Sólin ósigrandi Þórlindur Kjartansson skrifar 21. desember 2018 07:00 Í dag mun vera stysti dagur ársins á norðurhveli jarðar. Milli sólarupprásar og sólarlags eru ekki nema fjórar klukkustundir og sjö mínútur í höfuðborginni—og enn styttra eftir því sem norðar dregur. Sólin lætur ekki sjá sig nema í þrjár klukkustundir og tíu mínútur á Akureyri; og Ísfirðingar þurfa að gera sér að góðu tuttugu mínútum skemmri dagsbirtu.Sálfræðitrix Áður en mannkynið náði tökum á dagatalinu hlýtur það að hafa verið angistarfullt að fylgjast með vetrinum læsa klónum í lífið á hverju hausti og hafa ekki nema óljósa hugmynd um hvenær færi að vora á ný. Auðvitað hefur mönnunum lærst að vorið kæmi á ný—en líklega hefur reynt á þolgæði margra að þrauka vetrarmánuðina eftir áramót. Eftir því sem kuldinn og veðurofsinn er meiri þeim mun meiri áhyggjur er líklegt að fólk hafi haft af endurkomu sólarinnar. En um leið og mannkynið hafði til þess þekkingu, þá var reiknað út hvaða dagur markaði þessi umskipti milli undanhalds og sóknar sólarinnar. Þess vegna eru engin samfélög þekkt þar sem ekki er haldið upp á myrkasta skammdegið í þeirri von og vissu að verra gæti það ekki orðið þennan veturinn. Jafnvel þótt mestu vetrarhörkurnar og leiðindin séu enn ókomin, þá er skammdegið sjálft á undanhaldi. Dagarnir lengjast smám saman, sigur ljóssins og hlýjunnar er í fullum undirbúningi og er óumflýjanlegur jafnvel þótt við horfum enn fram á langt harðindatímabil. Jólin eru því haldin til þess að forða okkur frá andlegri bugun og uppgjöf—og eru kannski elsta samfélagslega sálfræðitrix mannkyns.Sol invictus Meira að segja í hlýindunum suður í Róm var til forna lögð áhersla á að fagna á þeim degi þegar sigurganga sólarinnar hófst á ný. Þó eru hörðustu vetrarveður þar hátíð miðað við harðræði sem við þekkjum á norðurslóðum. Þar var haldin hátíðin Saturnalia í desember, og á vetrarsólstöðum var haldin fæðingarhátíð hinnar ósigrandi sólar, Sol invictus. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir að það hafi verið Júlíus Sesar sem fastsetti þessa hátíð á 25. desember—kunnuglegri dagsetningu. Þegar kristni var lögtekin í Rómaveldi snemma á fjórðu öld lá beint við að tímasetja fæðingardag frelsarans á nákvæmlega þessum degi—enda sagðist hann vera ljós heimsins og er það sannarlega í hugum og hjörtum margra. Eftir því sem kristnin breiddist um norðurhvel reyndist fremur hægur leikur að dubba þessa hátíðisdaga upp sem kristna hátíð, því á öllu byggðu bóli voru til staðar aldalangar hefðir fyrir gleðskap og hátíðarhaldi í kringum vetrarsólstöður. Jólahátíðin er því miklu eldri en kristin trú. Það á við bæði hér á Íslandi og annars staðar. Talað var um að „drekka jólin“ og virðist sem mikið hafi verið um fyllerí á Norðurslóðum í kringum myrkasta skammdegið. Þeir siðir hafa mildast víðast hvar, nema einna helst í Bretlandi þar sem enn tíðkast að halda upp á jólin á öldurhúsum eða í heimadrykkju, enda eru Bretar sérdeilis ölkær þjóð. Hér á Íslandi líta flestir svo á að jólin séu fjölskylduhátíð—hátíð barnanna og þau eru hátíð ljóss og friðar. Það passar vel við þann skilning sem lagður er í jólahátíðina að hún marki í raun nýtt upphaf, nýja hringferð hnattarins okkar í kringum sólina. Þannig kjósum við líka að ljúka árinu við þetta tilefni og byrjum að telja upp á nýtt þegar dagarnir lengjast. Við byrjum á núlli. 1. janúar er dagurinn sem inniheldur alla möguleika nýs upphafs— óskrifað blað, eins og nýfætt barn.Öll eigum við jólin Og þar sem jólin eru í raun ekki kristin hátíð, nema í þeim skilningi að við veljum 25. desember til þess að halda upp á fæðingardag manns sem enginn veit hvenær fæddist, þá eru jólin sannarlega hátíð okkar allra. Sama hvaða trúarbrögð fólk aðhyllist, eða hvort það trúir bara alls engu—þá er erfitt að rífast við þá staðreynd að einmitt um þessar mundir byrjar þessi árlega sigurganga sólarinnar sem forsenda alls lífs og lífsgæða okkar. Varla er til sá trúleysingi, kommúnisti eða anarkisti sem ekki er tilbúinn til þess að viðurkenna að hann haldi meira með birtunni heldur en myrkrinu, meira með hlýjunni heldur en kuldanum—meira með sólinni heldur en skugganum. Og það ætti að vera erfitt að rífast yfir því að við kjósum að setja ljós í gluggana okkar og um götur og torg til þess að gera okkur skammdegið léttara. Meira að segja helgileikirnir í skólunum þyrftu ekki að fara í taugarnar á neinum, enda felst ekki í þeim nein trúarleg innræting önnur en sú að fagna nýju lífi og nýju ljósi. Jólin eru hátíð okkar allra, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Gleðilega hátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Sjá meira
