Þingmaður Pírata segir algert valdamisvægi milli miðflokksmanna og Báru Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 08:04 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Fréttablaðið/Ernir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir algert valdamisvægi ríkja á milli þingmanna Miðflokksins og Báru Halldórsdóttur sem tók upp samtal þeirra á barnum Klaustri í nóvember. Þingmennirnir hafa kært hana til Persónuverndar og undirbúið málsókn. Í færslu á Facebook-síðu sinni fullyrðir Þórhildur Sunna að fjórir þingmenn, sem séu handhafar löggjafarvalds og njóti þinghelgi, beiti nú fyrir sig dómskerfinu og framkvæmdarvaldinu til þess að koma höggi á uppljóstrara sem „upplýsti almenning um spillingargort og haturstal þingmannanna“. Vísar hún til kæru miðflokksmanna til Persónuverndar og málaferli sem þeir hafi lagt drög að vegna upptakanna sem hún gerði. Á sama tíma neiti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson að sitja fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og ekkert fréttist frá ríkissaksóknara um rannsókn á því sem Þórhildur Sunna kallar „spillingargort“ þingmannanna. Á upptökunum heyrðust þingmennirnir meðal annars ræða um einhvers konar samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn um sendiherrastól fyrir Gunnar Braga og virðist Þórhildur Sunna vísa til þess.Varar við „meðvirkniskasti“ dóms- og framkvæmdavalds Telur Þórhildur Sunna að þó að dómsvaldið hafi í fyrstu atrennu neitað að beita sér gegn Báru sé ekki vitað hvað gerist höfði þingmennirnir mál gegn henni. Þá megi tíðinda líklega fara að vænta af meðferð Persónuverndar á kæru þingmannanna. Í þessu ljósi segir Þórhildur Sunna að valdamisvægið á milli þingmannanna annars vegar og Báru hins vegar algert. „Þingmenn varðir þinghelgi og góðum efnum beita fyrir sig báðum hinum öngum ríkisvaldsins gegn konu sem ríkið skammtar lúsarlaun,“ skrifar þingkonan sem segist vona að íslensk lög séu nægilega sterk til að verja uppljóstrara eins og Báru. Miklu skipti hvort að framkvæmda- og dómsvaldið kjósi að standa með rétti almennings til upplýsinga og gegn spillingu og valdníðslu eða „velji meðvirkniskast með þessum ábyrgðarlausu og tuddalegu þingmönnum“. „Því þrátt fyrir valdastöðu sína þá eru þingmennirnir ekki ósnertanlegir ef kerfið ákveður að standa með almenningi frekar en þeim sem valdið hafa,“ skrifar Þórhildur Sunna. Alþingi Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir algert valdamisvægi ríkja á milli þingmanna Miðflokksins og Báru Halldórsdóttur sem tók upp samtal þeirra á barnum Klaustri í nóvember. Þingmennirnir hafa kært hana til Persónuverndar og undirbúið málsókn. Í færslu á Facebook-síðu sinni fullyrðir Þórhildur Sunna að fjórir þingmenn, sem séu handhafar löggjafarvalds og njóti þinghelgi, beiti nú fyrir sig dómskerfinu og framkvæmdarvaldinu til þess að koma höggi á uppljóstrara sem „upplýsti almenning um spillingargort og haturstal þingmannanna“. Vísar hún til kæru miðflokksmanna til Persónuverndar og málaferli sem þeir hafi lagt drög að vegna upptakanna sem hún gerði. Á sama tíma neiti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson að sitja fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og ekkert fréttist frá ríkissaksóknara um rannsókn á því sem Þórhildur Sunna kallar „spillingargort“ þingmannanna. Á upptökunum heyrðust þingmennirnir meðal annars ræða um einhvers konar samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn um sendiherrastól fyrir Gunnar Braga og virðist Þórhildur Sunna vísa til þess.Varar við „meðvirkniskasti“ dóms- og framkvæmdavalds Telur Þórhildur Sunna að þó að dómsvaldið hafi í fyrstu atrennu neitað að beita sér gegn Báru sé ekki vitað hvað gerist höfði þingmennirnir mál gegn henni. Þá megi tíðinda líklega fara að vænta af meðferð Persónuverndar á kæru þingmannanna. Í þessu ljósi segir Þórhildur Sunna að valdamisvægið á milli þingmannanna annars vegar og Báru hins vegar algert. „Þingmenn varðir þinghelgi og góðum efnum beita fyrir sig báðum hinum öngum ríkisvaldsins gegn konu sem ríkið skammtar lúsarlaun,“ skrifar þingkonan sem segist vona að íslensk lög séu nægilega sterk til að verja uppljóstrara eins og Báru. Miklu skipti hvort að framkvæmda- og dómsvaldið kjósi að standa með rétti almennings til upplýsinga og gegn spillingu og valdníðslu eða „velji meðvirkniskast með þessum ábyrgðarlausu og tuddalegu þingmönnum“. „Því þrátt fyrir valdastöðu sína þá eru þingmennirnir ekki ósnertanlegir ef kerfið ákveður að standa með almenningi frekar en þeim sem valdið hafa,“ skrifar Þórhildur Sunna.
Alþingi Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Sjá meira