Einn af þremur styður veggjöld Kjartan Hreinn Njálsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. janúar 2019 06:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Meirihluti landsmanna, eða 56,1 prósent aðspurðra, er frekar eða mjög andvígur hugmyndum um að veggjöld verði innheimt til að fjármagna uppbyggingu helstu stofnleiða samgöngukerfisins samkvæmt könnun sem Zenter gerði að beiðni Fréttablaðsins. Einn af hverjum þremur er frekar eða mjög hlynntur slíkum hugmyndum. Í nýrri samgönguáætlun til næstu 15 ára sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fyrir Alþingi er að finna tillögur um að innleiða veggjöld, bæði til að mæta fyrirsjáanlegri minnkun á tekjum ríkisins af sérstökum gjöldum á eldsneyti og flýta brýnum endurbótum og uppbyggingu vegakerfisins. „Mér finnst merkilega mikill stuðningur við veggjöld í ljósi þess að engar útfærslur liggja fyrir,“ segir Sigurður Ingi. „Og sömuleiðis í ljósi þess að um umtalsverðar kerfisbreytingar er að ræða.“ Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að 32,6 prósent eru mjög andvíg hugmyndum um veggjöld en aðeins 9,8 prósent eru mjög fylgjandi veggjöldum. Mestur er stuðningurinn meðal íbúa á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðurlandi, eða á bilinu 39 til 41 prósent. Flestir er mótfallnir veggjöldum á Suðurlandi og á Reykjanesi, eða 74 og 70 prósent. Rétt rúmlega helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins er mótfallinn hugmyndum um veggjöld, eða 54 prósent, en 34 prósent höfuðborgarbúa sögðust hlynnt slíkum hugmyndum. Niðurstöðurnar leiða jafnframt í ljós að fólk sem lokið hefur framhaldsnámi í háskóla er marktækt hlynntara veggjöldum en aðrir menntunarhópar, eða 45 prósent. „Það er ágætt að rifja það upp að þegar Hvalfjarðargöng komu til sögunnar vorum við á svipuðum stað í umræðunni. Þá voru á milli 70 og 80 prósent þjóðarinnar á móti Hvalfjarðargöngum og stór meirihluti ætlaði aldrei að keyra þau,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguáætlunin er nú til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd og bíður síðari umræðu. Könnun Zenter var netkönnun sem gerð var dagana 18. til 22. janúar. Úrtakið var 3.100 einstaklingar og svarhlutfallið 41,5 prósent. Gögn voru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið var tillit til kyns, aldurs og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vegtollar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Meirihluti landsmanna, eða 56,1 prósent aðspurðra, er frekar eða mjög andvígur hugmyndum um að veggjöld verði innheimt til að fjármagna uppbyggingu helstu stofnleiða samgöngukerfisins samkvæmt könnun sem Zenter gerði að beiðni Fréttablaðsins. Einn af hverjum þremur er frekar eða mjög hlynntur slíkum hugmyndum. Í nýrri samgönguáætlun til næstu 15 ára sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fyrir Alþingi er að finna tillögur um að innleiða veggjöld, bæði til að mæta fyrirsjáanlegri minnkun á tekjum ríkisins af sérstökum gjöldum á eldsneyti og flýta brýnum endurbótum og uppbyggingu vegakerfisins. „Mér finnst merkilega mikill stuðningur við veggjöld í ljósi þess að engar útfærslur liggja fyrir,“ segir Sigurður Ingi. „Og sömuleiðis í ljósi þess að um umtalsverðar kerfisbreytingar er að ræða.“ Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að 32,6 prósent eru mjög andvíg hugmyndum um veggjöld en aðeins 9,8 prósent eru mjög fylgjandi veggjöldum. Mestur er stuðningurinn meðal íbúa á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðurlandi, eða á bilinu 39 til 41 prósent. Flestir er mótfallnir veggjöldum á Suðurlandi og á Reykjanesi, eða 74 og 70 prósent. Rétt rúmlega helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins er mótfallinn hugmyndum um veggjöld, eða 54 prósent, en 34 prósent höfuðborgarbúa sögðust hlynnt slíkum hugmyndum. Niðurstöðurnar leiða jafnframt í ljós að fólk sem lokið hefur framhaldsnámi í háskóla er marktækt hlynntara veggjöldum en aðrir menntunarhópar, eða 45 prósent. „Það er ágætt að rifja það upp að þegar Hvalfjarðargöng komu til sögunnar vorum við á svipuðum stað í umræðunni. Þá voru á milli 70 og 80 prósent þjóðarinnar á móti Hvalfjarðargöngum og stór meirihluti ætlaði aldrei að keyra þau,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguáætlunin er nú til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd og bíður síðari umræðu. Könnun Zenter var netkönnun sem gerð var dagana 18. til 22. janúar. Úrtakið var 3.100 einstaklingar og svarhlutfallið 41,5 prósent. Gögn voru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið var tillit til kyns, aldurs og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vegtollar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira