BBC segir frá því að 25 ára karlmaður hafi verið handtekinn vegna málsins. Tveir hnífar mannsins fundust við árásarstaðinn og þá hefur lögregla framkvæmt húsleit á heimili mannsins í hverfinu Cheetham Hill.
Lögregla segir að þeir sem fyrir árásinni urðu séu með alvarlega áverka, en eru þó ekki í lífshættu. Kona á sextugsaldri var með áverka í andliti og kvið og karlmaður á sextugsaldri var sömuleiðis með áverka á kvið. Þá var lögreglumaðurinn – karlmaður á fertugsaldri – stunginn í öxl. Hann hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Lögregla lokaði lestarstöðinni eftir árásina en hún hefur nú verið opnuð á ný. Hafa smávægilegar seinkanir orðið á lestarferðum vegna málsins. Árásin átti sér stað á sporvagnapalli.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir í tísti að hugur hennar sé hjá þeim særðust í árásinni og þá þakkaði hún viðbragðsaðilum fyrir sín störf.
My thoughts are with those who were injured in the suspected terrorist attack in Manchester last night. I thank the emergency services for their courageous response.
— Theresa May (@theresa_may) January 1, 2019