Ernesto Araujo, verðandi utanríkisráðherra Brasilíu, greindi frá ákvörðun Bolsonaro á Twitter fyrr í dag. Ástæðan er sögð brot stjórnar Daniel Ortega, forseta Níkaragva, gegn eigin borgurum. Embættistöku Bolsonaro á nýársdag sé ætlað að marka upphaf stjórnar sem „stendur vörð um frelsið“.
Pólitískum ofsóknum og ofbeldisbrotum hefur mikið fjölgað í Níkaragva samfara fjölgandi mótmælaaðgerðum í landinu. Mannréttindasamtök áætla að 320 manns hið minnsta hafi látið lífið í mótmælum síðan í apríl.
Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro hefur nú þegar meinað fulltrúum ríkisstjórna í Kúbu og Venesúela að sækja innsetningarathöfnina. Muni hann beita öllum brögðum „innan valdsviðs lýðræðisins“ við að vinna gegn stjórnunum í umræddum löndum.
A posse do PR Bolsonaro marcará o início de um governo com postura firme e clara na defesa da liberdade. Com esse propósito e frente às violações do regime Ortega contra a liberdade do povo da Nicarágua, nenhum representante desse regime será recebido no evento do dia 1°.
— Ernesto Araújo (@ernestofaraujo) December 23, 2018