Landslagsvernd Ingimundur Gíslason skrifar 31. janúar 2019 07:00 Fátt er skemmtilegra en að ferðast um Suðurlandsundirlendið í björtu veðri og virða fyrir sér fjöllin úti við sjóndeildarhringinn allt frá Botnsúlum til Eyjafjallajökuls. Og fátt er leiðinlegra en að aka um Smálöndin í Suður-Svíþjóð þar sem stórfelld skógrækt hefur nær útrýmt opnu landslagi sem var þar einkennandi fyrr á tímum. Nú ekur maður þar tímunum saman í djúpu gili þar sem þéttur veggur barrtrjáa er til beggja handa. Útsýni takmarkast þar að mestu leyti við veginn beint fram undan. Sama má segja um víðáttumikil landssvæði í Suður-Afríku en þar hafa evrópsk stórfyrirtæki, sem framleiða pappír, gróðursett hraðvaxta evkalyptustré í stórum stíl. En nú eru blikur á lofti á Suðurlandi. Mikil trjárækt og skógrækt er smátt og smátt að breyta landslagsmyndinni. Þetta er að gerast hægt en örugglega. Nú þegar hafa orðið til trjágöng meðfram þjóðvegum á nokkrum stöðum. Háar aspir í röð með fram vegum, til dæmis á leiðinni að Flúðum, Reykholti og Hvolsvelli, draga úr útsýni til fjalla. Þá eru víða að verða til stór skógarflæmi. Hvað segja skipulagsyfirvöld á hverjum stað um þessa þróun mála? Ef heldur fram sem horfir munu afkomendur okkar aka um vegi Suðurlands í djúpum, dimmum skógargiljum eftir 50 ár. Sænski söngvarinn Ulf Lundell söng einu sinni „Jag trivs best i öppna landskap” eða „Ég kann best við mig í opnu landslagi“. Og ég þekki dæmi þess að Evrópusambandið styrki bændur sem eru að draga úr nautgriparækt á búum sínum með verulegu fjárframlagi gegn því að þeir sjái til þess að beitiland haldist opið og að nærliggjandi skógur nái ekki að breiðast þar yfir. Skógar veita skjól sem margt fólk sækist eftir en einhver takmörk hljóta að verða á fórnarkostnaðnum í því sambandi. Og má ég þá frekar biðja um hressandi sunnlenskt slagveður. Verndum hið opna landslag!Höfundur er augnlæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Fátt er skemmtilegra en að ferðast um Suðurlandsundirlendið í björtu veðri og virða fyrir sér fjöllin úti við sjóndeildarhringinn allt frá Botnsúlum til Eyjafjallajökuls. Og fátt er leiðinlegra en að aka um Smálöndin í Suður-Svíþjóð þar sem stórfelld skógrækt hefur nær útrýmt opnu landslagi sem var þar einkennandi fyrr á tímum. Nú ekur maður þar tímunum saman í djúpu gili þar sem þéttur veggur barrtrjáa er til beggja handa. Útsýni takmarkast þar að mestu leyti við veginn beint fram undan. Sama má segja um víðáttumikil landssvæði í Suður-Afríku en þar hafa evrópsk stórfyrirtæki, sem framleiða pappír, gróðursett hraðvaxta evkalyptustré í stórum stíl. En nú eru blikur á lofti á Suðurlandi. Mikil trjárækt og skógrækt er smátt og smátt að breyta landslagsmyndinni. Þetta er að gerast hægt en örugglega. Nú þegar hafa orðið til trjágöng meðfram þjóðvegum á nokkrum stöðum. Háar aspir í röð með fram vegum, til dæmis á leiðinni að Flúðum, Reykholti og Hvolsvelli, draga úr útsýni til fjalla. Þá eru víða að verða til stór skógarflæmi. Hvað segja skipulagsyfirvöld á hverjum stað um þessa þróun mála? Ef heldur fram sem horfir munu afkomendur okkar aka um vegi Suðurlands í djúpum, dimmum skógargiljum eftir 50 ár. Sænski söngvarinn Ulf Lundell söng einu sinni „Jag trivs best i öppna landskap” eða „Ég kann best við mig í opnu landslagi“. Og ég þekki dæmi þess að Evrópusambandið styrki bændur sem eru að draga úr nautgriparækt á búum sínum með verulegu fjárframlagi gegn því að þeir sjái til þess að beitiland haldist opið og að nærliggjandi skógur nái ekki að breiðast þar yfir. Skógar veita skjól sem margt fólk sækist eftir en einhver takmörk hljóta að verða á fórnarkostnaðnum í því sambandi. Og má ég þá frekar biðja um hressandi sunnlenskt slagveður. Verndum hið opna landslag!Höfundur er augnlæknir
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar