Guaidó í farbann og eignir frystar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. janúar 2019 07:21 Juan Guaidó segir forseta landsins, Nicolás Maduro, vera valdaræningja. vísir/afp Hæstiréttur Venesúela hefur bannað leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, Juan Guaídó, að yfirgefa landið og þá hafa bankareikningar hans verið frystir. Í erlendum miðlum er ákvörðunin rakin beint til ólgunnar sem komin er upp í þarlendum stjórnmálum, ekki síst eftir að Guaidó lýsti því yfir í síðustu viku að hann væri hinn réttkjörni forseti þjóðarinnar. Guaidó nýtur stuðnings fjölda vestrænna ríkja, þeirra stærst eru Bandaríkin sem lögðu á dögunum viðskiptaþvinganir á ríkiolíufélag Venesúela. Forseti landsins, Nicolás Maduro, á sér þó einnig öfluga bandamenn, til að mynda Rússa. Maduro sagði í samtali við rússneska fjölmiðla að hann væri reiðubúinn að setjast niður með fulltrúum stjórnarandstöðunnar með það fyrir augum að höggva á hnútinn. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að stuðningsmenn hennar taki þátt í friðsælum fjöldamótmælum í dag. Til stendur að mótmælin standi yfir í tvær klukkustundir en óljóst er hvort Guaidó sjái sér fært að taka þátt. Þrátt fyrir að fjöldamótmæli hafi sett svip sinn á Venesúela á undanförnum árum hafa þau færst í aukana frá 10. janúar síðastliðnum, þegar annað kjörtímabil Maduro hófst formlega. Talið er að hið minnsta 40 manns hafi látið lífið og að hundruð mótmælenda hafi verið handteknir í tengslum við mótmælin frá 21.janúar. Þá hafa milljónir flúið landið vegna bágs efnahagsástands, sem endurspeglast meðal annars í matar- og lyfjaskorti. Venesúela Tengdar fréttir Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna. 28. janúar 2019 21:52 Venesúelamenn vilja vestræn vopn Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nicolás Maduro forseta af stóli. 30. janúar 2019 07:00 Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Hæstiréttur Venesúela hefur bannað leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, Juan Guaídó, að yfirgefa landið og þá hafa bankareikningar hans verið frystir. Í erlendum miðlum er ákvörðunin rakin beint til ólgunnar sem komin er upp í þarlendum stjórnmálum, ekki síst eftir að Guaidó lýsti því yfir í síðustu viku að hann væri hinn réttkjörni forseti þjóðarinnar. Guaidó nýtur stuðnings fjölda vestrænna ríkja, þeirra stærst eru Bandaríkin sem lögðu á dögunum viðskiptaþvinganir á ríkiolíufélag Venesúela. Forseti landsins, Nicolás Maduro, á sér þó einnig öfluga bandamenn, til að mynda Rússa. Maduro sagði í samtali við rússneska fjölmiðla að hann væri reiðubúinn að setjast niður með fulltrúum stjórnarandstöðunnar með það fyrir augum að höggva á hnútinn. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að stuðningsmenn hennar taki þátt í friðsælum fjöldamótmælum í dag. Til stendur að mótmælin standi yfir í tvær klukkustundir en óljóst er hvort Guaidó sjái sér fært að taka þátt. Þrátt fyrir að fjöldamótmæli hafi sett svip sinn á Venesúela á undanförnum árum hafa þau færst í aukana frá 10. janúar síðastliðnum, þegar annað kjörtímabil Maduro hófst formlega. Talið er að hið minnsta 40 manns hafi látið lífið og að hundruð mótmælenda hafi verið handteknir í tengslum við mótmælin frá 21.janúar. Þá hafa milljónir flúið landið vegna bágs efnahagsástands, sem endurspeglast meðal annars í matar- og lyfjaskorti.
Venesúela Tengdar fréttir Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna. 28. janúar 2019 21:52 Venesúelamenn vilja vestræn vopn Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nicolás Maduro forseta af stóli. 30. janúar 2019 07:00 Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna. 28. janúar 2019 21:52
Venesúelamenn vilja vestræn vopn Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nicolás Maduro forseta af stóli. 30. janúar 2019 07:00
Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00