New England Patriots er NFL-meistari í ameríska fótboltanum eftir 13-3 sigur á Los Angeles Rams í Super Bowl leiknum á sunnudagskvöldið en þetta var 53. úrslitaleikurinn í röðinni.
NFL-leikmenn eru margir hverjir mjög launaháir og þeir bestu eru með árslaun upp á hundruð milljóna í íslenskum krónum.
Undir lok síðasta árs tók YouTube-síðan Top Trending saman lista yfir tíu dýrustu heimili leikmanna í deildinni.
Það þarf kannski ekki að koma á óvart að Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, er á listanum en hann á einstaklega fallegt heimili með eiginkonu sinni Gisele Bündchen.
Hér að neðan má sjá flottustu húsin í NFL-deildinni.
