500 hillumetrar af skjölum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2019 06:15 Guðmundur, forstöðumaður Skjala-og myndasafns Norðfjarðar, við vinnuborðið sitt. Mynd/Magnús Stefánsson Við reynum að safna sem mestum heimildum um okkar svæði, viljum eiga sögu byggðarinnar, útgerðarinnar og mannlífsins og erum með um 500 hillumetra af skjölum og talsvert á annað hundrað þúsund myndir,“ segir Guðmundur Sveinsson, forstöðumaður Skjala- og myndasafns Norðfjarðar, og rifjar upp sögu safnsins í fáum orðum, í tilefni 40 ára afmælis þess. „Við sem sátum í safnanefnd bæjarins fórum að ræða þörf fyrir svona safn árið 1978. Í janúar 1979 ákvað bæjarstjórn að því skyldi komið á laggirnar. Svo ég er búinn að vera að dunda í þessu í rúmlega fjörutíu ár, því við vorum byrjuð að sanka að okkur efni áður en safnið varð til.“ Guðmundur segir safnið hafa vaxið jafnt og þétt. „Ég vil að fólk sem ætlar með skjöl, bréf eða myndir á haugana komi frekar með slíkt til mín og leyfi efninu að njóta vafans. Við verðum að láta okkur varða allt sem snertir þetta byggðarlag ef við ætlum að halda í söguna okkar. Það gera ekki aðrir fyrir okkur.“ Spurður hvort hann sé einn á skjalasafninu svarar Guðmundur: „Svona safn verður ekki til hjá einhverjum einum en ég er eini starfsmaðurinn. Við eigum samtaka fólk í þessum málum, vil ég meina. Það hringdi nú maður í mig bara í fyrradag og spurði hvort ég vildi 6.100 skuggamyndir, faðir hans tók þær og ég veit að hann átti góða myndavél. Annar kom með albúm í fyrradag.“ Hann segir alla sem vilja geta skoðað muni safnsins, eftir samkomulagi. „Síðan erum við á hverju einasta þriðjudagskvöldi í Safnahúsinu með óþekktar myndir. Þá kemur hópur öldungaráðið til að hjálpa mér að þekkja og greina myndir. Svo eru þær skráðar og settar í sérbúin umslög.“ Norðfirðingar eiga myndarlegt safnahús, upphaflega byggt af Sameinuðu íslensku verslununum 1922-23. Það hýsir þrjú söfn, Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar, Sjóminja- og smiðjusafn Jósafats Hinrikssonar og Náttúrugripasafn Neskaupstaðar. Skjala- og myndasafnið er annars staðar. „En við erum að stefna að því að koma því í næsta hús við Minjasafnið,“ segir Guðmundur. „Það eru draumar safnamanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum Sjá meira
Við reynum að safna sem mestum heimildum um okkar svæði, viljum eiga sögu byggðarinnar, útgerðarinnar og mannlífsins og erum með um 500 hillumetra af skjölum og talsvert á annað hundrað þúsund myndir,“ segir Guðmundur Sveinsson, forstöðumaður Skjala- og myndasafns Norðfjarðar, og rifjar upp sögu safnsins í fáum orðum, í tilefni 40 ára afmælis þess. „Við sem sátum í safnanefnd bæjarins fórum að ræða þörf fyrir svona safn árið 1978. Í janúar 1979 ákvað bæjarstjórn að því skyldi komið á laggirnar. Svo ég er búinn að vera að dunda í þessu í rúmlega fjörutíu ár, því við vorum byrjuð að sanka að okkur efni áður en safnið varð til.“ Guðmundur segir safnið hafa vaxið jafnt og þétt. „Ég vil að fólk sem ætlar með skjöl, bréf eða myndir á haugana komi frekar með slíkt til mín og leyfi efninu að njóta vafans. Við verðum að láta okkur varða allt sem snertir þetta byggðarlag ef við ætlum að halda í söguna okkar. Það gera ekki aðrir fyrir okkur.“ Spurður hvort hann sé einn á skjalasafninu svarar Guðmundur: „Svona safn verður ekki til hjá einhverjum einum en ég er eini starfsmaðurinn. Við eigum samtaka fólk í þessum málum, vil ég meina. Það hringdi nú maður í mig bara í fyrradag og spurði hvort ég vildi 6.100 skuggamyndir, faðir hans tók þær og ég veit að hann átti góða myndavél. Annar kom með albúm í fyrradag.“ Hann segir alla sem vilja geta skoðað muni safnsins, eftir samkomulagi. „Síðan erum við á hverju einasta þriðjudagskvöldi í Safnahúsinu með óþekktar myndir. Þá kemur hópur öldungaráðið til að hjálpa mér að þekkja og greina myndir. Svo eru þær skráðar og settar í sérbúin umslög.“ Norðfirðingar eiga myndarlegt safnahús, upphaflega byggt af Sameinuðu íslensku verslununum 1922-23. Það hýsir þrjú söfn, Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar, Sjóminja- og smiðjusafn Jósafats Hinrikssonar og Náttúrugripasafn Neskaupstaðar. Skjala- og myndasafnið er annars staðar. „En við erum að stefna að því að koma því í næsta hús við Minjasafnið,“ segir Guðmundur. „Það eru draumar safnamanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum Sjá meira