„Keppnin er einn alstærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið í Ísrael. Miklir hagsmunir eru í húfi. Keppnin er glansmynd, lygi, hvítþvottur, áróðursvél og svikamylla. Okkar markmið er að afhjúpa þessa svikamyllu.“ Þetta sögðu þeir í viðtali hjá RÚV.
Þeir segjast ætla að beita öllum brögðum til að framfylgja markmiðum sínum og hluti af því sé þaulæft tónlistaratriði, dúndrandi teknó og ádeilutexti.
Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara Hatara, segir að uppgangur popúlisma í Evrópu hafi orðið þeim innblástur.
„Ég held að þátttakandi Íslands í samhengi þessarar keppni þurfi að gera sér grein fyrir glansmyndinni sem reynt er að draga upp. Við förum inn með skírt markmið, að afhjúpa þessa glansmynd.“
Ekki ríkir þó einhugur um leið hljómsveitarmeðlimanna að markmiðum sínum því ýmsir netverjar á Twitter gagnrýndu Hatara fyrir uppátækið. Sema Erla Serdar er ein af þeim.
Hún sagði að með þátttökunni sé Hatari ekki að styðja Palestínu. „Þvert á móti eru þeir að hagnast á þjáningum Palestínumanna með því að fá athygli út á það.“
#Hatari er ekki að styðja Palestínu með þátttöku sinni og gjörningum í #Eurovision. Þvert á móti eru þeir að hagnast á þjáningum Palestínumanna með því að fá athygli út á það! #12stig
— Sema Erla (@semaerla) February 9, 2019
„Það getur vel verið að hjarta þeirra slái réttu megin múrsins, en að baða sig í ísraelsku sviðsljósi er ekki stuðningur sem ég hef heyrt íbúa Palestínu óska eftir, ólíkt sniðgöngu.“
Að kjósa Hatara er ekki stuðningur við Palestínu - heldur stuðningur við Hatara. Það getur vel verið að hjarta þeirra slái réttu megin múrsins, en að baða sig í ísraelsku sviðsljósi er ekki stuðningur sem ég hef heyrt íbúa Palestínu óska eftir, ólíkt sniðgöngu #0stig
— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) February 9, 2019