Hvetja íslenska nema til að halda sig við fyrirætlanir þrátt fyrir Brexit Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. febrúar 2019 19:30 Iselin Nybø, menntamálaráðherra Noregs, sagði nýlega í samtali við norska ríkisútvarpið að norskir námsmenn ættu að forðast það að sækja um nám í Bretlandi í haust. „Það er mikil óvissa vegna Brexit,“ sagði Nybø. „Ef að þú ert námsmaður frá Noregi og áætlar að leggja stund á nám erlendis í haust ráðlegg ég þér að líta til annarra landa en Bretlands.“ Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hvatti hinsvegar íslenska nemendur í samtali við Morgunblaðið að horfa til breskra háskóla þrátt fyrir Brexit. „Ég hvet stúdenta til að horfa til Bretlands eins og annarra landa þar sem öflugir háskólar eru starfræktir.“ Fulltrúar breskra háskóla eru nú staddir hér á landi til að svara þeirri spurningu hvort að óhætt sé að sækja um í breska háskóla og um rannsóknarsamstarf þar í landi. Það þarf ekki að koma á óvart að málflutningur þeirra er nær Lilju Alfreðsdóttur. „Við erum meðvituð um að það er mikil óvissa og það er óumflýjanlegt að fólk skuli spyrja spurninga,“ segir Vivienne Stern forstjóri UUKi regnhlífarsamtaka breskra háskóla. „Við erum ekki með öll svörin ennþá en stóra myndin er sú að þú ættir að halda plönum þínum óbreyttum ef þú ert að sækja um nám eða rannsóknarsamstarf í Bretlandi.“Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að markmiðið sé að breskir háskólar séu enn aðgengilegirfyrir erlenda nema eftir Brexit.Mynd/BaldurBreska háskólasamfélagið vonast til að ríkisstjórnin nái að semja um útgöngu við Evrópusambandið. Ef það tekst er bæði mennta- og rannsóknarsamstarf svo gott sem gulltryggð til að minnsta kosti 2020. „Hvað rannsóknarsamstarf varðar vitum við að það getur haldið áfram meira og minna óbreytt,“ segir hún. „Jafnvel ef að samkomulag næst ekki við Evrópusambandið hefur breska ríkisstjórnin tryggt að rannsóknarsamstarfi verður haldið áfram þar sem breskir rannsóknaraðilar eiga í hlut.“ Einnig er unnið að því að baktryggja námsmenn í því tilfelli að samningar náist ekki. Til dæmis hafa breska ríkisstjórnin og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lofað því að námsmenn sem eru nú hluti af Erasmus skiptinemaverkefninu geti haldið áfram að stunda nám sitt ótruflað. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að Bretland hafi í fjölda ára státað sig af fjölbreyttum námsmannahópi. Um 440 þúsund erlendir námsmenn stunda nám við breska háskóla um þessar mundir en markmiðið er að þeir verði jafn aðgengilegir og áður. „Við erum mjög vön því að taka á móti erlendum námsmönnum og undirstaða náms og styrkur breska skólakerfisins á að haldast óbreytt,“ segir Michael. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Iselin Nybø, menntamálaráðherra Noregs, sagði nýlega í samtali við norska ríkisútvarpið að norskir námsmenn ættu að forðast það að sækja um nám í Bretlandi í haust. „Það er mikil óvissa vegna Brexit,“ sagði Nybø. „Ef að þú ert námsmaður frá Noregi og áætlar að leggja stund á nám erlendis í haust ráðlegg ég þér að líta til annarra landa en Bretlands.“ Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hvatti hinsvegar íslenska nemendur í samtali við Morgunblaðið að horfa til breskra háskóla þrátt fyrir Brexit. „Ég hvet stúdenta til að horfa til Bretlands eins og annarra landa þar sem öflugir háskólar eru starfræktir.“ Fulltrúar breskra háskóla eru nú staddir hér á landi til að svara þeirri spurningu hvort að óhætt sé að sækja um í breska háskóla og um rannsóknarsamstarf þar í landi. Það þarf ekki að koma á óvart að málflutningur þeirra er nær Lilju Alfreðsdóttur. „Við erum meðvituð um að það er mikil óvissa og það er óumflýjanlegt að fólk skuli spyrja spurninga,“ segir Vivienne Stern forstjóri UUKi regnhlífarsamtaka breskra háskóla. „Við erum ekki með öll svörin ennþá en stóra myndin er sú að þú ættir að halda plönum þínum óbreyttum ef þú ert að sækja um nám eða rannsóknarsamstarf í Bretlandi.“Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að markmiðið sé að breskir háskólar séu enn aðgengilegirfyrir erlenda nema eftir Brexit.Mynd/BaldurBreska háskólasamfélagið vonast til að ríkisstjórnin nái að semja um útgöngu við Evrópusambandið. Ef það tekst er bæði mennta- og rannsóknarsamstarf svo gott sem gulltryggð til að minnsta kosti 2020. „Hvað rannsóknarsamstarf varðar vitum við að það getur haldið áfram meira og minna óbreytt,“ segir hún. „Jafnvel ef að samkomulag næst ekki við Evrópusambandið hefur breska ríkisstjórnin tryggt að rannsóknarsamstarfi verður haldið áfram þar sem breskir rannsóknaraðilar eiga í hlut.“ Einnig er unnið að því að baktryggja námsmenn í því tilfelli að samningar náist ekki. Til dæmis hafa breska ríkisstjórnin og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lofað því að námsmenn sem eru nú hluti af Erasmus skiptinemaverkefninu geti haldið áfram að stunda nám sitt ótruflað. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að Bretland hafi í fjölda ára státað sig af fjölbreyttum námsmannahópi. Um 440 þúsund erlendir námsmenn stunda nám við breska háskóla um þessar mundir en markmiðið er að þeir verði jafn aðgengilegir og áður. „Við erum mjög vön því að taka á móti erlendum námsmönnum og undirstaða náms og styrkur breska skólakerfisins á að haldast óbreytt,“ segir Michael.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira