Símalaus skóli Kolbrún Baldursdóttir skrifar 19. febrúar 2019 10:19 Það versta sem getur hent suma unglinga er að síminn þeirra verði tekinn af þeim. Að gleyma eða týna farsímanum er mörgum fullorðnum hin versta martröð. Síminn er ómissandi hluti af daglegu lífi okkar og er allt að því fastgróinn í lófa margra. Það breytir ekki því að margir eru uggandi yfir börnum þessa lands og hversu háð þau eru orðin snjalltækjum. Á meðan börnin eru í skólanum viljum við að þau sinni náminu af óskertri athygli. Með símann í vasanum, í kjöltunni, í töskunni eða jafnvel undir stílabókinni á borðinu getur verið erfitt að einbeita sér að samfélagsfræði, íslensku eða stærðfræði. Þegar síminn lýsist upp eða gefur frá sér veikt píp þá bara verður maður að gá hvaða skilaboð eru komin á skjáinn. Við þekkjum þetta allflest.Snjallsíminn og skólinn Eðlileg spurning er hvort ekki eigi að hvíla símann á meðan börnin eru í skólanum. Einstaka skólar hafa gengið svo langt að banna snjallsímanotkun á skólatíma. Í þeim tilfellum er nemendum heimilt að koma með snjallsíma í skólann en þeir verði settir í vörslu skólaritara á meðan á skólastarfi stendur og ekki afhentir aftur fyrr en í lok skóladags. Frakkar hafa t.d bannað snjallsíma í grunnskólum með þeim rökum að skólinn eigi að vera sá vettvangur þar sem börn og unglingar eiga félagsleg samskipti sín á milli án truflana frá símtækjum. En það er aldrei gaman að leggja til boð og bönn. Stundum er því brugðið á það ráð að fara mildari leið og vera frekar með vinsamleg tilmæli um að hinir fullorðnu sammælist um að börnin skilji símann eftir fyrir utan skólastofuna á skólatíma. Börn og samfélagsmiðlar Eins og vitað er verja börn og unglingar umtalsverðum tíma á samfélagsmiðlum og þá oftast í gegnum snjallsíma. Börn sem hafa einangrað sig frá skóla og félögum vegna kvíða eru líklegri til að „hanga“ meira í símanum og tölvunni. Rannsóknir hafa sýnt að tengsl eru á milli streitu og kvíða og mikillar netnotkunar sem er einna helst í gegnum símann. Margt af því sem börn gera í tölvu og síma getur auðveldlega valdið spennu, streitu og pirringi. Fyrst má nefna tölvuleiki. Í verstu tilfellum stjórnar gengi barnsins í tölvuleiknum líðan þess. Gangi illa í leiknum verður barnið reitt og pirrað en gangi vel er barnið glatt og kátt. Tölvuleikir og skjánotkun almennt séð hefur aðdráttarafl. Þegar barnið er ekki við skjáinn myndast stundum óþreyja og pirringur. Aðrir hlutir daglegs lífs verða grámyglulegir í augum barns sem upplifir að mestu skemmtunin sé fyrir framan skjáinn. Óhófleg og stundum stjórnlaus skjánotkun getur auðveldlega dregið úr áhuga barns á námi og skólaástundun, jafnvel tómstundum, og samvera með fjölskyldu og vinum minnkar. Mótvægisaðgerðir/reglur Sem sálfræðingur til 30 ára sem hefur unnið mikið með börnum, unglingum og foreldrum tel ég mikilvægt að foreldrar hafi gott aðgengi að fræðslu þegar kemur að málefnum barna sinna og þá er snjallsímanotkun engin undantekning. Barn sem eyðir allt að fjórum tímum á dag fyrir framan skjá er í hættu með að þróa með sér kvíðatengd vandamál. Í þeim tilfellum þar sem foreldrar nefna of mikla tölvunotkun og ónógan svefn sem hluta af kvíðavandanum eru börnin ekki endilega sammála og því ekki alltaf fús til að draga úr notkuninni. Þetta er oft erfitt og reynir á allt heimilisfólkið. Stundum má skynja