„Finninn fljúgandi“ er látinn Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2019 08:26 Matti Nykänen á Ólympíuleikunum í Calgary í Kanada árið 1988. Getty Matti Nykänen, einn fremsti íþróttamaður í sögu Finnlands, er látinn, 55 ára að aldri. Finnskir fjölmiðlar greina frá því að Nykänen, sem vann til fjölda verðlauna í skíðastökki á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum, hafi andast í nótt. Nykänen rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferlinum lauk, en hann glímdi við alkóhólisma og afplánaði nokkra fangelsisdóma, meðal annars fyrir hnífstunguárásir. „Finninn fljúgandi“ vann til fernra gullverðlauna á Ólympíuleikum og sex á heimsmeistaramótum. Á Ólympíuleikunum í Calgary árið 1988 varð hann fyrsti skíðastökkvarinn til að vinna til þrennra gullverðlauna á sömu leikum. Hann vann fyrstu gullverðlaun sín á heimsmeistaramóti árið 1982, þá átján ára gamall, auk þess að hann vann fjórum sinnum heimsbikarinn í skíðastökki – met sem hann deilir einungis með Pólverjanum Adam Małysz. Nykänen lagði skíðin á hilluna árið 1991.Vann mót ölvaður Að ferlinum loknum voru oft sagðar fréttir í finnskum fjölmiðlum af ósæmilegri og glæpsamlegri hegðun þessarar þjóðhetju Finnlands. Glíma Nykänen við áfengi hófst þegar hann var enn að keppa í skíðastökki og ágerðist eftir að ferlinum lauk. Í kvikmynd um manninn frá árinu 2006 sagði fyrrverandi landsliðsþjálfari Finnlands, Matti Pulli, frá keppni á þeim tíma þegar ferill Nykänen stóð sem hæst. „Ég man eitt sinn í Holmenkollen [í Noregi], þá fundum við Matti Nykänen ölvaðan og sofandi klukkan fjögur um nótt. Við héldum á honum upp í rúm og héldum að hann myndi ekki keppa daginn eftir. Vegna þoku var keppni frestað um tvær klukkustundir. Það gaf honum auka tvo tíma til að jafna sig. Hann var ekki allsgáður þegar keppnin stóð yfir, en hann stökk tíu metrum lengra en nokkur annar. Slíkir voru yfirburðirnir,“ segir Pulli.Matti Nykänen rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferli hans lauk.GettyStakk eiginkonu sína Árið 2004 var Nykänen dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa stungið nágranna sinn með hnífi. Sex árum síðar hlaut hann annan dóm fyrir að stinga þáverandi eiginkonu sína, Mervi Tapola, einnig með hnífi. Nykänen gekk alls fimm sinnum í hjónaband og eignaðist þrjú börn. Andlát Finnland Skíðasvæði Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira
Matti Nykänen, einn fremsti íþróttamaður í sögu Finnlands, er látinn, 55 ára að aldri. Finnskir fjölmiðlar greina frá því að Nykänen, sem vann til fjölda verðlauna í skíðastökki á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum, hafi andast í nótt. Nykänen rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferlinum lauk, en hann glímdi við alkóhólisma og afplánaði nokkra fangelsisdóma, meðal annars fyrir hnífstunguárásir. „Finninn fljúgandi“ vann til fernra gullverðlauna á Ólympíuleikum og sex á heimsmeistaramótum. Á Ólympíuleikunum í Calgary árið 1988 varð hann fyrsti skíðastökkvarinn til að vinna til þrennra gullverðlauna á sömu leikum. Hann vann fyrstu gullverðlaun sín á heimsmeistaramóti árið 1982, þá átján ára gamall, auk þess að hann vann fjórum sinnum heimsbikarinn í skíðastökki – met sem hann deilir einungis með Pólverjanum Adam Małysz. Nykänen lagði skíðin á hilluna árið 1991.Vann mót ölvaður Að ferlinum loknum voru oft sagðar fréttir í finnskum fjölmiðlum af ósæmilegri og glæpsamlegri hegðun þessarar þjóðhetju Finnlands. Glíma Nykänen við áfengi hófst þegar hann var enn að keppa í skíðastökki og ágerðist eftir að ferlinum lauk. Í kvikmynd um manninn frá árinu 2006 sagði fyrrverandi landsliðsþjálfari Finnlands, Matti Pulli, frá keppni á þeim tíma þegar ferill Nykänen stóð sem hæst. „Ég man eitt sinn í Holmenkollen [í Noregi], þá fundum við Matti Nykänen ölvaðan og sofandi klukkan fjögur um nótt. Við héldum á honum upp í rúm og héldum að hann myndi ekki keppa daginn eftir. Vegna þoku var keppni frestað um tvær klukkustundir. Það gaf honum auka tvo tíma til að jafna sig. Hann var ekki allsgáður þegar keppnin stóð yfir, en hann stökk tíu metrum lengra en nokkur annar. Slíkir voru yfirburðirnir,“ segir Pulli.Matti Nykänen rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferli hans lauk.GettyStakk eiginkonu sína Árið 2004 var Nykänen dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa stungið nágranna sinn með hnífi. Sex árum síðar hlaut hann annan dóm fyrir að stinga þáverandi eiginkonu sína, Mervi Tapola, einnig með hnífi. Nykänen gekk alls fimm sinnum í hjónaband og eignaðist þrjú börn.
Andlát Finnland Skíðasvæði Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira