Williams hrósar Alþjóðatennissambandinu fyrir nýja reglu varðandi styrkleikaröðun tennisspilara inn á mót. Nýja reglan er meðal annars hugsuð til stuðnings konum sem eru að koma til baka eftir barnsburð."It's a really great rule." Serena Williams has praised the WTA Tour's increased ranking protection for new mothers. More: https://t.co/Q0zQihGY3ppic.twitter.com/mnFetHyD71 — BBC Sport (@BBCSport) December 27, 2018 Tennisspilarar sem eru að koma til baka eftir barnsburð eða erfið meiðsli geta notað gamla styrkleikaröðun sína inn á tólf mót þrjú ár eftir endurkomuna. Að auki munu viðkomandi leikmenn ekki mæta spilara með röðun í fyrstu umferð á mótunum sínum. „Þetta er frábært,“ sagði Serena Williams en hún eignaðist dótturina Alexis Olympia í september 2017 og snéri aftur inn á tennisvöllinn í febrúar 2018. „Konur sem eru yngri geta nú eignast börn án þess að hafa áhyggjur af afleiðingunum á tennisferil sinn. Þær þurfa því ekki að bíða fram á efri ár til að eignast börn. Þetta er frábær regla,“ sagði Serena. Serena er orðin 37 ára gömul og er sigursælasta tenniskona sögunnar. Þegar hún snéri til baka þá fékk hún ekki röðun inn á Opna franska meistaramótið sem var hennar fyrsta risamót eftir barnsburðinn. Hún fékk þó 25. sætið á styrkleikalista fyrir Wimbledon-mótið þrátt fyrir að vera ekki meðal 32 efstu á heimslistanum. Serena Williams er nú kominn upp í sextánda sæti heimslistans og verður raðað inn á opna ástalska mótið sem fer fram í næsta mánuði. Simona Halep og Maria Sharapova hafa lýst yfir stuðningi við málstað Serenu en þær Petra Kvitova, Victoria Azarenka og Johanna Konta hafa ekki verið eins hrifnar. Serena Williams hefur alls unnið 23 risatitla á ferlinum en síðasti leikur hennar var úrslitaleikur opna bandaríska meistaramótsins þar sem hún tapaði á móti hinni japönsku Naomi Osaka. Stærsta fréttin frá þeim leik var þó reiðikast Serenu Williams sem lét dómarann heyra það og kallaði hann bæði lygara og þjóf. Tennis Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Í beinni: Valur - Þór Ak. | Valsarar geta hleypt öllu í háaloft Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Sjá meira
Tenniskonan Serena Williams hrósar Alþjóðatennissambandinu fyrir nýja reglu varðandi styrkleikaröðun tennisspilara inn á mót. Nýja reglan er meðal annars hugsuð til stuðnings konum sem eru að koma til baka eftir barnsburð."It's a really great rule." Serena Williams has praised the WTA Tour's increased ranking protection for new mothers. More: https://t.co/Q0zQihGY3ppic.twitter.com/mnFetHyD71 — BBC Sport (@BBCSport) December 27, 2018 Tennisspilarar sem eru að koma til baka eftir barnsburð eða erfið meiðsli geta notað gamla styrkleikaröðun sína inn á tólf mót þrjú ár eftir endurkomuna. Að auki munu viðkomandi leikmenn ekki mæta spilara með röðun í fyrstu umferð á mótunum sínum. „Þetta er frábært,“ sagði Serena Williams en hún eignaðist dótturina Alexis Olympia í september 2017 og snéri aftur inn á tennisvöllinn í febrúar 2018. „Konur sem eru yngri geta nú eignast börn án þess að hafa áhyggjur af afleiðingunum á tennisferil sinn. Þær þurfa því ekki að bíða fram á efri ár til að eignast börn. Þetta er frábær regla,“ sagði Serena. Serena er orðin 37 ára gömul og er sigursælasta tenniskona sögunnar. Þegar hún snéri til baka þá fékk hún ekki röðun inn á Opna franska meistaramótið sem var hennar fyrsta risamót eftir barnsburðinn. Hún fékk þó 25. sætið á styrkleikalista fyrir Wimbledon-mótið þrátt fyrir að vera ekki meðal 32 efstu á heimslistanum. Serena Williams er nú kominn upp í sextánda sæti heimslistans og verður raðað inn á opna ástalska mótið sem fer fram í næsta mánuði. Simona Halep og Maria Sharapova hafa lýst yfir stuðningi við málstað Serenu en þær Petra Kvitova, Victoria Azarenka og Johanna Konta hafa ekki verið eins hrifnar. Serena Williams hefur alls unnið 23 risatitla á ferlinum en síðasti leikur hennar var úrslitaleikur opna bandaríska meistaramótsins þar sem hún tapaði á móti hinni japönsku Naomi Osaka. Stærsta fréttin frá þeim leik var þó reiðikast Serenu Williams sem lét dómarann heyra það og kallaði hann bæði lygara og þjóf.
Tennis Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Í beinni: Valur - Þór Ak. | Valsarar geta hleypt öllu í háaloft Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Sjá meira