Ég er hryðjuverkamaður Valgerður Árnadóttir skrifar 18. janúar 2019 11:35 Ég er reið, ég er svo reið að ég get ekki lesið skýrsluna sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands beyglaði saman án þess að fá grátkast af bræði. Ég er hryðjuverkamaður. Maðurinn sem sendir menn út á haf til að sprengja ólétta hvali er það ekki. Maðurinn sem hefur svo mikil völd og pening að hann nær að láta Hagfræðistofnun HÍ semja í annað sinn svo ófaglega og hlutdræga skýrslu að vísindasamfélagið og helstu sérfæðingar um vistkerfi sjávar sitja gapandi yfir skáldaleyfinu sem skýrsluhöfundur leyfir sér og andvarpa yfir því að hún sé jafnvel enn lélegri en skýrslan sem gerð var 2010 og þeir þurftu einnig að eyða dýrmætum tíma sínum í að kryfja og fordæma. Hver skrifaði þetta meistarastykki í nafni Háskóla Íslands og kom óafturkræfu óorði á þá stofnun? Það var Oddgeir Á. Ottesen, hagfræðingur og fyrrverandi þingframbjóðandi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Suðurkjördæmi. Hver greiðir fyrir þessa skýrslu? Það gerir Kristján Júlíusson sjávarútvegsráðherra og sjálfstæðismaður. Eflaust eru þeir báðir góðvinir Kristjáns Loftssonar sem nú þegar hefur glaðhlakkalega birt dásamlegar niðurstöður hennar í Morgunblaðinu - áróðursriti Sjálfstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lofaði því að allar hliðar málsins yrðu skoðaðar í úttekt á hvalveiðum Íslendinga en það var ekki haft samráð við ferðamannaiðnaðinn, ekkert samráð haft við hvalaskoðunarfyrirtæki, engir sjávarlíffræðingar eða sérfræðingar í vistkerfi sjávar vilja kannast við þessar niðurstöður og engin marktæk könnun var gerð á áliti alþjóðasamfélagsins á hvalveiðum Íslendinga. Katrín Jakobsdóttir brást okkur, Kristján Júlíusson brást okkur. Enda ekki við öðru að búast þegar svokallaður umhverfisverndarflokkur fer í samstarf við djöfulinn. Já ég tel mig hafa leyfi til að líkja þá við skrattan þar sem þeir kalla mig hryðjuverkamann. Við sem berjumst gegn hvalveiðum með friðsamlegum mótmælum, höfum ekkert gert annað en að standa og horfa á þessa menn draga burt dáin fóstur úr hvalmaga mæðra sinna og ítrekað brjóta lög og reyna fela það fyrir alþjóðasamfélaginu. Við sem eyðum frítíma okkar í sjálfboðavinnu við að upplýsa um glæpina fáum á okkur stimpil sem hryðjuverkamenn í skýrslu sem gefin er út undir nafni einnar virtustu stofnunar Íslands. Ef ég er hryðjuverkakona Kristján Loftsson, þá skaltu bara vara þig, því ég mun með engu öðru en rödd minni og eldmóði berjast gegn hvalveiðum þar til þær eru með öllu stöðvaðar. Ég vil ljúka þessum pistli með orðum Hilmars J. Malmquist líffræðings og forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands: „Þessi skýrsla telst tæplega merkilegt gagn til vandaðrar umræðu um nýtingu náttúruauðlinda landsins. Til þess er hún of yfirborðsleg og hlutdræg og, sér í lagi óvönduð m.t.t. líffræði og vistfræði. Að reiða fram 20 ára upplýsingar og eldri um fæðu hvala, stilla upp áti þeirri samhengislaust og styðjast við einfalt, 20-30 ára gamalt "fjölstofnalíkan", sem alþjóðavísindasamfélagið hefur hafnað sem ónothæfu og prófessor emeritus við H.Í. skaut á kaf fyrir tæpum 10 árum (vegna fyrri skýrslu Hagfræðistofnunar, C10:02), er óboðlegt og æðstu vísindastofnun landsins til vansa. Orð sem Arnþór Garðarsson (prófessor í líffræði við HÍ) viðhafði um C10:02 skýrsluna í apríl 2010, eiga fyllilega við um þessa nýju skýrslu: „Skýrsla Hagfræðistofnunar er sýnilega afleiðing margvíslegra kerfisgalla sem Íslendingar hafa komið sér upp á undanförnum áratugum í sjálfumglaðri einangrun. Kerfisgallarnir eru mjög lífseigir þrátt fyrir nýleg áföll. Því mætti í lokin benda á fáein atriði sem betur þurfa að fara ef við ætlum að nýta vísindaþekkingu í þágu betra mannlífs: 1) Nýleg lög um háskóla hafa ekki bætt rannsóknir á Íslandi. Þau þarf að endurskoða með það að markmiði að draga úr áhrifum svokallaðs atvinnulífs en auka þátttöku vísindamanna. 2) Þegar starfsmenn við rannsóknastofnanir Háskóla Íslands hyggjast gera fræðilegar skýrslur um efni sem eru utan við faglega þekkingu þeirra ber þeim að afla viðeigandi sérfræðiþekkingar. 3) Ekki er við hæfi að gefin séu út fræðileg rit og skýrslur án þess að fyrir liggi gagnrýni ótengdra sérfræðinga (sjálfstætt jafningjamat). Kaupendum slíkra verka, hvort sem eru ráðuneyti, stofnanir eða fyrirtæki, ber að afla slíks mats áður en til þess kemur að nýta niðurstöðurnar."Höfundur er stofnandi regnhlífasamtaka félagasamtaka sem berjast á móti hvalveiðum, „Stop whaling in Iceland“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Valgerður Árnadóttir Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Ég er reið, ég er svo reið að ég get ekki lesið skýrsluna sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands beyglaði saman án þess að fá grátkast af bræði. Ég er hryðjuverkamaður. Maðurinn sem sendir menn út á haf til að sprengja ólétta hvali er það ekki. Maðurinn sem hefur svo mikil völd og pening að hann nær að láta Hagfræðistofnun HÍ semja í annað sinn svo ófaglega og hlutdræga skýrslu að vísindasamfélagið og helstu sérfæðingar um vistkerfi sjávar sitja gapandi yfir skáldaleyfinu sem skýrsluhöfundur leyfir sér og andvarpa yfir því að hún sé jafnvel enn lélegri en skýrslan sem gerð var 2010 og þeir þurftu einnig að eyða dýrmætum tíma sínum í að kryfja og fordæma. Hver skrifaði þetta meistarastykki í nafni Háskóla Íslands og kom óafturkræfu óorði á þá stofnun? Það var Oddgeir Á. Ottesen, hagfræðingur og fyrrverandi þingframbjóðandi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Suðurkjördæmi. Hver greiðir fyrir þessa skýrslu? Það gerir Kristján Júlíusson sjávarútvegsráðherra og sjálfstæðismaður. Eflaust eru þeir báðir góðvinir Kristjáns Loftssonar sem nú þegar hefur glaðhlakkalega birt dásamlegar niðurstöður hennar í Morgunblaðinu - áróðursriti Sjálfstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lofaði því að allar hliðar málsins yrðu skoðaðar í úttekt á hvalveiðum Íslendinga en það var ekki haft samráð við ferðamannaiðnaðinn, ekkert samráð haft við hvalaskoðunarfyrirtæki, engir sjávarlíffræðingar eða sérfræðingar í vistkerfi sjávar vilja kannast við þessar niðurstöður og engin marktæk könnun var gerð á áliti alþjóðasamfélagsins á hvalveiðum Íslendinga. Katrín Jakobsdóttir brást okkur, Kristján Júlíusson brást okkur. Enda ekki við öðru að búast þegar svokallaður umhverfisverndarflokkur fer í samstarf við djöfulinn. Já ég tel mig hafa leyfi til að líkja þá við skrattan þar sem þeir kalla mig hryðjuverkamann. Við sem berjumst gegn hvalveiðum með friðsamlegum mótmælum, höfum ekkert gert annað en að standa og horfa á þessa menn draga burt dáin fóstur úr hvalmaga mæðra sinna og ítrekað brjóta lög og reyna fela það fyrir alþjóðasamfélaginu. Við sem eyðum frítíma okkar í sjálfboðavinnu við að upplýsa um glæpina fáum á okkur stimpil sem hryðjuverkamenn í skýrslu sem gefin er út undir nafni einnar virtustu stofnunar Íslands. Ef ég er hryðjuverkakona Kristján Loftsson, þá skaltu bara vara þig, því ég mun með engu öðru en rödd minni og eldmóði berjast gegn hvalveiðum þar til þær eru með öllu stöðvaðar. Ég vil ljúka þessum pistli með orðum Hilmars J. Malmquist líffræðings og forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands: „Þessi skýrsla telst tæplega merkilegt gagn til vandaðrar umræðu um nýtingu náttúruauðlinda landsins. Til þess er hún of yfirborðsleg og hlutdræg og, sér í lagi óvönduð m.t.t. líffræði og vistfræði. Að reiða fram 20 ára upplýsingar og eldri um fæðu hvala, stilla upp áti þeirri samhengislaust og styðjast við einfalt, 20-30 ára gamalt "fjölstofnalíkan", sem alþjóðavísindasamfélagið hefur hafnað sem ónothæfu og prófessor emeritus við H.Í. skaut á kaf fyrir tæpum 10 árum (vegna fyrri skýrslu Hagfræðistofnunar, C10:02), er óboðlegt og æðstu vísindastofnun landsins til vansa. Orð sem Arnþór Garðarsson (prófessor í líffræði við HÍ) viðhafði um C10:02 skýrsluna í apríl 2010, eiga fyllilega við um þessa nýju skýrslu: „Skýrsla Hagfræðistofnunar er sýnilega afleiðing margvíslegra kerfisgalla sem Íslendingar hafa komið sér upp á undanförnum áratugum í sjálfumglaðri einangrun. Kerfisgallarnir eru mjög lífseigir þrátt fyrir nýleg áföll. Því mætti í lokin benda á fáein atriði sem betur þurfa að fara ef við ætlum að nýta vísindaþekkingu í þágu betra mannlífs: 1) Nýleg lög um háskóla hafa ekki bætt rannsóknir á Íslandi. Þau þarf að endurskoða með það að markmiði að draga úr áhrifum svokallaðs atvinnulífs en auka þátttöku vísindamanna. 2) Þegar starfsmenn við rannsóknastofnanir Háskóla Íslands hyggjast gera fræðilegar skýrslur um efni sem eru utan við faglega þekkingu þeirra ber þeim að afla viðeigandi sérfræðiþekkingar. 3) Ekki er við hæfi að gefin séu út fræðileg rit og skýrslur án þess að fyrir liggi gagnrýni ótengdra sérfræðinga (sjálfstætt jafningjamat). Kaupendum slíkra verka, hvort sem eru ráðuneyti, stofnanir eða fyrirtæki, ber að afla slíks mats áður en til þess kemur að nýta niðurstöðurnar."Höfundur er stofnandi regnhlífasamtaka félagasamtaka sem berjast á móti hvalveiðum, „Stop whaling in Iceland“.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun