Meistararnir lögðu grunninn að nýju Öskubuskuævintýri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. janúar 2019 09:30 Kraftaverkamaður. Foles hleypur hér af velli eftir leik í nótt. Hann fékk eina milljón dollara í bónus fyrir sigurinn. vísir/getty Philadelphia Eagles varð mjög óvænt meistari í NFL-deildinni á síðustu leiktíð og liðið er að vinna eftir sömu uppskrift í ár. Eagles vann aðeins níu leiki á tímabilinu en tapaði sjö. Liðið skreið í úrslitakeppnina og sótti Chcago Bears heim í nótt. Birnirnir unnu tólf leiki á tímabilinu og eru með bestu vörn deildarinnar. Þeir ætluðu sér því stóra hluti á þessari leiktíð. Eagles því litla liðið í rimmu gærkvöldsins með varaleikstjórnandann Nick Foles á vellinum. Rétt eins og á síðustu leiktíð en þá sprakk Foles út og tryggði þeim titilinn. Hann var svo kosinn besti leikmaður Super Bowl. Töfrarnir fylgja enn Foles í úrslitakeppninni og hann tryggði sínum mönnum 16-15 sigur með snertimarkssendingu á fjórðu tilraun er innan við mínúta var eftir af leiknum. Bears fékk tækifæri til þess að vinna í lokin en vallarmarkstilraun Cody Parkey fór í stöngina og svo niður á slána áður en boltinn skaust aftur inn á völlinn. Eins svekkjandi og það verður. Home and away radio calls from the final moments of #PHIvsCHI. #NFLPlayoffspic.twitter.com/AggnLoLhxk — NFL (@NFL) January 7, 2019 Öskubuskurnar frá Philadelphia heimsækja besta lið tímabilsins, New Orleans Saints, um næstu helgi og menn skulu fara varlega í að afskrifa Foles og félaga. LA Chargers tryggði sig einnig áfram í úrslitakeppninni í gær gegn arfaslöku liði Baltimore Ravens. Chargers með yfirburði allan tímann en gaf allt of mikið eftir í lokafjórðungnum. Svo mikið reyndar að Ravens hefði getað unnið leikinn í lokin en Chargers slapp með skrekkinn.Úrslit helgarinnar:Laugardagur: Houston-Indianapolis 7-21 Dallas-Seattle 24-22Sunnudagur: Baltimore-LA Chargers 17-23 Chicago-Philadelphia 15-16Átta liða úrslit:Laugardagur: Kansas City - Indianapolis LA Rams - Dallas CowboysSunnudagur: New England - LA Chargers New Orleans - Philadelphia NFL Ofurskálin Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Sjá meira
Philadelphia Eagles varð mjög óvænt meistari í NFL-deildinni á síðustu leiktíð og liðið er að vinna eftir sömu uppskrift í ár. Eagles vann aðeins níu leiki á tímabilinu en tapaði sjö. Liðið skreið í úrslitakeppnina og sótti Chcago Bears heim í nótt. Birnirnir unnu tólf leiki á tímabilinu og eru með bestu vörn deildarinnar. Þeir ætluðu sér því stóra hluti á þessari leiktíð. Eagles því litla liðið í rimmu gærkvöldsins með varaleikstjórnandann Nick Foles á vellinum. Rétt eins og á síðustu leiktíð en þá sprakk Foles út og tryggði þeim titilinn. Hann var svo kosinn besti leikmaður Super Bowl. Töfrarnir fylgja enn Foles í úrslitakeppninni og hann tryggði sínum mönnum 16-15 sigur með snertimarkssendingu á fjórðu tilraun er innan við mínúta var eftir af leiknum. Bears fékk tækifæri til þess að vinna í lokin en vallarmarkstilraun Cody Parkey fór í stöngina og svo niður á slána áður en boltinn skaust aftur inn á völlinn. Eins svekkjandi og það verður. Home and away radio calls from the final moments of #PHIvsCHI. #NFLPlayoffspic.twitter.com/AggnLoLhxk — NFL (@NFL) January 7, 2019 Öskubuskurnar frá Philadelphia heimsækja besta lið tímabilsins, New Orleans Saints, um næstu helgi og menn skulu fara varlega í að afskrifa Foles og félaga. LA Chargers tryggði sig einnig áfram í úrslitakeppninni í gær gegn arfaslöku liði Baltimore Ravens. Chargers með yfirburði allan tímann en gaf allt of mikið eftir í lokafjórðungnum. Svo mikið reyndar að Ravens hefði getað unnið leikinn í lokin en Chargers slapp með skrekkinn.Úrslit helgarinnar:Laugardagur: Houston-Indianapolis 7-21 Dallas-Seattle 24-22Sunnudagur: Baltimore-LA Chargers 17-23 Chicago-Philadelphia 15-16Átta liða úrslit:Laugardagur: Kansas City - Indianapolis LA Rams - Dallas CowboysSunnudagur: New England - LA Chargers New Orleans - Philadelphia
NFL Ofurskálin Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Sjá meira