Segir klókt af RÚV að velja Hatara í forkeppni Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2019 11:38 Árni Steingrímur hóf undirskriftarsöfnunina þar sem hvatt er til þess að RÚV sniðgangi Eurovision í Ísrael. Rúmlega 27 þúsund manns hafa lagt nafn sitt við áskorun til Ríkisútvarpsins að afþakka þátttöku í Eurovision sem verður haldið í Ísrael í maí næstkomandi. Sá sem kom undirskriftasöfnuninni á koppinn sér þó ekki lengur ástæðu til að afhenda RÚV áskorunina. Segir hann ástæðuna þá að ríkisfjölmiðillinn ákvað í fyrra eins og venjan er að taka þátt í Eurovision að ári. Sigur hinnar ísraelsku Nettu Barzilai með lagið Toy í Lissabon í fyrra vakti mikla athygli og margir sem boðuðu að þeir myndu hunsa Eurovision að ári. Veltu því margir upp hvort Ísraelsmenn myndu halda keppnina í Jerúsalem eins og árið 1999, þar sem Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti. Niðurstaðan var að halda keppnina í Tel Aviv. Hafa Ísraelsmenn átt í átökum við Palestínumenn í áratugi vegna yfirráða á Gaza-svæðinu á Vesturbakkanum. Hafa margir gagnrýnt framferði Ísraelsmanna í garð í Palestínumanna og er þess vegna ætlun margra að sniðganga Eurovision í Ísrael í ár.Hin ísraelska Netta Barzilai vann Eurovision í fyrra. Keppnin verður haldin í Tel Aviv á næsta ári og þykir mörgum að Ísland eigi að draga sig úr keppni.Vísir/GettyTónlistarmennirnir Páll Óskar Hjálmtýsson og Daði Freyr greindu frá því að þeir myndu sniðganga keppnina í Ísrael og hóf forritarinn Árni Steingrímur Sigurðsson undirskriftasöfnun þar sem skorað var á RÚV að sniðganga keppnina. Átta dögum eftir að Netta hafði unnið keppnina höfðu tæplega 25 þúsund manns lagt nafn sitt við áskorunina en Árni sagði við það tilefni í samtali við mbl.is að honum þætti ólíklegt að meira en sjötíu prósent af þeim sem það höfðu gert væru Íslendingar. Sagði hann það eftir að í ljós kom að talsverður fjöldi þeirra sem höfðu lagt nafn sitt við áskorunina voru frá Frakklandi, Bandaríkjunum og Indónesíu. Frá 20. maí til dagsins í dag hafa um tvö þúsund manns bæst við hópinn. Árni Steingrímur segir í samtali við Vísi að hann telji ekki ástæðu til að afhenda RÚV þessa áskorun úr þessu. „Það var í raun aldrei von á öðru en RÚV tæki þá ákvörðun sem þau gerðu. Það eru of miklir peningar sem RÚV yrði af. Þetta er einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins,“ segir Árni Steingrímur.Hljómsveitin Hatari tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár.Ásta Sif ÁrnadóttirHann segir forsvarsmenn Söngvakeppni Sjónvarpsins einnig klóka að velja hljómsveitina Hatara til þátttöku. „Það höfðar til þeirra sem vildu ekki fara, fást kannski til að taka þátt á þeirri forsendu að senda mótmælalegt lag. Mér finnst að frægðarsól þeirra sem taka þátt í undankeppninni ætti að hníga til viðar sem fyrst,“ segir Árni sem er með skýr skilaboð vegna málsins. „Það er ekki siðferðilega verjandi að sprella og dansa í landi sem níðist með þessum hætti á nágrönnum sínum. Hendur þeirra sem vinna þessi verk eru blóði drifnar. Megi þau öll hafa skömm af sínum störfum.