Í dag mun vera stysti dagur ársins á norðurhveli jarðar. Milli sólarupprásar og sólarlags eru ekki nema fjórar klukkustundir og sjö mínútur í höfuðborginni—og enn styttra eftir því sem norðar dregur. Sólin lætur ekki sjá sig nema í þrjár klukkustundir og tíu mínútur á Akureyri; og Ísfirðingar þurfa að gera sér að góðu tuttugu mínútum skemmri dagsbirtu.Sálfræðitrix Áður en mannkynið náði tökum á dagatalinu hlýtur það að hafa verið angistarfullt að fylgjast með vetrinum læsa klónum í lífið á hverju hausti og hafa ekki nema óljósa hugmynd um hvenær færi að vora á ný. Auðvitað hefur mönnunum lærst að vorið kæmi á ný—en líklega hefur reynt á þolgæði margra að þrauka vetrarmánuðina eftir áramót. Eftir því sem kuldinn og veðurofsinn er meiri þeim mun meiri áhyggjur er líklegt að fólk hafi haft af endurkomu sólarinnar. En um leið og mannkynið hafði til þess þekkingu, þá var reiknað út hvaða dagur markaði þessi umskipti milli undanhalds og sóknar sólarinnar. Þess vegna eru engin samfélög þekkt þar sem ekki er haldið upp á myrkasta skammdegið í þeirri von og vissu að verra gæti það ekki orðið þennan veturinn. Jafnvel þótt mestu vetrarhörkurnar og leiðindin séu enn ókomin, þá er skammdegið sjálft á undanhaldi. Dagarnir lengjast smám saman, sigur ljóssins og hlýjunnar er í fullum undirbúningi og er óumflýjanlegur jafnvel þótt við horfum enn fram á langt harðindatímabil. Jólin eru því haldin til þess að forða okkur frá andlegri bugun og uppgjöf—og eru kannski elsta samfélagslega sálfræðitrix mannkyns.Sol invictus Meira að segja í hlýindunum suður í Róm var til forna lögð áhersla á að fagna á þeim degi þegar sigurganga sólarinnar hófst á ný. Þó eru hörðustu vetrarveður þar hátíð miðað við harðræði sem við þekkjum á norðurslóðum. Þar var haldin hátíðin Saturnalia í desember, og á vetrarsólstöðum var haldin fæðingarhátíð hinnar ósigrandi sólar, Sol invictus. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir að það hafi verið Júlíus Sesar sem fastsetti þessa hátíð á 25. desember—kunnuglegri dagsetningu. Þegar kristni var lögtekin í Rómaveldi snemma á fjórðu öld lá beint við að tímasetja fæðingardag frelsarans á nákvæmlega þessum degi—enda sagðist hann vera ljós heimsins og er það sannarlega í hugum og hjörtum margra. Eftir því sem kristnin breiddist um norðurhvel reyndist fremur hægur leikur að dubba þessa hátíðisdaga upp sem kristna hátíð, því á öllu byggðu bóli voru til staðar aldalangar hefðir fyrir gleðskap og hátíðarhaldi í kringum vetrarsólstöður. Jólahátíðin er því miklu eldri en kristin trú. Það á við bæði hér á Íslandi og annars staðar. Talað var um að „drekka jólin“ og virðist sem mikið hafi verið um fyllerí á Norðurslóðum í kringum myrkasta skammdegið. Þeir siðir hafa mildast víðast hvar, nema einna helst í Bretlandi þar sem enn tíðkast að halda upp á jólin á öldurhúsum eða í heimadrykkju, enda eru Bretar sérdeilis ölkær þjóð. Hér á Íslandi líta flestir svo á að jólin séu fjölskylduhátíð—hátíð barnanna og þau eru hátíð ljóss og friðar. Það passar vel við þann skilning sem lagður er í jólahátíðina að hún marki í raun nýtt upphaf, nýja hringferð hnattarins okkar í kringum sólina. Þannig kjósum við líka að ljúka árinu við þetta tilefni og byrjum að telja upp á nýtt þegar dagarnir lengjast. Við byrjum á núlli. 1. janúar er dagurinn sem inniheldur alla möguleika nýs upphafs— óskrifað blað, eins og nýfætt barn.Öll eigum við jólin Og þar sem jólin eru í raun ekki kristin hátíð, nema í þeim skilningi að við veljum 25. desember til þess að halda upp á fæðingardag manns sem enginn veit hvenær fæddist, þá eru jólin sannarlega hátíð okkar allra. Sama hvaða trúarbrögð fólk aðhyllist, eða hvort það trúir bara alls engu—þá er erfitt að rífast við þá staðreynd að einmitt um þessar mundir byrjar þessi árlega sigurganga sólarinnar sem forsenda alls lífs og lífsgæða okkar. Varla er til sá trúleysingi, kommúnisti eða anarkisti sem ekki er tilbúinn til þess að viðurkenna að hann haldi meira með birtunni heldur en myrkrinu, meira með hlýjunni heldur en kuldanum—meira með sólinni heldur en skugganum. Og það ætti að vera erfitt að rífast yfir því að við kjósum að setja ljós í gluggana okkar og um götur og torg til þess að gera okkur skammdegið léttara. Meira að segja helgileikirnir í skólunum þyrftu ekki að fara í taugarnar á neinum, enda felst ekki í þeim nein trúarleg innræting önnur en sú að fagna nýju lífi og nýju ljósi. Jólin eru hátíð okkar allra, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Gleðilega hátíð.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun