Munu ekki styðja stórfelldar skattahækkanir á suðvesturhornið Andri Eysteinsson skrifar 20. janúar 2019 13:37 Þingmennirnir sem voru gestir á Sprengisandi í dag gagnrýna útfærslu ríkisstjórnarinnar á vegtollum. Vísir/Pjetur Tillögur um veggjöld eru ekki fullmótaðar og þarf Alþingi að fara miklu betur yfir málið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Í öðrum hluta þáttarins snerust umræður að veggjöldum og sátu auk Þorgerðar, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á rökstólum. Óli Björn Kárason hóf umræður og lýsti afstöðu sinni til tillaganna. Óli Björn sagðist vera fylgjandi þess að menn borgi fyrir það sem þeir nota en varaði við því að of geyst yrði farið í álagningu veggjalda. „Veggjöld mega ekki vera skjól til að hækka álögur á heimili og fyrirtæki“ sagði Óli Björn. Óli Björn sagði afstöðu sína liggja fyrir, hann muni ekki taka þátt í því að leggja veggjöld sé í þeim skjól til þess að hækka álögur.Suðvesturhornið skilið eftir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tók næst til máls og tók undir með Óla Birni. Þorgerður sagðist ekki vera mótfallin veggjöldum. „Ég er hlynnt því að við nálgumst þetta í heild sinni, við erum hérna með bifreiðaskatt sem fer bara 40% af í vegakerfið, þetta er ekki fullmótuð tillaga.“ Þorgerður sagðist einnig þykja það miður að flumbrugangur ríkisstjórnarinnar fyrir áramót væri að eyðileggja hugmyndina um veggjöld. „Það liggur alveg ljóst fyrir að við munum ekki styðja stórfelldar skattahækkanir á suðvesturhornið,“ sagði Þorgerður Katrín. Formaðurinn sagði einnig að búið væri að skilja suðvesturhornið eftir, nauðbeygt til að fara inn í nýtt fyrirkomulag. Áður hafi fjármagnaðar framkvæmdir að hluta til innan samgönguáætlunar en nú er nýtt fyrirkomulag boðað, það fæli í sér skattahækkanir á heimili og fyrirtæki. Um veggjöldin sagði Þorgerður svo, Þetta er óútfært og þarf að fara miklu betur í þetta. Ég er sannfærð um að það sé hægt að ná samkomulagi þvert á flokka. Ekki um að ræða einstök veggjöld Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók til máls og benti á að ekki sé um að ræða einstök veggjöld líkt og þau sem voru í Hvalfjarðargöngunum, veggjöld sem ætlað er að borga upp einstaka framkvæmd. Hér sé um að ræða almennan vegaskatt sem leggst á fólk, óháð tekjum. Helga Vala veltir því einnig fyrir sér hvernig ríkisstjórnin ætlar að réttlæta það að leggja á vegaskatt og nota svo peningana í annað. Enginn gestur sem komið hefur fyrir Umhverfis- og samgöngunefnd hafi rætt þetta.Hlýða má á umræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Alþingi Samgöngur Sprengisandur Stj.mál Vegtollar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Tillögur um veggjöld eru ekki fullmótaðar og þarf Alþingi að fara miklu betur yfir málið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Í öðrum hluta þáttarins snerust umræður að veggjöldum og sátu auk Þorgerðar, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á rökstólum. Óli Björn Kárason hóf umræður og lýsti afstöðu sinni til tillaganna. Óli Björn sagðist vera fylgjandi þess að menn borgi fyrir það sem þeir nota en varaði við því að of geyst yrði farið í álagningu veggjalda. „Veggjöld mega ekki vera skjól til að hækka álögur á heimili og fyrirtæki“ sagði Óli Björn. Óli Björn sagði afstöðu sína liggja fyrir, hann muni ekki taka þátt í því að leggja veggjöld sé í þeim skjól til þess að hækka álögur.Suðvesturhornið skilið eftir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tók næst til máls og tók undir með Óla Birni. Þorgerður sagðist ekki vera mótfallin veggjöldum. „Ég er hlynnt því að við nálgumst þetta í heild sinni, við erum hérna með bifreiðaskatt sem fer bara 40% af í vegakerfið, þetta er ekki fullmótuð tillaga.“ Þorgerður sagðist einnig þykja það miður að flumbrugangur ríkisstjórnarinnar fyrir áramót væri að eyðileggja hugmyndina um veggjöld. „Það liggur alveg ljóst fyrir að við munum ekki styðja stórfelldar skattahækkanir á suðvesturhornið,“ sagði Þorgerður Katrín. Formaðurinn sagði einnig að búið væri að skilja suðvesturhornið eftir, nauðbeygt til að fara inn í nýtt fyrirkomulag. Áður hafi fjármagnaðar framkvæmdir að hluta til innan samgönguáætlunar en nú er nýtt fyrirkomulag boðað, það fæli í sér skattahækkanir á heimili og fyrirtæki. Um veggjöldin sagði Þorgerður svo, Þetta er óútfært og þarf að fara miklu betur í þetta. Ég er sannfærð um að það sé hægt að ná samkomulagi þvert á flokka. Ekki um að ræða einstök veggjöld Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók til máls og benti á að ekki sé um að ræða einstök veggjöld líkt og þau sem voru í Hvalfjarðargöngunum, veggjöld sem ætlað er að borga upp einstaka framkvæmd. Hér sé um að ræða almennan vegaskatt sem leggst á fólk, óháð tekjum. Helga Vala veltir því einnig fyrir sér hvernig ríkisstjórnin ætlar að réttlæta það að leggja á vegaskatt og nota svo peningana í annað. Enginn gestur sem komið hefur fyrir Umhverfis- og samgöngunefnd hafi rætt þetta.Hlýða má á umræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Samgöngur Sprengisandur Stj.mál Vegtollar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira