Veipsjoppur velta mörg hundruð milljónum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. febrúar 2019 06:00 Haukur Ingi Jónsson, eigandi Gryfjunnar, segir tölurnar sýna að rafrettur eru hjálpartæki þeirra sem vilja hætta tóbaksneyslu. Ólíkt því sem oft er fullyrt. Fréttablaðið/Anton Brink Fimm af helstu sérverslunum með rafrettur og nikótínvökva veltu alls hátt í sjö hundruð milljónum króna árið 2017. Merkja má töluverða tekjuaukningu milli ára samkvæmt ársreikningum. Á sama tíma og veipsjoppur fundu fyrir uppgangi og söluaukningu milli áranna 2016 og 2017 greindi ÁTVR á sama tíma frá því að tekjur af sölu tóbaks drógust saman í öllum flokkum. Einn eigenda veipverslunarinnar Gryfjunnar segir þetta sýna að veipur eru fyrst og fremst hjálpartæki til að hætta tóbaksneyslu fremur en nikótíngildra fyrir börn og unglinga eins og oft sé haldið fram. „Það er ekki söluaukning af því að börn og unglingar eru að kaupa þetta. Það eru bein tengsl á milli aukningar á sölu á veipi og minnkandi sölu á tóbaki,“ segir Haukur Ingi Jónsson, einn eigenda Gryfjunnar. Hann áætlar að 95 prósent viðskiptavina þeirra séu fólk sem er að reyna að hætta. Þegar ársreikningar fimm af helstu veipsjoppum landsins eru skoðaðir, og þá eru undanskildar verslanir sem selja veitingar og aðrar vörur fyrst og fremst, má sjá að sprenging varð árið 2017. Rekstrarfélög þeirra veltu hátt í sjö hundruð milljónum, velta og hagnaður jókst. En á sama tíma greindi ÁTVR frá því að sala reyktóbaks hefði dregist saman um 29 prósent, sala á sígarettum um 9,4 prósent og vindlum um 13 prósent. Meira að segja sala á neftóbaki dróst saman um tæp sex prósent. Tugir smásöluaðila með veiptengdan varning eru á Íslandi og því ljóst að velta greinarinnar í heild sinni er mun meiri en þessar tölur úttektar Fréttablaðsins gefur til kynna. Ný lög um rafrettur og áfyllingar taka gildi 1. mars 2019 og fela þau í stuttu máli í sér lögleiðingu á þessum varningi. Haukur Ingi kveðst eiga von á því að markaðurinn leiti jafnvægis á næsta ári enda hafi sprengingin í greininni þegar átt sér stað. „Sprengingin er búin. Þegar við byrjuðum fyrir fjórum árum voru kannski tvær búðir en í dag eru þær örugglega um þrjátíu,“ segir Haukur Ingi sem kveðst líkt og kollegar sínir fagna nýju lögunum sem kallað hafi verið eftir um árabil. Ekki væru allir sáttir en heilbrigðisráðherra hafi gert vel, þegar upp var staðið. Í úttekt Fréttablaðsins er söluaukningin milli ára hvergi jafn sýnileg og hjá verslunum Gryfjunnar og Polo Vape Shop, en báðar eru rótgrónar verslanir í bransanum ef svo má segja meðan hinar áttu sitt fyrsta rekstrarár árið 2016. Veltan jókst um 41 prósent hjá Gryfjunni milli ára en hjá Polo sexfaldaðist hún. Allar upplýsingar eru fengnar úr ársreikningum viðkomandi rekstrarfélaga fyrir árið 2017. Ársreikningar ársins 2018 liggja ekki fyrir. Haukur Ingi segir síðasta ár hafa verið mun jafnara en árið 2017. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Rafrettur Tengdar fréttir Læknaslagur á Facebook um veipur og rafrettur Lækna-Tómas og Guðmundur Karl kljást um rafrettur eða veipur. 21. janúar 2019 15:03 Skýrar vísbendingar um að rafrettur geti hjálpað reykingafólki Reykingafólk sem notar rafrettur til að hætta að reykja er tvöfalt líklegra til að takast ætlunarverkið en þeir sem nota hefðbundin hjálpartæki á borð við nikótíntyggjó eða -plástra. 31. janúar 2019 06:00 Óttast að kröfur um merkingar á rafrettuvökva villi um fyrir neytendum Ætlast er til þess að umbúðir áfyllinga í rafrettur verði allar merktar með viðvörun um innihald nikótíns, hvort sem vökvinn innihaldi nikótín eða ekki, samkvæmt reglugerð sem ráðherra hefur kynnt til umsagnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir málið furðulegt og villandi fyrir neytendur. 31. janúar 2019 18:45 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Fimm af helstu sérverslunum með rafrettur og nikótínvökva veltu alls hátt í sjö hundruð milljónum króna árið 2017. Merkja má töluverða tekjuaukningu milli ára samkvæmt ársreikningum. Á sama tíma og veipsjoppur fundu fyrir uppgangi og söluaukningu milli áranna 2016 og 2017 greindi ÁTVR á sama tíma frá því að tekjur af sölu tóbaks drógust saman í öllum flokkum. Einn eigenda veipverslunarinnar Gryfjunnar segir þetta sýna að veipur eru fyrst og fremst hjálpartæki til að hætta tóbaksneyslu fremur en nikótíngildra fyrir börn og unglinga eins og oft sé haldið fram. „Það er ekki söluaukning af því að börn og unglingar eru að kaupa þetta. Það eru bein tengsl á milli aukningar á sölu á veipi og minnkandi sölu á tóbaki,“ segir Haukur Ingi Jónsson, einn eigenda Gryfjunnar. Hann áætlar að 95 prósent viðskiptavina þeirra séu fólk sem er að reyna að hætta. Þegar ársreikningar fimm af helstu veipsjoppum landsins eru skoðaðir, og þá eru undanskildar verslanir sem selja veitingar og aðrar vörur fyrst og fremst, má sjá að sprenging varð árið 2017. Rekstrarfélög þeirra veltu hátt í sjö hundruð milljónum, velta og hagnaður jókst. En á sama tíma greindi ÁTVR frá því að sala reyktóbaks hefði dregist saman um 29 prósent, sala á sígarettum um 9,4 prósent og vindlum um 13 prósent. Meira að segja sala á neftóbaki dróst saman um tæp sex prósent. Tugir smásöluaðila með veiptengdan varning eru á Íslandi og því ljóst að velta greinarinnar í heild sinni er mun meiri en þessar tölur úttektar Fréttablaðsins gefur til kynna. Ný lög um rafrettur og áfyllingar taka gildi 1. mars 2019 og fela þau í stuttu máli í sér lögleiðingu á þessum varningi. Haukur Ingi kveðst eiga von á því að markaðurinn leiti jafnvægis á næsta ári enda hafi sprengingin í greininni þegar átt sér stað. „Sprengingin er búin. Þegar við byrjuðum fyrir fjórum árum voru kannski tvær búðir en í dag eru þær örugglega um þrjátíu,“ segir Haukur Ingi sem kveðst líkt og kollegar sínir fagna nýju lögunum sem kallað hafi verið eftir um árabil. Ekki væru allir sáttir en heilbrigðisráðherra hafi gert vel, þegar upp var staðið. Í úttekt Fréttablaðsins er söluaukningin milli ára hvergi jafn sýnileg og hjá verslunum Gryfjunnar og Polo Vape Shop, en báðar eru rótgrónar verslanir í bransanum ef svo má segja meðan hinar áttu sitt fyrsta rekstrarár árið 2016. Veltan jókst um 41 prósent hjá Gryfjunni milli ára en hjá Polo sexfaldaðist hún. Allar upplýsingar eru fengnar úr ársreikningum viðkomandi rekstrarfélaga fyrir árið 2017. Ársreikningar ársins 2018 liggja ekki fyrir. Haukur Ingi segir síðasta ár hafa verið mun jafnara en árið 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Rafrettur Tengdar fréttir Læknaslagur á Facebook um veipur og rafrettur Lækna-Tómas og Guðmundur Karl kljást um rafrettur eða veipur. 21. janúar 2019 15:03 Skýrar vísbendingar um að rafrettur geti hjálpað reykingafólki Reykingafólk sem notar rafrettur til að hætta að reykja er tvöfalt líklegra til að takast ætlunarverkið en þeir sem nota hefðbundin hjálpartæki á borð við nikótíntyggjó eða -plástra. 31. janúar 2019 06:00 Óttast að kröfur um merkingar á rafrettuvökva villi um fyrir neytendum Ætlast er til þess að umbúðir áfyllinga í rafrettur verði allar merktar með viðvörun um innihald nikótíns, hvort sem vökvinn innihaldi nikótín eða ekki, samkvæmt reglugerð sem ráðherra hefur kynnt til umsagnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir málið furðulegt og villandi fyrir neytendur. 31. janúar 2019 18:45 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Læknaslagur á Facebook um veipur og rafrettur Lækna-Tómas og Guðmundur Karl kljást um rafrettur eða veipur. 21. janúar 2019 15:03
Skýrar vísbendingar um að rafrettur geti hjálpað reykingafólki Reykingafólk sem notar rafrettur til að hætta að reykja er tvöfalt líklegra til að takast ætlunarverkið en þeir sem nota hefðbundin hjálpartæki á borð við nikótíntyggjó eða -plástra. 31. janúar 2019 06:00
Óttast að kröfur um merkingar á rafrettuvökva villi um fyrir neytendum Ætlast er til þess að umbúðir áfyllinga í rafrettur verði allar merktar með viðvörun um innihald nikótíns, hvort sem vökvinn innihaldi nikótín eða ekki, samkvæmt reglugerð sem ráðherra hefur kynnt til umsagnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir málið furðulegt og villandi fyrir neytendur. 31. janúar 2019 18:45