Díana vakti athygli á málinu á Facebook í dag og birti myndir af símanum með færslunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er síminn afar illa farinn og sótugur.
Hún segir að þegar niður var komið hafi hæðin þegar verið orðin full af reyk og gólfið þakið sóti.
„Við þurftum að skúra gólfið þrisvar og þurrka af öllu, það er svart sót yfir öllu hérna,“ segir Díana.
Síminn er af gerðinni Samsung og í eigu níu ára dóttur Díönu. Díana segist ekki vita hvað síminn er gamall eða hvar hann er keyptur, en hann sé þó kominn til ára sinna. Hún segir það mikla mildi að ekki hafi farið verr.
„Ég var að tala við tryggingafélagið og þau ætla að koma aftur og skoða þetta,“ segir Díana. „Ég er bara ógeðslega fegin að hann var ekki inni í herbergi hjá stelpunni.“
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttir eru fluttar af símasprengingum sem þessum. Árið 2017 sprakk rafhlaða í Samsung-síma Ásgerðar Pálsdóttur þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. Þá hefur ítrekað verið fjallað um bilanir í Samsung-símum, einkum af gerðinni Galaxy Note 7, síðustu ár en fjölmörg dæmi eru um að kviknað hafi í þeim vegna ofhitnunar.