Þjóðsöngvar, símtöl og stjórnarskrár Þorvaldur Gylfason skrifar 3. janúar 2019 08:00 Reykjavík – Símtöl eru misjöfn að gæðum eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir stundum, og þau skila mismiklu. Hann sagði mér frá heimsókn Williams Rogers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Árnagarð, hús Háskóla Íslands, 1972. Richard Nixon sat á stríðsstóli í Hvíta húsinu. Víetnamstríðið vakti megna andúð um allan heim. Æskulýðsfylkingin o.fl. vildu fá frið til að mótmæla komu ráðherrans í Árnagarð. Til að fá frið hringdu þau hvert í annað og þóttust leggja á ráðin um fjölmennan mótmælafund í Garðabænum eða hvar það nú var. Löggan þusti þangað og kommarnir hlógu sig máttlausa. Rogers hvarf úr embætti árið eftir. Nokkru síðar, 1976, lét lögreglustjórinn í Reykjavík „farga mestum hluta af því skjalasafni, sem lögreglan hafði komið sér upp um kommúnista. Trúnaðarmaður [lögreglustjóra] … brenndi gögnin til ösku í götóttri olíutunnu. Af varð „mikill reykur“, eins og haft var við orð í þeim fámenna hópi, sem vissi um þessa brennu“ skv. prentaðri frásögn Þórs Whitehead prófessors frá 2006.Allt hefur sinn stað og stund Þjóðsöngvar eru með líku lagi misjafnir að gæðum. Þjóðsöngur Alsírbúa geymir þessar ljóðlínur í lauslegri þýðingu minni: „Þegar við töluðum hlustaði enginn á okkur svo við gerðum rjúkandi púður að rytma okkar og ljúfan vélbyssugný að lögunum sem við syngjum.“ Ítalski þjóðsöngurinn skartar þessari línu: „Austurríski örninn flýgur fjaðralaus.“ Víetnamar syngja: „Leiðin til dýrðar er vörðuð liðnum líkum óvina okkar.“ Í ísraelska þjóðsöngnum koma fyrir orðin „eldfjall hefndarmorða minna“. Virk eldfjöll koma ekki fyrir í öðrum þjóðsöngvum svo ég viti. Það er þó frekar sjaldgæft að þjóðsöngvar séu hafðir til að atast í andstæðingum eða ýfa upp önnur illindi líkt og í dæmunum að framan. Enn sjaldgæfara er að nafngreina menn í þjóðsöngvum. Pólland er undantekning. Pólverjar syngja: „Fram til sigurs, Dabrowski“. Hvatningunni er beint til Jans Henryks Dabrowski hershöfðingja (1755-1818). Við förum aðra leið. Við syngjum um „eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár“ frekar en að mæra Skúla fógeta eða fjargviðrast út í Dani. Séra Matthías kunni tökin. Mannanöfn eiga ekki heima í þjóðsöngvum.Kínverska stjórnarskráin Mannanöfn eiga ekki heldur heima í stjórnarskrám. Kínverjar líta málið þó öðrum augum. Þeir breyttu stjórnarskrá sinni í fyrra. Þar voru áður nefndir með nafni leiðtogarnir Mao Zedong sem leiddi kommúnista til valda í Kína 1949 og Deng Xiaoping sem upphóf markaðsbúskap í landinu 1978. Og nú hefur Xi Jinping, forseta Kína og aðalritara Kommúnistaflokksins, verið bætt í púkkið. Hann vill ekki vera minni maður en hinir tveir. Flokkurinn sér um sína og leyfir þeim jafnvel að hreiðra um sig í stjórnarskránni eins og til að undirstrika að menn eru ofar lögum í Kína. Þjóðsöngur Kína frá 1935 hefur m.a.s. verið bundinn í stjórnarskrá landsins síðan 2004. Kínverjum fórst þó ekki vel við Tian Han, skáldið sem skaffaði textann. Hann var myrtur í menningarbyltingunni 1968. Flestir þjóðsöngvar sem ég hef heyrt þykja mér fallegir. Þjóðsöngur Indverja eftir bengalska skáldið Rabindranath Tagore, bæði ljóð og lag, þykir mér ægifagur. Texti skáldsins fjallar um landið frekar en fólkið. Tagore var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels 1913, fyrstur skálda utan Evrópu.Rússland, Nígería, Ísland Ambögur fyrirfinnast í þjóðsöngvum, víst er það, en þær eru sjaldgæfar í stjórnarskrám. Það er eins og menn vandi sig jafnan meira við stjórnarskrár sínar en við sjálfan þjóðsönginn, taki grundvallarlögin fram yfir listina. Í rússnesku stjórnarskránni frá 1993 er að finna auðlindaákvæði sem hljóðar svo í þýðingu minni: „Landið og aðrar náttúruauðlindir mega vera í eigu einkaaðila, ríkisins, sveitarfélaga og lúta öðru eignarhaldi.“ Ákvæðið er haldlaust eins og til stóð og hefur gert einkavinum valdsins kleift að sölsa undir sig auðlindirnar. Auðlindaákvæðið í stjórnarskrá Nígeríu frá 1999 er ívið skárra en er þó einnig haldlítið. Þar segir að „ríkið skuli stefna að því að tryggja að auðlindir þjóðarinnar séu nýttar og þeim skipt eins og vel og hægt er í almannaþágu“. Þar eins og í Rússlandi hafa vel tengdir vinir valdsins látið greipar sópa um „auðlindir þjóðarinnar“ sem svo eru þó nefndar í stjórnarskránni. Haldbeztu auðlindaákvæði heimsins til þessa er að finna í nýju íslenzku stjórnarskránni, ákvæði sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012, og í frumvarpi frá 2010 að færeyskri stjórnarskrá sem Færeyingar hafa ekki enn fengið að kjósa um. Eina hallærislegustu ambögu allra stjórnarskráa er að finna í núgildandi stjórnarskrá Íslands frá 1944: „Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.“ Alþingi stendur stífan heiðursvörð um hallærið – „helgan gjörning“ sem Morgunblaðið hefur kallað svo.Höfundur sat í stjórnlagaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Símtöl eru misjöfn að gæðum eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir stundum, og þau skila mismiklu. Hann sagði mér frá heimsókn Williams Rogers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Árnagarð, hús Háskóla Íslands, 1972. Richard Nixon sat á stríðsstóli í Hvíta húsinu. Víetnamstríðið vakti megna andúð um allan heim. Æskulýðsfylkingin o.fl. vildu fá frið til að mótmæla komu ráðherrans í Árnagarð. Til að fá frið hringdu þau hvert í annað og þóttust leggja á ráðin um fjölmennan mótmælafund í Garðabænum eða hvar það nú var. Löggan þusti þangað og kommarnir hlógu sig máttlausa. Rogers hvarf úr embætti árið eftir. Nokkru síðar, 1976, lét lögreglustjórinn í Reykjavík „farga mestum hluta af því skjalasafni, sem lögreglan hafði komið sér upp um kommúnista. Trúnaðarmaður [lögreglustjóra] … brenndi gögnin til ösku í götóttri olíutunnu. Af varð „mikill reykur“, eins og haft var við orð í þeim fámenna hópi, sem vissi um þessa brennu“ skv. prentaðri frásögn Þórs Whitehead prófessors frá 2006.Allt hefur sinn stað og stund Þjóðsöngvar eru með líku lagi misjafnir að gæðum. Þjóðsöngur Alsírbúa geymir þessar ljóðlínur í lauslegri þýðingu minni: „Þegar við töluðum hlustaði enginn á okkur svo við gerðum rjúkandi púður að rytma okkar og ljúfan vélbyssugný að lögunum sem við syngjum.“ Ítalski þjóðsöngurinn skartar þessari línu: „Austurríski örninn flýgur fjaðralaus.“ Víetnamar syngja: „Leiðin til dýrðar er vörðuð liðnum líkum óvina okkar.“ Í ísraelska þjóðsöngnum koma fyrir orðin „eldfjall hefndarmorða minna“. Virk eldfjöll koma ekki fyrir í öðrum þjóðsöngvum svo ég viti. Það er þó frekar sjaldgæft að þjóðsöngvar séu hafðir til að atast í andstæðingum eða ýfa upp önnur illindi líkt og í dæmunum að framan. Enn sjaldgæfara er að nafngreina menn í þjóðsöngvum. Pólland er undantekning. Pólverjar syngja: „Fram til sigurs, Dabrowski“. Hvatningunni er beint til Jans Henryks Dabrowski hershöfðingja (1755-1818). Við förum aðra leið. Við syngjum um „eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár“ frekar en að mæra Skúla fógeta eða fjargviðrast út í Dani. Séra Matthías kunni tökin. Mannanöfn eiga ekki heima í þjóðsöngvum.Kínverska stjórnarskráin Mannanöfn eiga ekki heldur heima í stjórnarskrám. Kínverjar líta málið þó öðrum augum. Þeir breyttu stjórnarskrá sinni í fyrra. Þar voru áður nefndir með nafni leiðtogarnir Mao Zedong sem leiddi kommúnista til valda í Kína 1949 og Deng Xiaoping sem upphóf markaðsbúskap í landinu 1978. Og nú hefur Xi Jinping, forseta Kína og aðalritara Kommúnistaflokksins, verið bætt í púkkið. Hann vill ekki vera minni maður en hinir tveir. Flokkurinn sér um sína og leyfir þeim jafnvel að hreiðra um sig í stjórnarskránni eins og til að undirstrika að menn eru ofar lögum í Kína. Þjóðsöngur Kína frá 1935 hefur m.a.s. verið bundinn í stjórnarskrá landsins síðan 2004. Kínverjum fórst þó ekki vel við Tian Han, skáldið sem skaffaði textann. Hann var myrtur í menningarbyltingunni 1968. Flestir þjóðsöngvar sem ég hef heyrt þykja mér fallegir. Þjóðsöngur Indverja eftir bengalska skáldið Rabindranath Tagore, bæði ljóð og lag, þykir mér ægifagur. Texti skáldsins fjallar um landið frekar en fólkið. Tagore var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels 1913, fyrstur skálda utan Evrópu.Rússland, Nígería, Ísland Ambögur fyrirfinnast í þjóðsöngvum, víst er það, en þær eru sjaldgæfar í stjórnarskrám. Það er eins og menn vandi sig jafnan meira við stjórnarskrár sínar en við sjálfan þjóðsönginn, taki grundvallarlögin fram yfir listina. Í rússnesku stjórnarskránni frá 1993 er að finna auðlindaákvæði sem hljóðar svo í þýðingu minni: „Landið og aðrar náttúruauðlindir mega vera í eigu einkaaðila, ríkisins, sveitarfélaga og lúta öðru eignarhaldi.“ Ákvæðið er haldlaust eins og til stóð og hefur gert einkavinum valdsins kleift að sölsa undir sig auðlindirnar. Auðlindaákvæðið í stjórnarskrá Nígeríu frá 1999 er ívið skárra en er þó einnig haldlítið. Þar segir að „ríkið skuli stefna að því að tryggja að auðlindir þjóðarinnar séu nýttar og þeim skipt eins og vel og hægt er í almannaþágu“. Þar eins og í Rússlandi hafa vel tengdir vinir valdsins látið greipar sópa um „auðlindir þjóðarinnar“ sem svo eru þó nefndar í stjórnarskránni. Haldbeztu auðlindaákvæði heimsins til þessa er að finna í nýju íslenzku stjórnarskránni, ákvæði sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012, og í frumvarpi frá 2010 að færeyskri stjórnarskrá sem Færeyingar hafa ekki enn fengið að kjósa um. Eina hallærislegustu ambögu allra stjórnarskráa er að finna í núgildandi stjórnarskrá Íslands frá 1944: „Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.“ Alþingi stendur stífan heiðursvörð um hallærið – „helgan gjörning“ sem Morgunblaðið hefur kallað svo.Höfundur sat í stjórnlagaráði.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun