Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2019 09:02 Hvarf Önnu-Elisabethar er fyrirferðamikið á forsíðum norsku miðlanna. Ekkert hefur spurst til Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, húsmóður og eiginkonu eins ríkasta manns Noregs, í tíu vikur. Lögregla óttast að henni hafi verið rænt en algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú.Krefjast milljarðs í rafmynt Norska dagblaðið Aftenposten greindi fyrst frá málinu í morgun. Í frétt blaðsins segir að Falkevik-Hagen hafi horfið af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi utan við Ósló þann 31. október síðastliðinn. Haft er eftir lögreglu að ekkert bendi til þess að brotist hafi verið inn í húsið en algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag. Þá hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.Talið er að Falkevig-Hagen af verið rænt af heimili þeirra hjóna í Lørenskógi utan við Ósló fyrir tíu vikum síðan.Vísir/GettySamkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið rannsakað sem mannrán. Mannræningjarnir eru sagðir hafa haft samband við lögreglu í gegnum netið með kröfu um lausnargjald, níu milljónir evra í rafmynt sem jafngildir um milljarði íslenskra króna. Þá eru þeir sagðir hafa hótað Falkevig-Hagen grófum líkamsmeiðingum verði ekki orðið við kröfum þeirra.Ræningjarnir komust á sporið eftir umfjöllun um ríkidæmið Falkevik-Hagen er 68 ára gömul, gift norska milljarðamæringnum Tom Hagen og á með honum þrjú uppkomin börn. Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir 400 ríkustu einstaklinga Noregs. Í nýlegri umfjöllun blaðsins Dagens Næringsliv er greint frá því að Hagen hafi þénað milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Aftenposten heldur því fram að umfjöllunin hafi kveikt áhuga mannræningjanna á eiginkonu Hagens. Hann kveðst ekki vilja tjá sig um málið fyrr en síðar í dag.Blaðamannafundur um málið síðar í dag Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang kemur fram að alþjóðleg lögregluyfirvöld, Interpol og Europol, komi að rannsókn málsins. Þá er deild norsku lögreglunnar sem sérhæfir sig í mannránum og viðræðum við hryðjuverkamenn einnig viðriðin rannsóknina. Gengið er út frá því að Falkevig-Hagen hafi verið rænt af heimili sínu miðvikudaginn 31. október síðastliðinn. Þá byggir kenning lögreglu á því að ráðist hafi verið á hana inni á baðherbergi í húsinu. Samkvæmt frétt VG fundust skilaboð á vettvangi þar sem sagði að ef haft yrði samband við lögreglu yrði Falkevig-Hagen ráðinn bani. Samkvæmt norskum fjölmiðlum er málið fyrsta sinnar tegundar í Noregi, þ.e. þar sem mannræningjar krefjast rafmyntar í lausnargjald. Norska lögreglan mun halda blaðamannafund vegna málsins klukkan ellefu í dag að norskum tíma eða klukkan tíu að íslenskum. Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, húsmóður og eiginkonu eins ríkasta manns Noregs, í tíu vikur. Lögregla óttast að henni hafi verið rænt en algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú.Krefjast milljarðs í rafmynt Norska dagblaðið Aftenposten greindi fyrst frá málinu í morgun. Í frétt blaðsins segir að Falkevik-Hagen hafi horfið af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi utan við Ósló þann 31. október síðastliðinn. Haft er eftir lögreglu að ekkert bendi til þess að brotist hafi verið inn í húsið en algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag. Þá hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.Talið er að Falkevig-Hagen af verið rænt af heimili þeirra hjóna í Lørenskógi utan við Ósló fyrir tíu vikum síðan.Vísir/GettySamkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið rannsakað sem mannrán. Mannræningjarnir eru sagðir hafa haft samband við lögreglu í gegnum netið með kröfu um lausnargjald, níu milljónir evra í rafmynt sem jafngildir um milljarði íslenskra króna. Þá eru þeir sagðir hafa hótað Falkevig-Hagen grófum líkamsmeiðingum verði ekki orðið við kröfum þeirra.Ræningjarnir komust á sporið eftir umfjöllun um ríkidæmið Falkevik-Hagen er 68 ára gömul, gift norska milljarðamæringnum Tom Hagen og á með honum þrjú uppkomin börn. Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir 400 ríkustu einstaklinga Noregs. Í nýlegri umfjöllun blaðsins Dagens Næringsliv er greint frá því að Hagen hafi þénað milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Aftenposten heldur því fram að umfjöllunin hafi kveikt áhuga mannræningjanna á eiginkonu Hagens. Hann kveðst ekki vilja tjá sig um málið fyrr en síðar í dag.Blaðamannafundur um málið síðar í dag Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang kemur fram að alþjóðleg lögregluyfirvöld, Interpol og Europol, komi að rannsókn málsins. Þá er deild norsku lögreglunnar sem sérhæfir sig í mannránum og viðræðum við hryðjuverkamenn einnig viðriðin rannsóknina. Gengið er út frá því að Falkevig-Hagen hafi verið rænt af heimili sínu miðvikudaginn 31. október síðastliðinn. Þá byggir kenning lögreglu á því að ráðist hafi verið á hana inni á baðherbergi í húsinu. Samkvæmt frétt VG fundust skilaboð á vettvangi þar sem sagði að ef haft yrði samband við lögreglu yrði Falkevig-Hagen ráðinn bani. Samkvæmt norskum fjölmiðlum er málið fyrsta sinnar tegundar í Noregi, þ.e. þar sem mannræningjar krefjast rafmyntar í lausnargjald. Norska lögreglan mun halda blaðamannafund vegna málsins klukkan ellefu í dag að norskum tíma eða klukkan tíu að íslenskum.
Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11