Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. janúar 2019 12:30 Stuðninsmaður áframhaldandi aðildar Breta að ESB við þinghúsið í Westminster í gær. Á meðal breytingartillagna sem eru á dagskránni er tillaga frá Jeremy Corbyn o.fl. um að samið verði að nýju við ESB og samningur borinn undir þjóðaratkvæði. Vísir/EPA Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. Hinn 15. janúar síðastliðinn var Brexit-samningur Theresu May forsætisráðherra Bretlands felldur í neðri deild breska þingsins með 230 atkvæða mun í atkvæðagreiðslu. Alls greiddu 432 atkvæði gegn samningnum en 202 með honum. Í dag fjallar þingið um fimmtán breytingartillögur við frumvarpið sem var fellt 15. janúar en engin þeirra kemur frá ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra. Engu að síður mun May sjálf hefja umræðuna og er búist við því að hún taki til máls klukkan tuttugur mínútur í eitt eftir hádegi. Á meðal þessara fimmtán tillagna á dagskránni er breytingartillaga frá Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins og sextíu og átta þingmönnum, um að samið verði að nýju við Evrópusambandið og nýr úrsagnarsamningur verði borinn undir þjóðaratkvæði. Þá er á dagskránni breytingartillaga frá Yvette Cooper þingmanni Verkamannaflokksins og 138 öðrum þingmönnum sem felur í sér að tryggt verði að Bretland fari ekki úr Evrópusambandinu án samnings. Þetta frestar í reynd Brexit ef enginn samningur er á borðinu sem nýtur meirihlutastuðnings þingsins. Verkamannaflokkurinn er klofinn í afstöðunni til Brexit og Jeremy Corbyn hefur ekkert viljað gefa út um hvort hann styðji tillögu Cooper ef breytingartillaga hans nýtur ekki brautargengis.Theresa May fyrir utan Downinstræti 10 í gær. Hún verður málshefjandi í umræðu um Brexit í breska þinginu í dag þar sem 15 breytingartillögur við úrsagnarsamning hennar eru á dagskrá. Engin þeirra kemur þó frá ríkisstjórn hennar.Vísir/EPAAlveg óvíst hvort hin ESB-ríkin samþykki að fella niður Backstop ákvæði Þá er á dagskrá tillaga sem fellir niður svokallað "Backstop" ákvæði úr úrsagnarsamningnum. Umrætt ákvæði um Backstop felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalaginu en um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokksins kusu gegn úrsagnarsamningi May og fóru þannig gegn formanni eigin flokks vegna andstöðu við þetta ákvæði um veru Bretlands í tollabandalaginu eftir Brexit. Backstop er í raun trygging fyrir því að landamærin við Írland verði eitt tollasvæði eftir útgönguna og verði í gildi þangað til að gengið hefur verið frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB eftir Brexit. Þótt breska þingið samþykki að fella þetta niður úr úrsagnarsamningnum er algjörlega óvíst hvort hin 27 ESB-ríkin samþykki þessa breytingu. Helen McEntee, Evrópumálaráðherra Írlands, kallar eftir auknu raunsæi frá Bretum og lét hafa eftir sér við Guardian í dag að ekki standi til að breyta úrsagnarsamningnum. Bretar þurfa að ganga úr í Evrópusambandinu hinn 29. mars næstkomandi því þá eru tvö ár liðin frá því að 50. gr. Lissabon-sáttmálans, sem fjallar um útgöngu aðildarríkis úr sambandinu, var virkjuð. Líkur á því að Bretar gangi úr ESB án samnings eru nú taldast aukast með hverjum deginum sem líður. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. Hinn 15. janúar síðastliðinn var Brexit-samningur Theresu May forsætisráðherra Bretlands felldur í neðri deild breska þingsins með 230 atkvæða mun í atkvæðagreiðslu. Alls greiddu 432 atkvæði gegn samningnum en 202 með honum. Í dag fjallar þingið um fimmtán breytingartillögur við frumvarpið sem var fellt 15. janúar en engin þeirra kemur frá ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra. Engu að síður mun May sjálf hefja umræðuna og er búist við því að hún taki til máls klukkan tuttugur mínútur í eitt eftir hádegi. Á meðal þessara fimmtán tillagna á dagskránni er breytingartillaga frá Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins og sextíu og átta þingmönnum, um að samið verði að nýju við Evrópusambandið og nýr úrsagnarsamningur verði borinn undir þjóðaratkvæði. Þá er á dagskránni breytingartillaga frá Yvette Cooper þingmanni Verkamannaflokksins og 138 öðrum þingmönnum sem felur í sér að tryggt verði að Bretland fari ekki úr Evrópusambandinu án samnings. Þetta frestar í reynd Brexit ef enginn samningur er á borðinu sem nýtur meirihlutastuðnings þingsins. Verkamannaflokkurinn er klofinn í afstöðunni til Brexit og Jeremy Corbyn hefur ekkert viljað gefa út um hvort hann styðji tillögu Cooper ef breytingartillaga hans nýtur ekki brautargengis.Theresa May fyrir utan Downinstræti 10 í gær. Hún verður málshefjandi í umræðu um Brexit í breska þinginu í dag þar sem 15 breytingartillögur við úrsagnarsamning hennar eru á dagskrá. Engin þeirra kemur þó frá ríkisstjórn hennar.Vísir/EPAAlveg óvíst hvort hin ESB-ríkin samþykki að fella niður Backstop ákvæði Þá er á dagskrá tillaga sem fellir niður svokallað "Backstop" ákvæði úr úrsagnarsamningnum. Umrætt ákvæði um Backstop felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalaginu en um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokksins kusu gegn úrsagnarsamningi May og fóru þannig gegn formanni eigin flokks vegna andstöðu við þetta ákvæði um veru Bretlands í tollabandalaginu eftir Brexit. Backstop er í raun trygging fyrir því að landamærin við Írland verði eitt tollasvæði eftir útgönguna og verði í gildi þangað til að gengið hefur verið frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB eftir Brexit. Þótt breska þingið samþykki að fella þetta niður úr úrsagnarsamningnum er algjörlega óvíst hvort hin 27 ESB-ríkin samþykki þessa breytingu. Helen McEntee, Evrópumálaráðherra Írlands, kallar eftir auknu raunsæi frá Bretum og lét hafa eftir sér við Guardian í dag að ekki standi til að breyta úrsagnarsamningnum. Bretar þurfa að ganga úr í Evrópusambandinu hinn 29. mars næstkomandi því þá eru tvö ár liðin frá því að 50. gr. Lissabon-sáttmálans, sem fjallar um útgöngu aðildarríkis úr sambandinu, var virkjuð. Líkur á því að Bretar gangi úr ESB án samnings eru nú taldast aukast með hverjum deginum sem líður.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira