Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2019 10:19 Schultz er 65 ára gamall og hefur fram að þessu verið demókrati. Hann segist nú skoða að bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi. Vísir/EPA Howard Schultz, fyrrverandi forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks, segist íhuga alvarlega að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna sem óháður frambjóðandi á næsta ári. Demókratar eru sagðir óánægðri með Schultz þar sem framboð hans gæti tryggt Donald Trump forseta endurkjör. Schultz , sem hætti hjá Starbucks um mitt ár í fyrra, tilkynnti um þetta í tísti í gær. Sagðist hann myndu bjóða sig fram óháð flokkum og sækja inn á miðjuna. „Flokkarnir okkar tveir eru sundraðri en nokkru sinni fyrr. Ræðum hvernig við getum sameinast og skapað tækifæri fyrir fleira fólk,“ tísti Schultz sem hætti hjá Starbucks um mitt síðasta ár.I love our country, and I am seriously considering running for president as a centrist independent. — Howard Schultz (@HowardSchultz) January 28, 2019This moment is like no other. Our two parties are more divided than ever. Let’s discuss how we can come together to create opportunities for more people. #ReimagineUShttps://t.co/9UY46OTO0I — Howard Schultz (@HowardSchultz) January 28, 2019 Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur fullyrti Schultz að hvorugur stóru flokkanna gerði það sem til þyrfti fyrir bandarísku þjóðina heldur stunduðu þeir „hefndarstjórnmál“ á hverjum degi. Mögulegt framboð Schultz hefur vakið litla hrifningu hjá demókrötum sem óttast að hann gæti tekið atkvæði af frambjóðanda þeirra á næsta ári. Það gæti verið nóg til þess að Trump forseti nái endurkjöri þrátt fyrir verulegar óvinsældir. Julián Castro, einn frambjóðenda í forvali demókrata, fullyrti í viðtali við CNN-fréttastöðina í gær að framboð Schultz væri „besta von“ Trump um að ná endurkjöri.Schultz, sem hefur verið demókrati fram að þessu, gaf lítið fyrir þær áhyggjur í viðtalinu við 60 mínútur. Sagði hann öfga fara vaxandi í báðum flokkum. „Ég vil sjá bandarísku þjóðina vinna. Ég vil sjá Bandaríkin vinna. Mér er sama hvort þú ert demókrati, óháður, frjálshyggjumaður, repúblikani. Færðu mér hugmyndir þínar og ég verð óháður einstaklingur sem tek þessum hugmyndum fagnandi vegna þess að ég er á engan hátt í slagtogi við stjórnmálaflokk,“ sagði Schultz.Ekki gefið mál að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump Ekki eru þó allir sannfærðir um að öruggt sé að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump. Þannig bendir Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, á að eitt helsta kosningamál Schultz sé ráðdeild í ríkisrekstri og að draga úr halla ríkissjóðs. Það hefur verið hefðbundið stefnumál bandarískra repúblikana undanfarin ár. „Til dæmis, ef Schultz keyrir á þessum skilaboðum er þá ekki aðalkaupandinn fjármálalega íhaldssamur kjósandi sem er líkar persónulega illa við Trump en hefur áhyggjur af því að demókratar séu alltof langt til vinstri? Trump þarf líklega á þessum kjósendum að halda til að vinna. Nú geta þeir kosið Schultz,“ tísti Silver í gær. Bendir hann ennfremur á sögu óháðra framboða. Þannig hafi Ralph Nader vissulega tekið atkvæði af demókratanum Al Gore í kosningunum árið 2000 enda hafi hann boðið sig fram til vinstri við Gore. Miðjusæknari óháðir frambjóðendur hafi hins vegar tekið atkvæði tiltölulega jafnt af flokkunum tveimur.For instance, if Schultz runs on this message, isn't the core buyer a fiscally conservative voter who personally dislikes Trump but worries that the Democrat is way too far to the left? Trump probably needs those voters to win. Now they can vote Schultz. https://t.co/O6eoXQmGhC pic.twitter.com/dFDuCjSYAq— Nate Silver (@NateSilver538) January 26, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Howard Schultz, fyrrverandi forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks, segist íhuga alvarlega að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna sem óháður frambjóðandi á næsta ári. Demókratar eru sagðir óánægðri með Schultz þar sem framboð hans gæti tryggt Donald Trump forseta endurkjör. Schultz , sem hætti hjá Starbucks um mitt ár í fyrra, tilkynnti um þetta í tísti í gær. Sagðist hann myndu bjóða sig fram óháð flokkum og sækja inn á miðjuna. „Flokkarnir okkar tveir eru sundraðri en nokkru sinni fyrr. Ræðum hvernig við getum sameinast og skapað tækifæri fyrir fleira fólk,“ tísti Schultz sem hætti hjá Starbucks um mitt síðasta ár.I love our country, and I am seriously considering running for president as a centrist independent. — Howard Schultz (@HowardSchultz) January 28, 2019This moment is like no other. Our two parties are more divided than ever. Let’s discuss how we can come together to create opportunities for more people. #ReimagineUShttps://t.co/9UY46OTO0I — Howard Schultz (@HowardSchultz) January 28, 2019 Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur fullyrti Schultz að hvorugur stóru flokkanna gerði það sem til þyrfti fyrir bandarísku þjóðina heldur stunduðu þeir „hefndarstjórnmál“ á hverjum degi. Mögulegt framboð Schultz hefur vakið litla hrifningu hjá demókrötum sem óttast að hann gæti tekið atkvæði af frambjóðanda þeirra á næsta ári. Það gæti verið nóg til þess að Trump forseti nái endurkjöri þrátt fyrir verulegar óvinsældir. Julián Castro, einn frambjóðenda í forvali demókrata, fullyrti í viðtali við CNN-fréttastöðina í gær að framboð Schultz væri „besta von“ Trump um að ná endurkjöri.Schultz, sem hefur verið demókrati fram að þessu, gaf lítið fyrir þær áhyggjur í viðtalinu við 60 mínútur. Sagði hann öfga fara vaxandi í báðum flokkum. „Ég vil sjá bandarísku þjóðina vinna. Ég vil sjá Bandaríkin vinna. Mér er sama hvort þú ert demókrati, óháður, frjálshyggjumaður, repúblikani. Færðu mér hugmyndir þínar og ég verð óháður einstaklingur sem tek þessum hugmyndum fagnandi vegna þess að ég er á engan hátt í slagtogi við stjórnmálaflokk,“ sagði Schultz.Ekki gefið mál að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump Ekki eru þó allir sannfærðir um að öruggt sé að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump. Þannig bendir Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, á að eitt helsta kosningamál Schultz sé ráðdeild í ríkisrekstri og að draga úr halla ríkissjóðs. Það hefur verið hefðbundið stefnumál bandarískra repúblikana undanfarin ár. „Til dæmis, ef Schultz keyrir á þessum skilaboðum er þá ekki aðalkaupandinn fjármálalega íhaldssamur kjósandi sem er líkar persónulega illa við Trump en hefur áhyggjur af því að demókratar séu alltof langt til vinstri? Trump þarf líklega á þessum kjósendum að halda til að vinna. Nú geta þeir kosið Schultz,“ tísti Silver í gær. Bendir hann ennfremur á sögu óháðra framboða. Þannig hafi Ralph Nader vissulega tekið atkvæði af demókratanum Al Gore í kosningunum árið 2000 enda hafi hann boðið sig fram til vinstri við Gore. Miðjusæknari óháðir frambjóðendur hafi hins vegar tekið atkvæði tiltölulega jafnt af flokkunum tveimur.For instance, if Schultz runs on this message, isn't the core buyer a fiscally conservative voter who personally dislikes Trump but worries that the Democrat is way too far to the left? Trump probably needs those voters to win. Now they can vote Schultz. https://t.co/O6eoXQmGhC pic.twitter.com/dFDuCjSYAq— Nate Silver (@NateSilver538) January 26, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira