Ákveðið að snúa aftur til gamalla tíma á Eistnaflugi Stefán Árni Pálsson skrifar 18. janúar 2019 15:00 Eistnaflug hefur verið vinsæl tónlistarhátíð undanfarin ár. Eistnaflug hefur tilkynnt fyrstu átta hljómsveitirnar sem koma munu fram á endurhvarfi hátíðarinnar til rótanna í Egilsbúð 10. – 13. júlí. Eins og margir vita er Eistnaflug fyrst og fremst þungarokkshátíð, þó hefur hún einnig getið sér orð fyrir að kynna til leiks tónlistarmenn sem spila allt frá elektrómúsík, yfir í popp yfir í indie. „Þetta árið ætlum við að hverfa aftur til upprunans og halda hátíðina í Egilsbúð, dæmigerðu félagsheimili sem hýsti hátíðina frá fyrsta skiptinu til og með árinu 2014. Á hátíðinni hafa komið fram allt frá litlum bílskúrsböndum upp í heimsfræga listamenn sem enginn hefði getað trúað að kæmu fram í litla fiskiþorpinu á Austfjörðum Íslands,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Í upphafi Var Eistnaflug eins dags hátíð en gegnum tímann hefur hún þróast og stendur í ár, líkt og síðustu ár, yfir frá miðvikudegi til og með laugardegi. Síðustu ár hefur hún verið haldin í íþróttahöllinni í Neskaupstað en í ár var ákveðið að snúa aftur til gamalla tíma og halda hana í hitanum, þrengslunum og svitanum í Egilsbúð. Hljómsveitirnar sem staðfestar eru á Eistnaflug 2019 eru:Primordial (IRL), Nyrst (ISL), Volcanova (ISL), Úlfúð (ISL), Devine Defilement (ISL), Ottoman (ISL), Dynfari (ISL) og Sóstafir (ICELAND). Eistnaflug Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Eistnaflug hefur tilkynnt fyrstu átta hljómsveitirnar sem koma munu fram á endurhvarfi hátíðarinnar til rótanna í Egilsbúð 10. – 13. júlí. Eins og margir vita er Eistnaflug fyrst og fremst þungarokkshátíð, þó hefur hún einnig getið sér orð fyrir að kynna til leiks tónlistarmenn sem spila allt frá elektrómúsík, yfir í popp yfir í indie. „Þetta árið ætlum við að hverfa aftur til upprunans og halda hátíðina í Egilsbúð, dæmigerðu félagsheimili sem hýsti hátíðina frá fyrsta skiptinu til og með árinu 2014. Á hátíðinni hafa komið fram allt frá litlum bílskúrsböndum upp í heimsfræga listamenn sem enginn hefði getað trúað að kæmu fram í litla fiskiþorpinu á Austfjörðum Íslands,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Í upphafi Var Eistnaflug eins dags hátíð en gegnum tímann hefur hún þróast og stendur í ár, líkt og síðustu ár, yfir frá miðvikudegi til og með laugardegi. Síðustu ár hefur hún verið haldin í íþróttahöllinni í Neskaupstað en í ár var ákveðið að snúa aftur til gamalla tíma og halda hana í hitanum, þrengslunum og svitanum í Egilsbúð. Hljómsveitirnar sem staðfestar eru á Eistnaflug 2019 eru:Primordial (IRL), Nyrst (ISL), Volcanova (ISL), Úlfúð (ISL), Devine Defilement (ISL), Ottoman (ISL), Dynfari (ISL) og Sóstafir (ICELAND).
Eistnaflug Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira