Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2019 20:00 Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. Vegagerðarmenn vonast þó til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að 2+1 vegur með þremur nýjum hringtorgum verði tilbúinn árið 2022. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þessum vegarkafla Vesturlandsvegar um Kjalarnes lýsti vegamálastjóri í fyrra sem hættulegum og sagði brýnt að skilja að akstursstefnur. Tvö banaslys urðu á síðasta ári og háværar kröfur hafa verið um endurbætur. Það kemur því flatt upp á marga þegar samgöngunefnd Alþingis leggur það til að fjárveiting næstu tveggja ára verði skorin niður með þeirri skýringu að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, segir þetta: „Við erum bara því miður ekki komin lengra með þetta mál. Það er ekki af því að það séu komin upp nein sérstök vandamál. En við erum bara ekki komin nógu langt með þetta, það er tilfellið.“ -Er það þá hönnunin? „Það er hönnunin, endanleg hönnun. Því við fengum þarna endanlegt deiliskipulag núna síðastliðið sumar, og endaleg hönnun og þar með viðræður við landeigendur um hvernig þetta nákvæmlega verður, þær eru ekki komnar á fullt,“ svarar Jónas. Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.Stöð 2/Einar Árnason.Fjárveiting upp á einn milljarð króna næstu tvö ár lækkar niður í 400 milljónir og færist að hluta í Grindavíkurveg til að mæta hækkun kostnaðar þar úr 500 í 700 milljónir króna. Umferðin um Kjalarnes nemur að jafnaði um níu þúsund bílum á sólarhring en Vegagerðin áætlar að endurbætur þar kosti 3,2 milljarða króna. Þar verður þó ekki farið í 2+2 veg. „Við erum ennþá að tala um 2+1 veg á þessum kafla.“ Og það verða engin mislæg gatnamót. „Við gerum ráð fyrir hringtorgum við bæði Hvalfjarðarveginn og við Grundarhverfið, og jafnvel þarna við Móa eða þar um kring.“ Breytingartillaga þingnefndarinnar miðar núna við að meginþunginn í framkvæmdum á Kjalarnesi verði á árinu 2021 en þær hefjist á næsta ári. „Þetta eru níu kílómetrar sem verið er að tala um, frá Móum og að Hvalfjarðargöngum. Það á sem sagt að klárast allt saman á árinu 2022,“ segir Jónas. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30 Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. Vegagerðarmenn vonast þó til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að 2+1 vegur með þremur nýjum hringtorgum verði tilbúinn árið 2022. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þessum vegarkafla Vesturlandsvegar um Kjalarnes lýsti vegamálastjóri í fyrra sem hættulegum og sagði brýnt að skilja að akstursstefnur. Tvö banaslys urðu á síðasta ári og háværar kröfur hafa verið um endurbætur. Það kemur því flatt upp á marga þegar samgöngunefnd Alþingis leggur það til að fjárveiting næstu tveggja ára verði skorin niður með þeirri skýringu að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, segir þetta: „Við erum bara því miður ekki komin lengra með þetta mál. Það er ekki af því að það séu komin upp nein sérstök vandamál. En við erum bara ekki komin nógu langt með þetta, það er tilfellið.“ -Er það þá hönnunin? „Það er hönnunin, endanleg hönnun. Því við fengum þarna endanlegt deiliskipulag núna síðastliðið sumar, og endaleg hönnun og þar með viðræður við landeigendur um hvernig þetta nákvæmlega verður, þær eru ekki komnar á fullt,“ svarar Jónas. Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.Stöð 2/Einar Árnason.Fjárveiting upp á einn milljarð króna næstu tvö ár lækkar niður í 400 milljónir og færist að hluta í Grindavíkurveg til að mæta hækkun kostnaðar þar úr 500 í 700 milljónir króna. Umferðin um Kjalarnes nemur að jafnaði um níu þúsund bílum á sólarhring en Vegagerðin áætlar að endurbætur þar kosti 3,2 milljarða króna. Þar verður þó ekki farið í 2+2 veg. „Við erum ennþá að tala um 2+1 veg á þessum kafla.“ Og það verða engin mislæg gatnamót. „Við gerum ráð fyrir hringtorgum við bæði Hvalfjarðarveginn og við Grundarhverfið, og jafnvel þarna við Móa eða þar um kring.“ Breytingartillaga þingnefndarinnar miðar núna við að meginþunginn í framkvæmdum á Kjalarnesi verði á árinu 2021 en þær hefjist á næsta ári. „Þetta eru níu kílómetrar sem verið er að tala um, frá Móum og að Hvalfjarðargöngum. Það á sem sagt að klárast allt saman á árinu 2022,“ segir Jónas. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30 Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00
Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30
Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30
Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30