Holloway tekur þátt í viskístríði Conors og Jameson Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. janúar 2019 23:00 Holloway mætti í höfuðstöðvar Jameson um helgina. mynd/twitter Írinn Conor McGregor ruddist inn á viskímarkaðinn á síðasta ári með Proper Twelve viskíið sitt. Markmið hans var einfalt - að verða stærri en Jameson. Salan á viskíinu hans Conors ku hafa gengið vel en það er líklega nokkuð í land að hann nái Jameson. Menn þar á bæ finna þó örugglega fyrir samkeppninni því þeir hafa brugðist við henni. Þeir fengu nefnilega fjaðurvigtarmeistara UFC, Max Holloway, til þess að auglýsa fyrir sig en Holloway var mættur til Dublin um nýliðna helgi. Þar sagði hann að Jameson væri ekki vatnsþynnt viskí. Augljóst skot á Conor.238 years of innovation, hard work, and unmatched quality. Not a watered down trend. A true pillar of Ireland, supporting the hard working families in Dublin for generations. Thank you @jamesonwhiskey for the hospitality. The number one Irish whiskey in the world #sinemetupic.twitter.com/9fVzu9Lvic — Max Holloway (@BlessedMMA) January 26, 2019 Conor hefur lengi dreymt um að fá að berjast á Croke Park í Dublin og Holloway lagði leið sína þangað til þess að skoða aðstæður. Hvur veit nema hann berjist við Conor þar á þessu ári?Pleasure to welcome @BlessedMMA Max Holloway on a tour of #CrokePark this weekend! pic.twitter.com/7W9HQsM5RS — Croke Park (@CrokePark) January 27, 2019 Margir kalla eftir því að næsti bardagi Conors verði gegn Max Holloway sem var stórkostlegur gegn Brian Ortega í Kanada í byrjun desember. Það væri líka mjög eðlilegt að láta þá mætast. Þeir mættust í ágúst árið 2013 og þá hafði Conor betur á dómaraákvörðun. Síðan þá hefur Holloway barist þrettán sinnum og unnið alla þá bardaga. Dana White, forseti UFC, vill að Holloway fari upp um flokk enda niðurskurðurinn í fjaðurvigtinni erfiður fyrir hann. Rétt eins og hann var fyrir Conor áður en hann færði sig upp. Það væru margir til í að sjá Conor og Holloway mætast á nýjan leik og ekki væri verra ef sá bardagi færi fram á hinum glæsilega Croke Park. MMA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
Írinn Conor McGregor ruddist inn á viskímarkaðinn á síðasta ári með Proper Twelve viskíið sitt. Markmið hans var einfalt - að verða stærri en Jameson. Salan á viskíinu hans Conors ku hafa gengið vel en það er líklega nokkuð í land að hann nái Jameson. Menn þar á bæ finna þó örugglega fyrir samkeppninni því þeir hafa brugðist við henni. Þeir fengu nefnilega fjaðurvigtarmeistara UFC, Max Holloway, til þess að auglýsa fyrir sig en Holloway var mættur til Dublin um nýliðna helgi. Þar sagði hann að Jameson væri ekki vatnsþynnt viskí. Augljóst skot á Conor.238 years of innovation, hard work, and unmatched quality. Not a watered down trend. A true pillar of Ireland, supporting the hard working families in Dublin for generations. Thank you @jamesonwhiskey for the hospitality. The number one Irish whiskey in the world #sinemetupic.twitter.com/9fVzu9Lvic — Max Holloway (@BlessedMMA) January 26, 2019 Conor hefur lengi dreymt um að fá að berjast á Croke Park í Dublin og Holloway lagði leið sína þangað til þess að skoða aðstæður. Hvur veit nema hann berjist við Conor þar á þessu ári?Pleasure to welcome @BlessedMMA Max Holloway on a tour of #CrokePark this weekend! pic.twitter.com/7W9HQsM5RS — Croke Park (@CrokePark) January 27, 2019 Margir kalla eftir því að næsti bardagi Conors verði gegn Max Holloway sem var stórkostlegur gegn Brian Ortega í Kanada í byrjun desember. Það væri líka mjög eðlilegt að láta þá mætast. Þeir mættust í ágúst árið 2013 og þá hafði Conor betur á dómaraákvörðun. Síðan þá hefur Holloway barist þrettán sinnum og unnið alla þá bardaga. Dana White, forseti UFC, vill að Holloway fari upp um flokk enda niðurskurðurinn í fjaðurvigtinni erfiður fyrir hann. Rétt eins og hann var fyrir Conor áður en hann færði sig upp. Það væru margir til í að sjá Conor og Holloway mætast á nýjan leik og ekki væri verra ef sá bardagi færi fram á hinum glæsilega Croke Park.
MMA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira