Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 19:45 Hjördís Gissurardóttir landeigandi á Kjalarnesi. Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og verður eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár skorin niður í 400 milljónir króna samkvæmt breytingartillögu, sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram í vikunni. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Hjördís Gissurardóttir landeigandi á Kjalarnesi er undrandi yfir að samningviðræður við eigendur á svæðinu séu nefndar sem ástæður frestunar. Þeir hafi þvert á móti lýst yfir ánægju með áformin. „Ég held að það hafi bara allir sem ég þekki til verið óskaplega spenntir og hamingjusamir með framkvæmdina. Árið 2017 fórum ég og eiginmaður minn á fund Jónasar Snæbjörnssonar Vegamálastjóra sem kynnti okkur aðgerðirnar og við biðum bara mjög spennt. Svo fórum við á opinn fund í Fólvangi og mér heyrðist íbúar fagna framkvæmdunum. Við eigum þó nokkuð land hér á Kjalarnesinu og við sitjum þá undir þessu en það er ekki satt, við viljum endilega fá veginn og Sundabrautina sem allra fyrst,“ segir Hjördís. Hjördís segir mikilvægt að fá meiri upplýsingar í málinu. „Ef það eru einhverjir landeigendur hér sem stöðva þessar framkvæmdir tel ég mikilvægt að fá upplýsingar um hverjir það eru því þessar framkvæmdir eru lífsnauðsynlegar fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Ég hélt þeir hefði ekki rétt á að stoppa svona,“ segir hún. Hjördís hefur búið á Kjalarnesi í 50 ár og segir umferðina hafa margfaldast á síðustu árum. „Hann er mjög hættulegur enda hafa verið mörg og dapurleg slys á veginum,“ segir Hjördís að lokum. Á síðasta ári urðu tvö banaslys á veginum um Kjalarnes og í morgun fagnaði Sigríður Thorlacius söngkona því á Bylgjunni að hafa komist lífs af úr alvarlegu bílsslysi á veginum fyrir þremur árum. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Breikkun þjóðvegarins um Kjalarnes frestast Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og fjárveiting flutt til Grindavíkurvegar. Ástæðan er sögð sú að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. 1. febrúar 2019 12:15 Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. 1. febrúar 2019 20:00 Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Sjá meira
Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og verður eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár skorin niður í 400 milljónir króna samkvæmt breytingartillögu, sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram í vikunni. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Hjördís Gissurardóttir landeigandi á Kjalarnesi er undrandi yfir að samningviðræður við eigendur á svæðinu séu nefndar sem ástæður frestunar. Þeir hafi þvert á móti lýst yfir ánægju með áformin. „Ég held að það hafi bara allir sem ég þekki til verið óskaplega spenntir og hamingjusamir með framkvæmdina. Árið 2017 fórum ég og eiginmaður minn á fund Jónasar Snæbjörnssonar Vegamálastjóra sem kynnti okkur aðgerðirnar og við biðum bara mjög spennt. Svo fórum við á opinn fund í Fólvangi og mér heyrðist íbúar fagna framkvæmdunum. Við eigum þó nokkuð land hér á Kjalarnesinu og við sitjum þá undir þessu en það er ekki satt, við viljum endilega fá veginn og Sundabrautina sem allra fyrst,“ segir Hjördís. Hjördís segir mikilvægt að fá meiri upplýsingar í málinu. „Ef það eru einhverjir landeigendur hér sem stöðva þessar framkvæmdir tel ég mikilvægt að fá upplýsingar um hverjir það eru því þessar framkvæmdir eru lífsnauðsynlegar fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Ég hélt þeir hefði ekki rétt á að stoppa svona,“ segir hún. Hjördís hefur búið á Kjalarnesi í 50 ár og segir umferðina hafa margfaldast á síðustu árum. „Hann er mjög hættulegur enda hafa verið mörg og dapurleg slys á veginum,“ segir Hjördís að lokum. Á síðasta ári urðu tvö banaslys á veginum um Kjalarnes og í morgun fagnaði Sigríður Thorlacius söngkona því á Bylgjunni að hafa komist lífs af úr alvarlegu bílsslysi á veginum fyrir þremur árum.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Breikkun þjóðvegarins um Kjalarnes frestast Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og fjárveiting flutt til Grindavíkurvegar. Ástæðan er sögð sú að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. 1. febrúar 2019 12:15 Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. 1. febrúar 2019 20:00 Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Sjá meira
Breikkun þjóðvegarins um Kjalarnes frestast Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og fjárveiting flutt til Grindavíkurvegar. Ástæðan er sögð sú að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. 1. febrúar 2019 12:15
Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. 1. febrúar 2019 20:00
Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46