“ Undirskriftasöfnunin var rædd á fundi stjórnar Ríkisútvarpsins þegar ljóst var að tugþúsundir höfðu lagt nafn sitt við hana. Var niðurstaðan sú að halda óbreyttu fyrirkomulagi og að RÚV myndi senda fulltrúa Íslands í keppnina í Ísrael. Eurovision Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Rúmlega 27 þúsund manns hafa lagt nafn sitt við áskorun til Ríkisútvarpsins að afþakka þátttöku í Eurovision sem verður haldið í Ísrael í maí næstkomandi. Sá sem kom undirskriftasöfnuninni á koppinn sér þó ekki lengur ástæðu til að afhenda RÚV áskorunina. Segir hann ástæðuna þá að ríkisfjölmiðillinn ákvað í fyrra eins og venjan er að taka þátt í Eurovision að ári. Sigur hinnar ísraelsku Nettu Barzilai með lagið Toy í Lissabon í fyrra vakti mikla athygli og margir sem boðuðu að þeir myndu hunsa Eurovision að ári. Veltu því margir upp hvort Ísraelsmenn myndu halda keppnina í Jerúsalem eins og árið 1999, þar sem Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti. Niðurstaðan var að halda keppnina í Tel Aviv. Hafa Ísraelsmenn átt í átökum við Palestínumenn í áratugi vegna yfirráða á Gaza-svæðinu á Vesturbakkanum. Hafa margir gagnrýnt framferði Ísraelsmanna í garð í Palestínumanna og er þess vegna ætlun margra að sniðganga Eurovision í Ísrael í ár.Hin ísraelska Netta Barzilai vann Eurovision í fyrra. Keppnin verður haldin í Tel Aviv á næsta ári og þykir mörgum að Ísland eigi að draga sig úr keppni.Vísir/GettyTónlistarmennirnir Páll Óskar Hjálmtýsson og Daði Freyr greindu frá því að þeir myndu sniðganga keppnina í Ísrael og hóf forritarinn Árni Steingrímur Sigurðsson undirskriftasöfnun þar sem skorað var á RÚV að sniðganga keppnina. Átta dögum eftir að Netta hafði unnið keppnina höfðu tæplega 25 þúsund manns lagt nafn sitt við áskorunina en Árni sagði við það tilefni í samtali við mbl.is að honum þætti ólíklegt að meira en sjötíu prósent af þeim sem það höfðu gert væru Íslendingar. Sagði hann það eftir að í ljós kom að talsverður fjöldi þeirra sem höfðu lagt nafn sitt við áskorunina voru frá Frakklandi, Bandaríkjunum og Indónesíu. Frá 20. maí til dagsins í dag hafa um tvö þúsund manns bæst við hópinn. Árni Steingrímur segir í samtali við Vísi að hann telji ekki ástæðu til að afhenda RÚV þessa áskorun úr þessu. „Það var í raun aldrei von á öðru en RÚV tæki þá ákvörðun sem þau gerðu. Það eru of miklir peningar sem RÚV yrði af. Þetta er einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins,“ segir Árni Steingrímur.Hljómsveitin Hatari tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár.Ásta Sif ÁrnadóttirHann segir forsvarsmenn Söngvakeppni Sjónvarpsins einnig klóka að velja hljómsveitina Hatara til þátttöku. „Það höfðar til þeirra sem vildu ekki fara, fást kannski til að taka þátt á þeirri forsendu að senda mótmælalegt lag. Mér finnst að frægðarsól þeirra sem taka þátt í undankeppninni ætti að hníga til viðar sem fyrst,“ segir Árni sem er með skýr skilaboð vegna málsins. „Það er ekki siðferðilega verjandi að sprella og dansa í landi sem níðist með þessum hætti á nágrönnum sínum. Hendur þeirra sem vinna þessi verk eru blóði drifnar. Megi þau öll hafa skömm af sínum störfum.“ Undirskriftasöfnunin var rædd á fundi stjórnar Ríkisútvarpsins þegar ljóst var að tugþúsundir höfðu lagt nafn sitt við hana. Var niðurstaðan sú að halda óbreyttu fyrirkomulagi og að RÚV myndi senda fulltrúa Íslands í keppnina í Ísrael.
Eurovision Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira