Ekkert gert í apahljóðum sem beint var að Koulibaly: „Ég er stoltur af húðlit mínum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. desember 2018 09:00 Kalidou Koulibaly átti slæmt gærkvöld. getty/Tullio Puglia Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta, sagði eftir tapleik liðsins á móti Inter í gærkvöldi að dómari leiksins hefði í þrígang neitað að stöðva leikinn vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Inter sem beint var að Kalidou Koulibaly, leikmanni Napoli. Senegalinn er einn eftirsóttasti varnarmaður heims í dag og hefur verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni en stuðningsmenn Inter beindu apahljóðum að honum nánast allan leikinn í gærkvöldi. Lautaro Martínez skoraði sigurmarkið fyrir Inter í uppbótartíma eftir að hinn senegalski Koulibaly, sem er fæddur í Frakklandi, fékk sitt annað gula spjald á 82. mínútu. Hann fékk gult fyrir að brjóta á Matteo Politano, leikmanni Inter, og strax annað gult spjald fyrir að klappa kaldhæðnislega fyrir dómaranum. „Koulibaly var auðvitað orðinn pirraður. Hann er vanalega rólegur og mikill atvinnumaður en hann þurfti að sitja undir þessum apahljóðum allan leikinn. Við báðum þrívegis um að leikurinn væri stöðvaður en ekkert var gert,“ sagði Ancelotti eftir leik. „Okkur var alltaf sagt að halda áfram en hversu oft eigum við að þurfa að benda á þetta? Fjórum sinnum? Fimm sinnum? Næst tökum við málin í okkar eigin hendur og göngum af velli en þá töpum við líklega leiknum. Við erum samt tilbúnir til að gera það.“ Gærkvöldið var svo sannarlega ekki gott fyrir Koulibaly sem var beittur kynþáttaníð, var rekinn af velli og þurfti að horfa upp á félaga sína tapa leiknum. „Ég er vonsvikinn með tapið en mest er ég svekktur með að hafa yfirgefið bræður mína. Ég er samt stoltur af húðlit mínum. Ég er stoltur af því að vera franskur, senegalskur, íbúi í Napólí og maður,“ skrifaði Koulibaly á Twitter eftir leik. Ítalski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Sjá meira
Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta, sagði eftir tapleik liðsins á móti Inter í gærkvöldi að dómari leiksins hefði í þrígang neitað að stöðva leikinn vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Inter sem beint var að Kalidou Koulibaly, leikmanni Napoli. Senegalinn er einn eftirsóttasti varnarmaður heims í dag og hefur verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni en stuðningsmenn Inter beindu apahljóðum að honum nánast allan leikinn í gærkvöldi. Lautaro Martínez skoraði sigurmarkið fyrir Inter í uppbótartíma eftir að hinn senegalski Koulibaly, sem er fæddur í Frakklandi, fékk sitt annað gula spjald á 82. mínútu. Hann fékk gult fyrir að brjóta á Matteo Politano, leikmanni Inter, og strax annað gult spjald fyrir að klappa kaldhæðnislega fyrir dómaranum. „Koulibaly var auðvitað orðinn pirraður. Hann er vanalega rólegur og mikill atvinnumaður en hann þurfti að sitja undir þessum apahljóðum allan leikinn. Við báðum þrívegis um að leikurinn væri stöðvaður en ekkert var gert,“ sagði Ancelotti eftir leik. „Okkur var alltaf sagt að halda áfram en hversu oft eigum við að þurfa að benda á þetta? Fjórum sinnum? Fimm sinnum? Næst tökum við málin í okkar eigin hendur og göngum af velli en þá töpum við líklega leiknum. Við erum samt tilbúnir til að gera það.“ Gærkvöldið var svo sannarlega ekki gott fyrir Koulibaly sem var beittur kynþáttaníð, var rekinn af velli og þurfti að horfa upp á félaga sína tapa leiknum. „Ég er vonsvikinn með tapið en mest er ég svekktur með að hafa yfirgefið bræður mína. Ég er samt stoltur af húðlit mínum. Ég er stoltur af því að vera franskur, senegalskur, íbúi í Napólí og maður,“ skrifaði Koulibaly á Twitter eftir leik.
Ítalski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Sjá meira