Ragnheiður H. Magnúsdóttir hlaut UT-verðlaunin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 21:19 Ragnheiður H. Magnúsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson. Ragnheiður H. Magnúsdóttir hlaut í dag UT-verðlaun Ský en þau voru afhent á UT-messunni sem nú fer fram í Hörpu. Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands sem veitti verðlaunin í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ský. Ragnheiður er í dag forstöðumaður framkvæmda hjá Veitum en var áður framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar í sex ár og sinnti breytingastjórnunarverkefni hjá Marel. „Ragnheiður hefur setið í stjórn Samtaka vefiðnaðarins, stjórn Ský, verið formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja hjá SUT og hefur svo sannarlega verið fyrirmynd fyrir konur í tækni. Segir valnefnd í rökstuðningi sínum að Ragnheiður hafi, að öðrum ólöstuðum, verið í fararbroddi þegar komi að því að halda mikilvægi upplýsingatæknigeirans á lofti og mikilvægi fjölbreytileika í þeim geira,“ segir í tilkynningu. UT-verðlaunin voru veitt í 10. sinn í dag en auk þeirra voru veitt þrjú önnur verðlaun:UT-fyrirtæki ársins er Nox Medical fyrir sérstaklega gott starf á árinu 2018, en það hefur skapað sér sérstöðu á sviði svefnrannsókna í heiminum og unnið til fjölda verðlauna fyrir rannsóknir sínar og verkefni. Fá íslensk tæknifyrirtæki hafa raunar fengið jafn mikla umfjöllun á þessu sviði.Leggja.is hlaut verðlaunin fyrir stafræna þjónustu en þjónusta þeirra þótti skara fram úr þegar kemur að því að einfalda daglegt líf fólks, enda gerir app þeirra fólki kleift að borga fyrir gjaldskyld bílastæði, sem veitir óumdeilanleg þægindi.UT-sprotann hlýtur Syndis, en fyrirtækið hefur verið áberandi á sviði öryggismála og fundið stóra galla í vörum og þjónustu stórra og þekktra fyrirtækja, nú síðast snjallúrum barna. Öryggislausnin Adversary, sem Syndis þróaði og tekur á hættum og ógnum vegna netárása, hefur jafnframt vakið mikla athygli á alþjóðavísu. Forseti Íslands Tækni Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ragnheiður H. Magnúsdóttir hlaut í dag UT-verðlaun Ský en þau voru afhent á UT-messunni sem nú fer fram í Hörpu. Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands sem veitti verðlaunin í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ský. Ragnheiður er í dag forstöðumaður framkvæmda hjá Veitum en var áður framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar í sex ár og sinnti breytingastjórnunarverkefni hjá Marel. „Ragnheiður hefur setið í stjórn Samtaka vefiðnaðarins, stjórn Ský, verið formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja hjá SUT og hefur svo sannarlega verið fyrirmynd fyrir konur í tækni. Segir valnefnd í rökstuðningi sínum að Ragnheiður hafi, að öðrum ólöstuðum, verið í fararbroddi þegar komi að því að halda mikilvægi upplýsingatæknigeirans á lofti og mikilvægi fjölbreytileika í þeim geira,“ segir í tilkynningu. UT-verðlaunin voru veitt í 10. sinn í dag en auk þeirra voru veitt þrjú önnur verðlaun:UT-fyrirtæki ársins er Nox Medical fyrir sérstaklega gott starf á árinu 2018, en það hefur skapað sér sérstöðu á sviði svefnrannsókna í heiminum og unnið til fjölda verðlauna fyrir rannsóknir sínar og verkefni. Fá íslensk tæknifyrirtæki hafa raunar fengið jafn mikla umfjöllun á þessu sviði.Leggja.is hlaut verðlaunin fyrir stafræna þjónustu en þjónusta þeirra þótti skara fram úr þegar kemur að því að einfalda daglegt líf fólks, enda gerir app þeirra fólki kleift að borga fyrir gjaldskyld bílastæði, sem veitir óumdeilanleg þægindi.UT-sprotann hlýtur Syndis, en fyrirtækið hefur verið áberandi á sviði öryggismála og fundið stóra galla í vörum og þjónustu stórra og þekktra fyrirtækja, nú síðast snjallúrum barna. Öryggislausnin Adversary, sem Syndis þróaði og tekur á hættum og ógnum vegna netárása, hefur jafnframt vakið mikla athygli á alþjóðavísu.
Forseti Íslands Tækni Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira