Mið- og vinstriflokkar sagðir hafa náð saman í Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2019 13:57 Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins. EPA/HENRIK MONTGOMERY Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjar, Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn í Svíþjóð eru sagðir hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Svíþjóð. Lítur því út fyrir að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, muni áfram gegna forsætisráðherraembættinu. Samkomulagið verður til umræðu innan þingflokka flokkanna fjögurra í dag og um helgina. Þingforsetinn Andreas Norlén hyggst funda með flokksleiðtogum á mánudag og í kjölfar þess tilnefna nýjan forsætisráðherra sem þingið mun svo greiða atkvæði um. Takist þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum verður lögum samkvæmt að boða til nýrra kosninga. Næsta atkvæðagreiðsla, sú þriðja í röðinni, er fyrirhuguð miðvikudaginn næsta, 16. janúar.Langur aðdragandi Fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þingkosningum í landinu og hafa stjórnarmyndunarviðræður í landinu aldrei tekið lengri tíma. Þingið hefur áður hafnað tillögu þingforsetans um að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, og Löfven verði næsti forsætisráðherra. Löfven stýrði minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja á síðasta kjörtímabili – stjórn sem Vinstriflokkurinn varði vantrausti. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að samkomulag hafi nú náðst um að ný stjórn Löfven njóti stuðnings Miðflokksins og FrjálslyndraAnnie Lööf er formaður sænska Miðflokksins.Getty/MICHAEL CAMPANELLAEndalok bandalags borgaralegu flokkanna Verði þetta raunin markar það formlega endalok bandalags borgaralegu flokkanna fjögurra (Alliansen) – Moderaterna, Kristilegra demókrata, Miðflokksins og Frjálslyndra. Ástæða þess að ekkert hefur gengið að mynda nýja stjórn í Svíþjóð eru deilur flokkanna um hlutverk Svíþjóðardemókrata, sem hlutu um 18 prósent þingsæta. Flokkurinn rekur harða stefnu í innflytjendamálum og hafa vinstriflokkarnir, Miðflokkurinn og Frjálslyndir lagt mikla áherslu að koma í veg fyrir að flokkurinn komist í áhrifastöðu. Heimildarmaður Aftonbladet greinir frá því að Jafnaðarmenn hafi gengið að ýmsum kröfum Miðflokksins og Frjálslyndra til að tryggja myndun nýrrar stjórnar, meðal annars breytingar á sviði vinnumarkaðar, húsnæðismála og menntamála. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Greiða næst atkvæði um nýjan forsætisráðherra 16. janúar Forseti sænska þingsins segir að ekki muni takast að ná samkomulagi um nýja ríkisstjórn fyrir jól líkt og vonir stóðu til. 19. desember 2018 11:34 Sænska þingið hafnaði Löfven Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. 14. desember 2018 10:25 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjar, Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn í Svíþjóð eru sagðir hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Svíþjóð. Lítur því út fyrir að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, muni áfram gegna forsætisráðherraembættinu. Samkomulagið verður til umræðu innan þingflokka flokkanna fjögurra í dag og um helgina. Þingforsetinn Andreas Norlén hyggst funda með flokksleiðtogum á mánudag og í kjölfar þess tilnefna nýjan forsætisráðherra sem þingið mun svo greiða atkvæði um. Takist þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum verður lögum samkvæmt að boða til nýrra kosninga. Næsta atkvæðagreiðsla, sú þriðja í röðinni, er fyrirhuguð miðvikudaginn næsta, 16. janúar.Langur aðdragandi Fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þingkosningum í landinu og hafa stjórnarmyndunarviðræður í landinu aldrei tekið lengri tíma. Þingið hefur áður hafnað tillögu þingforsetans um að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, og Löfven verði næsti forsætisráðherra. Löfven stýrði minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja á síðasta kjörtímabili – stjórn sem Vinstriflokkurinn varði vantrausti. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að samkomulag hafi nú náðst um að ný stjórn Löfven njóti stuðnings Miðflokksins og FrjálslyndraAnnie Lööf er formaður sænska Miðflokksins.Getty/MICHAEL CAMPANELLAEndalok bandalags borgaralegu flokkanna Verði þetta raunin markar það formlega endalok bandalags borgaralegu flokkanna fjögurra (Alliansen) – Moderaterna, Kristilegra demókrata, Miðflokksins og Frjálslyndra. Ástæða þess að ekkert hefur gengið að mynda nýja stjórn í Svíþjóð eru deilur flokkanna um hlutverk Svíþjóðardemókrata, sem hlutu um 18 prósent þingsæta. Flokkurinn rekur harða stefnu í innflytjendamálum og hafa vinstriflokkarnir, Miðflokkurinn og Frjálslyndir lagt mikla áherslu að koma í veg fyrir að flokkurinn komist í áhrifastöðu. Heimildarmaður Aftonbladet greinir frá því að Jafnaðarmenn hafi gengið að ýmsum kröfum Miðflokksins og Frjálslyndra til að tryggja myndun nýrrar stjórnar, meðal annars breytingar á sviði vinnumarkaðar, húsnæðismála og menntamála.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Greiða næst atkvæði um nýjan forsætisráðherra 16. janúar Forseti sænska þingsins segir að ekki muni takast að ná samkomulagi um nýja ríkisstjórn fyrir jól líkt og vonir stóðu til. 19. desember 2018 11:34 Sænska þingið hafnaði Löfven Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. 14. desember 2018 10:25 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Greiða næst atkvæði um nýjan forsætisráðherra 16. janúar Forseti sænska þingsins segir að ekki muni takast að ná samkomulagi um nýja ríkisstjórn fyrir jól líkt og vonir stóðu til. 19. desember 2018 11:34
Sænska þingið hafnaði Löfven Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. 14. desember 2018 10:25