Ráðgjafi Trump neitar sök um lygar Kjartan Kjartansson skrifar 29. janúar 2019 16:32 Andstæðingar og stuðningsmenn Stone fjölmenntu fyrir utan dómshúsið í Washington-borg. Stone virtist hlátur í huga þegar hann gekk fram hjá manni sem hélt skilti á lofti sem sagði hann skítugan svikara. Vísir/EPA Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta til fjölda ára, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í Washington-borg í dag. Stone er ákærður fyrir að hafa logið að Bandaríkjaþingi um samskipti sín við Wikileaks og Trump-framboðið og fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Alríkislögreglumenn handtóku Stone á heimili hans á Flórída eldsnemma á föstudagsmorgun. Honum var þá kynnt ákæra í sjö liðum sem snerist að miklu leyti um hvernig hann hefði logið um tilraunir sínar til þess að afla upplýsinga um stolna tölvupósta Demókrataflokksins sem Wikileaks birti í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Mál Stone verður mögulega tekið fyrir strax á fimmtudag, að sögn Washington Post. Stone hefur ítrekað hafnað því að hafa átt í samskiptum við Wikileaks eða útsendara Rússa. Bandaríska leyniþjónustan telur fullvíst að rússneskir hakkarar hafi brotist inn í tölvur Demókrataflokksins, stolið póstunum og komið þeim til Wikileaks. Stone, sem starfaði um skamma hríð fyrir forsetaframboð Trump en hélt áfram að vera frambjóðandanum innan handar í kosningabaráttunni, er enn einn einstaklingurinn sem tengdist framboði Trump sem hefur verið ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Áður hafa fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fyrrverandi kosningastjóri og varakosningastjóri, utanríkisráðgjafi framboðsins og persónulegur lögmaður forsetans verið ákærðir fyrir ýmis brot, þar á meðal fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI. Auk lyga er Stone sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð annars vitnis í málinu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Útilokar ekki að vinna með saksóknara Roger Stone, samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurningum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, af hreinskilni. 28. janúar 2019 06:00 Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta til fjölda ára, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í Washington-borg í dag. Stone er ákærður fyrir að hafa logið að Bandaríkjaþingi um samskipti sín við Wikileaks og Trump-framboðið og fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Alríkislögreglumenn handtóku Stone á heimili hans á Flórída eldsnemma á föstudagsmorgun. Honum var þá kynnt ákæra í sjö liðum sem snerist að miklu leyti um hvernig hann hefði logið um tilraunir sínar til þess að afla upplýsinga um stolna tölvupósta Demókrataflokksins sem Wikileaks birti í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Mál Stone verður mögulega tekið fyrir strax á fimmtudag, að sögn Washington Post. Stone hefur ítrekað hafnað því að hafa átt í samskiptum við Wikileaks eða útsendara Rússa. Bandaríska leyniþjónustan telur fullvíst að rússneskir hakkarar hafi brotist inn í tölvur Demókrataflokksins, stolið póstunum og komið þeim til Wikileaks. Stone, sem starfaði um skamma hríð fyrir forsetaframboð Trump en hélt áfram að vera frambjóðandanum innan handar í kosningabaráttunni, er enn einn einstaklingurinn sem tengdist framboði Trump sem hefur verið ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Áður hafa fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fyrrverandi kosningastjóri og varakosningastjóri, utanríkisráðgjafi framboðsins og persónulegur lögmaður forsetans verið ákærðir fyrir ýmis brot, þar á meðal fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI. Auk lyga er Stone sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð annars vitnis í málinu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Útilokar ekki að vinna með saksóknara Roger Stone, samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurningum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, af hreinskilni. 28. janúar 2019 06:00 Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Útilokar ekki að vinna með saksóknara Roger Stone, samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurningum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, af hreinskilni. 28. janúar 2019 06:00
Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36
Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30