Gáfu framtíðarstjörnu Norðmanna vaxtarhormón í þrjú ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2019 10:30 Helene Marie Fossesholm Mynd/Skíðasamband Noregs Norðmenn binda miklar væntingar til hinnar sautján ára gömlu Helene Marie Fossesholm og margir hafa gengið svo langt að kalla hana næstu Marit Björgen í skíðagöngu kvenna. Marit Björgen hefur unnið flest verðlaun allra á vetrarólympíuleikum eða fimmtán en hún bætti þeim fimm síðustu við á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í fyrra. Marit Björgen hefur nú lagt keppnisskíðin á hilluna og nú horfa margir Norðmenn til Helenu Marie Fossesholm til að taka við af henni sem framtíðardrottning skíðagönguheimsins.Helene Marie Fossesholm har fått dopingklassat preparat Dette her er ein familiesak for og hjelpe ein liten pike til og vokse. Sett dere inn i saken før dere før dere prøver og anngripe Norge https://t.co/UmY61NKWh1 — Åge Sem-Johansen (@geSemJohansen) January 14, 2019Sérfræðingurinn Petter Skinstad talaði um það við norska fjölmiðla í lok síðasta árs að Helene Marie Fossesholm væri mesta efnið sem hann hefði séð í tíu ár. Helena á sér aftur á móti umdeilda forsögu og lyfjagjöf hennar á unglingsaldri kallaði á sérstaka fréttatilkynningu frá norska skíðasambandinu. Norska skíðasambandið hefur nú sent frá sér slíka yfirlýsingu þar sem sem kemur fram að þessu næsta mögulega súperstjarna Norðmanna hafi fengið vaxtarhormón í tæp þrjú ár. „Frá desember 2014 til september 2017 þá fékk Helene Marie Fossesholm vaxtarhormón. Helena hefur gengið í gegnum rannsóknir á spítölum frá því að hún var 8 til 9 ára gömul af því hún var svo lágvaxin. Þegar hún var þrettán og hálfs árs þá var hún aðeins 137,5 sentimetrar á hæð. Henni voru þá gefin vaxtarhormón og Helena er nú 151 sentimetrar á hæð,“ segir í yfirlýsingu frá norska sambandinu.Fossesholm om ryktene: – Alltid noen som ikke ønsker alle godt https://t.co/Xmhtmq4MeE#2vinter — TV 2 Sporten (@2sporten) January 14, 2019Það kemur einnig fram í tilkynningunni að Helene Marie Fossesholm hafi þarna fengið vaxtarhormón sem eru á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA. Það eru hinsvegar gefnar undirtekningar ef viðkomandi íþróttamaður þurfu heilsu sinnar vegna að fá slík lyf og norska sambandið segir að Fossesholm hafi fengið slíkt leyfi hjá WADA. Hennar kringumstæður féllu undir slíka undanþágu. Helene Marie Fossesholm er nú á leiðinni á HM unglinga í Lahti í Finnlandi sem fer fram 20. til 27. janúar næstkomandi. Hennar fyrstu Ólympíuleikar gætu síðan orðið í Peking árið 2022. Ólympíuleikar Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sjá meira
Norðmenn binda miklar væntingar til hinnar sautján ára gömlu Helene Marie Fossesholm og margir hafa gengið svo langt að kalla hana næstu Marit Björgen í skíðagöngu kvenna. Marit Björgen hefur unnið flest verðlaun allra á vetrarólympíuleikum eða fimmtán en hún bætti þeim fimm síðustu við á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í fyrra. Marit Björgen hefur nú lagt keppnisskíðin á hilluna og nú horfa margir Norðmenn til Helenu Marie Fossesholm til að taka við af henni sem framtíðardrottning skíðagönguheimsins.Helene Marie Fossesholm har fått dopingklassat preparat Dette her er ein familiesak for og hjelpe ein liten pike til og vokse. Sett dere inn i saken før dere før dere prøver og anngripe Norge https://t.co/UmY61NKWh1 — Åge Sem-Johansen (@geSemJohansen) January 14, 2019Sérfræðingurinn Petter Skinstad talaði um það við norska fjölmiðla í lok síðasta árs að Helene Marie Fossesholm væri mesta efnið sem hann hefði séð í tíu ár. Helena á sér aftur á móti umdeilda forsögu og lyfjagjöf hennar á unglingsaldri kallaði á sérstaka fréttatilkynningu frá norska skíðasambandinu. Norska skíðasambandið hefur nú sent frá sér slíka yfirlýsingu þar sem sem kemur fram að þessu næsta mögulega súperstjarna Norðmanna hafi fengið vaxtarhormón í tæp þrjú ár. „Frá desember 2014 til september 2017 þá fékk Helene Marie Fossesholm vaxtarhormón. Helena hefur gengið í gegnum rannsóknir á spítölum frá því að hún var 8 til 9 ára gömul af því hún var svo lágvaxin. Þegar hún var þrettán og hálfs árs þá var hún aðeins 137,5 sentimetrar á hæð. Henni voru þá gefin vaxtarhormón og Helena er nú 151 sentimetrar á hæð,“ segir í yfirlýsingu frá norska sambandinu.Fossesholm om ryktene: – Alltid noen som ikke ønsker alle godt https://t.co/Xmhtmq4MeE#2vinter — TV 2 Sporten (@2sporten) January 14, 2019Það kemur einnig fram í tilkynningunni að Helene Marie Fossesholm hafi þarna fengið vaxtarhormón sem eru á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA. Það eru hinsvegar gefnar undirtekningar ef viðkomandi íþróttamaður þurfu heilsu sinnar vegna að fá slík lyf og norska sambandið segir að Fossesholm hafi fengið slíkt leyfi hjá WADA. Hennar kringumstæður féllu undir slíka undanþágu. Helene Marie Fossesholm er nú á leiðinni á HM unglinga í Lahti í Finnlandi sem fer fram 20. til 27. janúar næstkomandi. Hennar fyrstu Ólympíuleikar gætu síðan orðið í Peking árið 2022.
Ólympíuleikar Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sjá meira