Ítrekað spurt út í aðild fjórða aðila og viðstöddum vikið úr dómsal vegna einnar spurningar Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2019 14:03 Sveinn Andri Sveinsson verjandi, Stefán Karl Kristjánsson verjandi og Sigurður Kristinsson einn sakborninga. Vísir/Villi Verjendur sakborninga í Skáksambandsmálinu svokallaða spurðu ítrekað út í aðild fjórða manns í málinu. Þrír eru ákærðir, þeir Sigurður Kristinsson, Hákon Örn Bergmann og Jóhann Axel Viðarsson vegna innflutnings á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni til Íslands. Sigurður Kristinsson er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutninginn en hann á að hafa komið efnunum fyrir í stórum skákmönnum og ætlað sér að flytja þau hingað til lands með hraðsendingafyrirtækinu DHL. Lögreglan lagði hald á fíkniefnin föstudaginn 29. desember á flugvellinum í Alicante og kom fyrir gerviefnum í pakkanum sem komu hingað til lands þann 2. janúar 2018. Hákon er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin með meðákærða Sigurði og tekið að sér að taka á móti efnunum hér á landi. Á Hákon að hafa sett sig í samband við Jóhann Axel og fengið hann til að við sendingunni fyrir sig. Jóhann Axel er ákærður fyrir að hafa greitt fyrir sendinguna hér á landi og farið með hana að Tungubökkum í Mosfellsbæ þar sem hann faldi hana í rjóðri þar hjá í þeim tilgangi að ótilgreindur aðili gæti nálgast pakkann þar. Sagði Jóhann Axel að honum hefði brugðið í brún þegar hann var handtekinn af fjölda lögreglumanna við Tungubakka í Mosfellsbæ og þá fyrst áttað sig á alvarleika málsins.Aðgerð lögreglu þaulskipulögð Var aðgerð íslensku lögreglunnar í málinu þaulskipulögð sem fékk veður af fíkniefnasendingunni frá lögreglu á Spáni sem hafði lagt hald á skákmunina. Var ákveðið að fylla skákmunina af „gerviefni“ og finna viðtakanda hér á landi. Var það lögreglumaður sem afhenti Jóhanni Viðari pakkann hér á landi, dulbúinn sem sendill frá DHL. Pakkinn umræddi var stílaður á Skáksamband Íslands en rannsókn lögreglu leiddi í ljós að tengsl sambandsins við málið væru engin.Við rannsóknina var meðal annars gerð húsleit á skrifstofu sambandsins þar sem sérsveitarmenn réðust til atlögu. Var meðal annars spurt við aðalmeðferðina í dag hvort að Sigurður hefði einhverja tengingu við Skáksambandið. Reyndist svo ekki vera en var hann þó sagður hafa gaman af skák. Var pakkinn stílaður á Skáksamband Íslands en rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að sambandið hefði enga tengingu við málið.Ólíklegt að uppgefin upphæð dugi Líkt og fram kemur í ákæru er Sigurður sakaður um að hafa fjármagnað innflutninginn. Hann er sagður hafa greint frá því við yfirheyrslu að hann hefði greitt 400 þúsund krónur fyrir efnin. Við aðalmeðferð málsins í morgun var lögreglumaður spurður að því að hvort að það gæti verið sennileg fjárupphæð fyrir slíkt magn. Taldi hann það afar ólíklegt. Hákon er ekki ákærður fyrir fjármögnun innflutningsins en hann hafði lánað Sigurði pening árið 2017, þrjár milljónir króna. Sagði Hákon Sigurð hafa verið vel fjárhagslega staddan alla tíð en þarna glímt við fjárhagserfiðleika.Stefán Karl og Sigurður sjást hér vinstra megin en Hákon Örn og verjandi hans hægra megin. Vísir/VilhelmVið yfirheyrslur yfir Hákoni og Sigurði var nafn manns sem er ekki ákærður í málinu nefnt. Sá var handtekinn og yfirheyrður af lögreglu vegna frásagnar sakborninga. Að sögn lögreglu var ekkert sem benti til aðkomu mannsins að málinu og var hann því ekki ákærður. Verjendur sakborninga spurðu hins vegar lögreglumenn ítrekað út í aðild þessa fjórða manns að málinu. Við aðalmeðferð málsins kom fram að maðurinn hefði þekkt Sigurð og meðal annars sett sig í samband við hann í gegnum Sunnu Elvíru Þorkelsdóttir, þáverandi eiginkonu Sigurðar, í gegnum Snapchat.Höfðu átt í deilum Saksóknari í málinu spurði einn af lögreglumönnunum sem gáfu skýrslu fyrir dómi hvort að einhver rifrildi hefðu átt sér stað á milli Sigurðar og mannsins. Þessari spurningu mótmælti Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Sigurðar, og sagði hana ekki koma málinu við. Dómarinn leyfði hins vegar spurninguna og sagði lögreglumaðurinn að maðurinn hefði sakað Sigurð um að hafa ráðist á sig og kærustu sína. Það síðasta sem gerðist við aðalmeðferðina í dag var þegar Stefán Karl fór fram á að þinghaldinu yrði lokað. Vildi hann að öllum þeim sem voru viðstaddir, að meðtöldum verjendum, yrði vikið úr dómsal vegna einnar spurningar sem hann vildi bera undir lögreglumann. Dómarinn vék viðstöddum úr þingsal en leyfði verjendum að vera inni. Gerði hann það til að geta tekið afstöðu til kröfunnar út frá efni spurningarinnar. Þegar þinghaldið var opnað aftur var ljóst að dómarinn hafði orðið við beiðni Stefáns og lögreglumaðurinn hafði svarað spurningunni. Aðalmeðferð verður framhaldið 25. janúar næstkomandi þar sem ætlunin er að vitni frá Spáni gefi skýrslu fyrir dómi. Eru lögreglumenn frá Spáni meðal annars á vitnalista ákæruvaldsins. Skáksambandsmálið Tengdar fréttir Þurfti að innheimta milljóna króna lán frá Sigurði vegna Fullra vasa Hákon Örn sagðist hafa verið að fjármagna gerð kvikmyndar, Fullir Vasar, og í desember árið 2017 hefði hann vantað pening til baka frá Sigurði. 7. janúar 2019 10:28 Sigurður kýs að tjá sig ekkert frekar Sigurður Ragnar Kristinsson, sem sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni hingað til lands frá Spáni, neitaði að tjá sig þegar aðalmeðferð í málinu hófst við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. 7. janúar 2019 09:34 Sendlinum krossbrá þegar fjöldi lögreglumanna beið hans Jóhann Axel Viðarsson, 21 árs karlmaður sem í janúar í fyrra tók við meintum fíkniefnum sem stíluð voru á Skáksamband Íslands, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hann var handtekinn af miklum fjölda lögreglumanna. 7. janúar 2019 10:54 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Verjendur sakborninga í Skáksambandsmálinu svokallaða spurðu ítrekað út í aðild fjórða manns í málinu. Þrír eru ákærðir, þeir Sigurður Kristinsson, Hákon Örn Bergmann og Jóhann Axel Viðarsson vegna innflutnings á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni til Íslands. Sigurður Kristinsson er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutninginn en hann á að hafa komið efnunum fyrir í stórum skákmönnum og ætlað sér að flytja þau hingað til lands með hraðsendingafyrirtækinu DHL. Lögreglan lagði hald á fíkniefnin föstudaginn 29. desember á flugvellinum í Alicante og kom fyrir gerviefnum í pakkanum sem komu hingað til lands þann 2. janúar 2018. Hákon er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin með meðákærða Sigurði og tekið að sér að taka á móti efnunum hér á landi. Á Hákon að hafa sett sig í samband við Jóhann Axel og fengið hann til að við sendingunni fyrir sig. Jóhann Axel er ákærður fyrir að hafa greitt fyrir sendinguna hér á landi og farið með hana að Tungubökkum í Mosfellsbæ þar sem hann faldi hana í rjóðri þar hjá í þeim tilgangi að ótilgreindur aðili gæti nálgast pakkann þar. Sagði Jóhann Axel að honum hefði brugðið í brún þegar hann var handtekinn af fjölda lögreglumanna við Tungubakka í Mosfellsbæ og þá fyrst áttað sig á alvarleika málsins.Aðgerð lögreglu þaulskipulögð Var aðgerð íslensku lögreglunnar í málinu þaulskipulögð sem fékk veður af fíkniefnasendingunni frá lögreglu á Spáni sem hafði lagt hald á skákmunina. Var ákveðið að fylla skákmunina af „gerviefni“ og finna viðtakanda hér á landi. Var það lögreglumaður sem afhenti Jóhanni Viðari pakkann hér á landi, dulbúinn sem sendill frá DHL. Pakkinn umræddi var stílaður á Skáksamband Íslands en rannsókn lögreglu leiddi í ljós að tengsl sambandsins við málið væru engin.Við rannsóknina var meðal annars gerð húsleit á skrifstofu sambandsins þar sem sérsveitarmenn réðust til atlögu. Var meðal annars spurt við aðalmeðferðina í dag hvort að Sigurður hefði einhverja tengingu við Skáksambandið. Reyndist svo ekki vera en var hann þó sagður hafa gaman af skák. Var pakkinn stílaður á Skáksamband Íslands en rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að sambandið hefði enga tengingu við málið.Ólíklegt að uppgefin upphæð dugi Líkt og fram kemur í ákæru er Sigurður sakaður um að hafa fjármagnað innflutninginn. Hann er sagður hafa greint frá því við yfirheyrslu að hann hefði greitt 400 þúsund krónur fyrir efnin. Við aðalmeðferð málsins í morgun var lögreglumaður spurður að því að hvort að það gæti verið sennileg fjárupphæð fyrir slíkt magn. Taldi hann það afar ólíklegt. Hákon er ekki ákærður fyrir fjármögnun innflutningsins en hann hafði lánað Sigurði pening árið 2017, þrjár milljónir króna. Sagði Hákon Sigurð hafa verið vel fjárhagslega staddan alla tíð en þarna glímt við fjárhagserfiðleika.Stefán Karl og Sigurður sjást hér vinstra megin en Hákon Örn og verjandi hans hægra megin. Vísir/VilhelmVið yfirheyrslur yfir Hákoni og Sigurði var nafn manns sem er ekki ákærður í málinu nefnt. Sá var handtekinn og yfirheyrður af lögreglu vegna frásagnar sakborninga. Að sögn lögreglu var ekkert sem benti til aðkomu mannsins að málinu og var hann því ekki ákærður. Verjendur sakborninga spurðu hins vegar lögreglumenn ítrekað út í aðild þessa fjórða manns að málinu. Við aðalmeðferð málsins kom fram að maðurinn hefði þekkt Sigurð og meðal annars sett sig í samband við hann í gegnum Sunnu Elvíru Þorkelsdóttir, þáverandi eiginkonu Sigurðar, í gegnum Snapchat.Höfðu átt í deilum Saksóknari í málinu spurði einn af lögreglumönnunum sem gáfu skýrslu fyrir dómi hvort að einhver rifrildi hefðu átt sér stað á milli Sigurðar og mannsins. Þessari spurningu mótmælti Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Sigurðar, og sagði hana ekki koma málinu við. Dómarinn leyfði hins vegar spurninguna og sagði lögreglumaðurinn að maðurinn hefði sakað Sigurð um að hafa ráðist á sig og kærustu sína. Það síðasta sem gerðist við aðalmeðferðina í dag var þegar Stefán Karl fór fram á að þinghaldinu yrði lokað. Vildi hann að öllum þeim sem voru viðstaddir, að meðtöldum verjendum, yrði vikið úr dómsal vegna einnar spurningar sem hann vildi bera undir lögreglumann. Dómarinn vék viðstöddum úr þingsal en leyfði verjendum að vera inni. Gerði hann það til að geta tekið afstöðu til kröfunnar út frá efni spurningarinnar. Þegar þinghaldið var opnað aftur var ljóst að dómarinn hafði orðið við beiðni Stefáns og lögreglumaðurinn hafði svarað spurningunni. Aðalmeðferð verður framhaldið 25. janúar næstkomandi þar sem ætlunin er að vitni frá Spáni gefi skýrslu fyrir dómi. Eru lögreglumenn frá Spáni meðal annars á vitnalista ákæruvaldsins.
Skáksambandsmálið Tengdar fréttir Þurfti að innheimta milljóna króna lán frá Sigurði vegna Fullra vasa Hákon Örn sagðist hafa verið að fjármagna gerð kvikmyndar, Fullir Vasar, og í desember árið 2017 hefði hann vantað pening til baka frá Sigurði. 7. janúar 2019 10:28 Sigurður kýs að tjá sig ekkert frekar Sigurður Ragnar Kristinsson, sem sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni hingað til lands frá Spáni, neitaði að tjá sig þegar aðalmeðferð í málinu hófst við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. 7. janúar 2019 09:34 Sendlinum krossbrá þegar fjöldi lögreglumanna beið hans Jóhann Axel Viðarsson, 21 árs karlmaður sem í janúar í fyrra tók við meintum fíkniefnum sem stíluð voru á Skáksamband Íslands, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hann var handtekinn af miklum fjölda lögreglumanna. 7. janúar 2019 10:54 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Þurfti að innheimta milljóna króna lán frá Sigurði vegna Fullra vasa Hákon Örn sagðist hafa verið að fjármagna gerð kvikmyndar, Fullir Vasar, og í desember árið 2017 hefði hann vantað pening til baka frá Sigurði. 7. janúar 2019 10:28
Sigurður kýs að tjá sig ekkert frekar Sigurður Ragnar Kristinsson, sem sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni hingað til lands frá Spáni, neitaði að tjá sig þegar aðalmeðferð í málinu hófst við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. 7. janúar 2019 09:34
Sendlinum krossbrá þegar fjöldi lögreglumanna beið hans Jóhann Axel Viðarsson, 21 árs karlmaður sem í janúar í fyrra tók við meintum fíkniefnum sem stíluð voru á Skáksamband Íslands, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hann var handtekinn af miklum fjölda lögreglumanna. 7. janúar 2019 10:54