„Mennska Ken-dúkkan“ sögð verða fulltrúi San Marínó í Eurovision Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 21:58 Rodrigo Alves hefur gengist undir fjölmargar lýtaaðgerðir til að fullkomna útlitið. Getty/Maria Moratti Rodrigo Alves, sem þekktastur er fyrir að líkjast Ken-dúkkunni frægu, hefur verið orðaður við þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi. Alves er sagður munu taka þátt í keppninni fyrir hönd San Marínó. Sanmarínóska ríkissjónvarpið SMRTV hefur ekki staðfest þátttöku Alves en orðrómar þess efnis hafa þó verið nokkuð þrálátir síðustu misseri, samkvæmt frétt Eurovision-vefsíðunnar ESC Bubble. Alves sjálfur virðist þó fullviss um þátttöku sína í keppninni ef marka má færslu sem hann birti á Instagram í dag. Þar hefur Alves skeytt saman mynd af sjálfum sér og opinberu merki San Marínó í Eurovision. Í texta við myndina lýsir Alves því yfir að „draumar rætist í raun og veru“ með hjálp kærleika, staðfestu og virðingar við náungann. View this post on InstagramDreams do come true !! With hard work, dedication, respect to one another and love we all can achieve our dreams ! #eurovision #rodrigoalves #sanmarino A post shared by Rodrigo Alves (@rodrigoalvesuk) on Jan 13, 2019 at 12:00pm PST Samkvæmt frétt ESC Bubble mun SMRTV tilkynna um þátttakandann sem orðið hefur fyrir valinu þann 21. janúar næstkomandi. Þá kemur í ljós hvort Alves, betur þekktur undir nafninu „Mennska Ken-dúkkan“, stígi á svið í Tel Aviv í maí. Alves er fæddur í Brasilíu árið 1983 en öðlaðist frægð í Bretlandi fyrir sérkennilegt útlit sitt, sem hann hefur mótað eftir eigin höfði með hjálp lýtaaðgerða. Hann tók þátt í bresku raunveruleikaþáttaröðinni Celebrity Big Brother í fyrra en var rekinn úr þáttunum eftir að hann viðhafði orðalag þrungið kynþáttafordómum. San Marínó hefur tekið þátt í Eurovision síðan árið 2008 með hléum. Þar af hefur söngkonan Valentina Monetta tekið þátt fjórum sinnum. Eurovision Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
Rodrigo Alves, sem þekktastur er fyrir að líkjast Ken-dúkkunni frægu, hefur verið orðaður við þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi. Alves er sagður munu taka þátt í keppninni fyrir hönd San Marínó. Sanmarínóska ríkissjónvarpið SMRTV hefur ekki staðfest þátttöku Alves en orðrómar þess efnis hafa þó verið nokkuð þrálátir síðustu misseri, samkvæmt frétt Eurovision-vefsíðunnar ESC Bubble. Alves sjálfur virðist þó fullviss um þátttöku sína í keppninni ef marka má færslu sem hann birti á Instagram í dag. Þar hefur Alves skeytt saman mynd af sjálfum sér og opinberu merki San Marínó í Eurovision. Í texta við myndina lýsir Alves því yfir að „draumar rætist í raun og veru“ með hjálp kærleika, staðfestu og virðingar við náungann. View this post on InstagramDreams do come true !! With hard work, dedication, respect to one another and love we all can achieve our dreams ! #eurovision #rodrigoalves #sanmarino A post shared by Rodrigo Alves (@rodrigoalvesuk) on Jan 13, 2019 at 12:00pm PST Samkvæmt frétt ESC Bubble mun SMRTV tilkynna um þátttakandann sem orðið hefur fyrir valinu þann 21. janúar næstkomandi. Þá kemur í ljós hvort Alves, betur þekktur undir nafninu „Mennska Ken-dúkkan“, stígi á svið í Tel Aviv í maí. Alves er fæddur í Brasilíu árið 1983 en öðlaðist frægð í Bretlandi fyrir sérkennilegt útlit sitt, sem hann hefur mótað eftir eigin höfði með hjálp lýtaaðgerða. Hann tók þátt í bresku raunveruleikaþáttaröðinni Celebrity Big Brother í fyrra en var rekinn úr þáttunum eftir að hann viðhafði orðalag þrungið kynþáttafordómum. San Marínó hefur tekið þátt í Eurovision síðan árið 2008 með hléum. Þar af hefur söngkonan Valentina Monetta tekið þátt fjórum sinnum.
Eurovision Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira