Vilja rafvæða norska ferjuflotann fyrir 2025 Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2019 08:45 Nýjasta rafmagnsferjan "Kommandøren“ á siglingu þvert yfir Sognfjörð milli hafnanna Mannheller og Fodnes, Mynd/Fjord1. Norsk stjórnvöld vilja losna við mengandi dísilferjur af norsku fjörðunum innan sex ára. „Markmiðið er að rafvæða allan ferjuflotann fyrir árið 2025,“ sagði Atle Hamar, pólitískur ráðuneytisstjóri loftslags- og umhverfisráðuneytis Noregs, í viðtali við NRK í vikunni, í tilefni þess að nýjasta rafferjan „Kommandøren“ var tekin í notkun á Innri-Sognfirði á leiðinni sem tengir bæina Kaupanger og Lærdal. „Kommandøren“ siglir þó fyrst um sinn á lífdísil en verður fljótlega að fullu rafknúinn. Ferjan er þróuð út frá reynslunni sem fengist hefur af „Ampere“, fyrstu stóru rafferju heims, sem hóf siglingar á Ytri-Sognfirði fyrir fjórum árum, en þá var sagt frá henni í fréttum Stöðvar 2.Fyrsta norska rafferjan Ampere á siglingu á Sognfirði sumarið 2015.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rétt eins og „Ampere“ er nýja ferjan smíðuð úr áli en þannig verður hún helmingi léttari en sambærileg ferja úr stáli. Málmskiptin úr stáli yfir í ál minnka orkunotkun um helming. Norska ríkisstjórnin stefnir að því að kynna áætlun fyrir páska um hvernig norski skipaflotinn verður gerður umhverfisvænni, og nær áætlunin einnig til ferja og farþegabáta. Í Noregi eru alls 130 ferjuleiðir með samtals um 200 ferjum. Norskir ráðamenn vonast til þess að fyrir árslok 2021 verði yfir 70 ferjur orðnar rafknúnar. Fjord1-skipafélagið, sem rekur „Kommandøren“, er komið með átta tvinnferjur í rekstur og tvær sem alfarið eru rafdrifnar. Norled-skipafélagið, sem ruddi brautina með „Ampere“, er núna komið með átta rafmagnsferjur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrstu rafferju Noregs: Herjólfur Loftslagsmál Noregur Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21 Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00 Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Norsk stjórnvöld vilja losna við mengandi dísilferjur af norsku fjörðunum innan sex ára. „Markmiðið er að rafvæða allan ferjuflotann fyrir árið 2025,“ sagði Atle Hamar, pólitískur ráðuneytisstjóri loftslags- og umhverfisráðuneytis Noregs, í viðtali við NRK í vikunni, í tilefni þess að nýjasta rafferjan „Kommandøren“ var tekin í notkun á Innri-Sognfirði á leiðinni sem tengir bæina Kaupanger og Lærdal. „Kommandøren“ siglir þó fyrst um sinn á lífdísil en verður fljótlega að fullu rafknúinn. Ferjan er þróuð út frá reynslunni sem fengist hefur af „Ampere“, fyrstu stóru rafferju heims, sem hóf siglingar á Ytri-Sognfirði fyrir fjórum árum, en þá var sagt frá henni í fréttum Stöðvar 2.Fyrsta norska rafferjan Ampere á siglingu á Sognfirði sumarið 2015.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rétt eins og „Ampere“ er nýja ferjan smíðuð úr áli en þannig verður hún helmingi léttari en sambærileg ferja úr stáli. Málmskiptin úr stáli yfir í ál minnka orkunotkun um helming. Norska ríkisstjórnin stefnir að því að kynna áætlun fyrir páska um hvernig norski skipaflotinn verður gerður umhverfisvænni, og nær áætlunin einnig til ferja og farþegabáta. Í Noregi eru alls 130 ferjuleiðir með samtals um 200 ferjum. Norskir ráðamenn vonast til þess að fyrir árslok 2021 verði yfir 70 ferjur orðnar rafknúnar. Fjord1-skipafélagið, sem rekur „Kommandøren“, er komið með átta tvinnferjur í rekstur og tvær sem alfarið eru rafdrifnar. Norled-skipafélagið, sem ruddi brautina með „Ampere“, er núna komið með átta rafmagnsferjur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrstu rafferju Noregs:
Herjólfur Loftslagsmál Noregur Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21 Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00 Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21
Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00
Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35
Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45