Svekktastur að hafa misst af þyrluferðinni á spítalann Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. desember 2018 23:45 Sigurður Sólmundarson, af mörgum þekktur sem Costco-gaurinn, lætur fara vel um sig á sjúkrahúsinu á Selfossi um jólin en hann er brotinn á báðum fótum, auk þess að vera olbogabrotinn, úlnliðsbrotinn og með skaddaða lifur. Ástæða þessa er að Sigurður lenti nýlega í alvarlegu umferðarslysi. Sigurður sem er húmoristi segist sakna mest þyrluflugsins á Borgarspítalann en þá var hann meðvitundarlaus. Áreksturinn sem var mjög harður varð síðdegis miðvikudaginn 12. desember á Stokkseyrarafleggjaranum en Sigurður sem er iðnaðarmaður var að skutla vinnufélaga sínum heim og á leið aftur á Selfoss þar sem hann býr. Sigurður fékk aðsvif og lenti á bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Ökumaður þess bíls sem var einn í bílnum slasaðist lítið en Sigurður slasaðist mikið enda var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að flytja hann á Borgarspítalann. Sigurður var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi rétt fyrir jól þar sem hann lætur fara vel um sig. „Ég hélt meðvitund alveg þangað til þeir voru farnir að klippa í kringum lappirnar á mér, þá man ég ekki meira, sem er mjög mikill skellur því ég missti alveg af þyrluferðinni. Mér finnst það mjög, mjög leiðinlegt. Ég hef lent í svona slysi áður og fékk ekki að fara í þyrlu þá en nú fékk ég að fara í þyrlu en man ekkert eftir því,“ segir Sigurður sposkur á svip.Sigurður missti af þyrlufluginu til Reykjavíkur enda meðvitundarlaus á meðan flugið fór fram.Brunavarnir Árnessýslu.Sigurður slasaðist mikið „Lærleggurinn á vinstri fæti kurlast að hluta og svo er ökklinn á hægri fæti mölbrotinn og er allur skrúfaður saman. Olboginn brotnaði og úlnliðurinn á sömu hendi og svo fékk ég einhverja kúlu á lifrina.“ Sigurður segist vera heppinn að vera á lífi og skilur í rauninni ekkert í því miðað við hvað slysið var alvarlegt. Hann getur notað hjólastól en fær ekki að fara heim strax af sjúkrahúsinu. Hann er mjög jákvæður þrátt fyrir alvarleika slyssins. „Það er náttúrulega ekkert annað í boði en að taka þessu með bros á vör, sérstaklega þegar maður skynjar viðbrögð fólksins manns. Þessi stuðningur sem maður fær frá vinum og samfélaginu er svo svakalega sterkur að manni finnst maður ekki geta annað en sýnt þessu fólki virðingu og berjast, það er bara þannig,“ segir Sigurður.Sigurður lætur fara vel um sig á sjúkrahúsinu á Selfossi yfir jólahátíðina enda ekki annað að gera í stöðunni.Magnús Hlynur Árborg Jól Samgönguslys Tengdar fréttir Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53 Costco-gaurnum þykir jólagjöf Costco heldur nánasarleg Er að spá í að breyta og kalla sig Bláa lóns-gaurinn. 20. desember 2018 13:43 Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Mynd við hnappinn svipar til umdeildrar myndar í barnabók Birgittu. 19. desember 2018 10:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Sigurður Sólmundarson, af mörgum þekktur sem Costco-gaurinn, lætur fara vel um sig á sjúkrahúsinu á Selfossi um jólin en hann er brotinn á báðum fótum, auk þess að vera olbogabrotinn, úlnliðsbrotinn og með skaddaða lifur. Ástæða þessa er að Sigurður lenti nýlega í alvarlegu umferðarslysi. Sigurður sem er húmoristi segist sakna mest þyrluflugsins á Borgarspítalann en þá var hann meðvitundarlaus. Áreksturinn sem var mjög harður varð síðdegis miðvikudaginn 12. desember á Stokkseyrarafleggjaranum en Sigurður sem er iðnaðarmaður var að skutla vinnufélaga sínum heim og á leið aftur á Selfoss þar sem hann býr. Sigurður fékk aðsvif og lenti á bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Ökumaður þess bíls sem var einn í bílnum slasaðist lítið en Sigurður slasaðist mikið enda var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að flytja hann á Borgarspítalann. Sigurður var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi rétt fyrir jól þar sem hann lætur fara vel um sig. „Ég hélt meðvitund alveg þangað til þeir voru farnir að klippa í kringum lappirnar á mér, þá man ég ekki meira, sem er mjög mikill skellur því ég missti alveg af þyrluferðinni. Mér finnst það mjög, mjög leiðinlegt. Ég hef lent í svona slysi áður og fékk ekki að fara í þyrlu þá en nú fékk ég að fara í þyrlu en man ekkert eftir því,“ segir Sigurður sposkur á svip.Sigurður missti af þyrlufluginu til Reykjavíkur enda meðvitundarlaus á meðan flugið fór fram.Brunavarnir Árnessýslu.Sigurður slasaðist mikið „Lærleggurinn á vinstri fæti kurlast að hluta og svo er ökklinn á hægri fæti mölbrotinn og er allur skrúfaður saman. Olboginn brotnaði og úlnliðurinn á sömu hendi og svo fékk ég einhverja kúlu á lifrina.“ Sigurður segist vera heppinn að vera á lífi og skilur í rauninni ekkert í því miðað við hvað slysið var alvarlegt. Hann getur notað hjólastól en fær ekki að fara heim strax af sjúkrahúsinu. Hann er mjög jákvæður þrátt fyrir alvarleika slyssins. „Það er náttúrulega ekkert annað í boði en að taka þessu með bros á vör, sérstaklega þegar maður skynjar viðbrögð fólksins manns. Þessi stuðningur sem maður fær frá vinum og samfélaginu er svo svakalega sterkur að manni finnst maður ekki geta annað en sýnt þessu fólki virðingu og berjast, það er bara þannig,“ segir Sigurður.Sigurður lætur fara vel um sig á sjúkrahúsinu á Selfossi yfir jólahátíðina enda ekki annað að gera í stöðunni.Magnús Hlynur
Árborg Jól Samgönguslys Tengdar fréttir Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53 Costco-gaurnum þykir jólagjöf Costco heldur nánasarleg Er að spá í að breyta og kalla sig Bláa lóns-gaurinn. 20. desember 2018 13:43 Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Mynd við hnappinn svipar til umdeildrar myndar í barnabók Birgittu. 19. desember 2018 10:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53
Costco-gaurnum þykir jólagjöf Costco heldur nánasarleg Er að spá í að breyta og kalla sig Bláa lóns-gaurinn. 20. desember 2018 13:43
Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Mynd við hnappinn svipar til umdeildrar myndar í barnabók Birgittu. 19. desember 2018 10:18