vanmátt foreldra sérstaklega ef barnið hefur lengi haft óheftan og jafnvel eftirlitslausan aðgang að nettengdum skjá. Mörgum foreldrum finnst oft óljóst hvað flokkast sem óhófleg notkun snjallsíma. Þá treysta foreldrar sér stundum ekki til að setja reglur af ótta við að barnið bregðist illa við því. Sumir foreldrar óttast jafnvel að unglingar þeirra munu bregðast við með ofsa, eigi að fara að setja þeim mörk hvað varðar skjá- og netnotkun. Það gæti því verið mjög hjálplegt ef skólinn bjóði foreldrum upp á leiðbeiningar og ráðgjöf um reglur og stuðning til að viðhalda reglunum. Kenna þarf börnunum að umgangast Netið af varúð, vanda tjáskipti sín á samfélagsmiðlum og varast allar myndsendingar sem geta valdið misskilningi eða særindum. Best er að setja viðeigandi mörk og setja reglur um tölvunotkun á heimilinu um leið og barnið kemst á þann aldur að fara að nota tölvu/síma. Reglurnar þurfa að vera í samræmi við aldur og þroska barnsins sem og félags- og námslega stöðu þess. Börn eiga ekki að hafa eftirlitslausan aðgang að „skjá“ og neti. Ég tel tímabært að skoða hvort ekki þurfi að stýra snjallsímanotkun í skólum hvort sem það er sett í einhvers konar „bannútgáfu“ eða tillögu um að setja símann í geymslu á skólatíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það versta sem getur hent suma unglinga er að síminn þeirra verði tekinn af þeim. Að gleyma eða týna farsímanum er mörgum fullorðnum hin versta martröð. Síminn er ómissandi hluti af daglegu lífi okkar og er allt að því fastgróinn í lófa margra. Það breytir ekki því að margir eru uggandi yfir börnum þessa lands og hversu háð þau eru orðin snjalltækjum. Á meðan börnin eru í skólanum viljum við að þau sinni náminu af óskertri athygli. Með símann í vasanum, í kjöltunni, í töskunni eða jafnvel undir stílabókinni á borðinu getur verið erfitt að einbeita sér að samfélagsfræði, íslensku eða stærðfræði. Þegar síminn lýsist upp eða gefur frá sér veikt píp þá bara verður maður að gá hvaða skilaboð eru komin á skjáinn. Við þekkjum þetta allflest.Snjallsíminn og skólinn Eðlileg spurning er hvort ekki eigi að hvíla símann á meðan börnin eru í skólanum. Einstaka skólar hafa gengið svo langt að banna snjallsímanotkun á skólatíma. Í þeim tilfellum er nemendum heimilt að koma með snjallsíma í skólann en þeir verði settir í vörslu skólaritara á meðan á skólastarfi stendur og ekki afhentir aftur fyrr en í lok skóladags. Frakkar hafa t.d bannað snjallsíma í grunnskólum með þeim rökum að skólinn eigi að vera sá vettvangur þar sem börn og unglingar eiga félagsleg samskipti sín á milli án truflana frá símtækjum. En það er aldrei gaman að leggja til boð og bönn. Stundum er því brugðið á það ráð að fara mildari leið og vera frekar með vinsamleg tilmæli um að hinir fullorðnu sammælist um að börnin skilji símann eftir fyrir utan skólastofuna á skólatíma. Börn og samfélagsmiðlar Eins og vitað er verja börn og unglingar umtalsverðum tíma á samfélagsmiðlum og þá oftast í gegnum snjallsíma. Börn sem hafa einangrað sig frá skóla og félögum vegna kvíða eru líklegri til að „hanga“ meira í símanum og tölvunni. Rannsóknir hafa sýnt að tengsl eru á milli streitu og kvíða og mikillar netnotkunar sem er einna helst í gegnum símann. Margt af því sem börn gera í tölvu og síma getur auðveldlega valdið spennu, streitu og pirringi. Fyrst má nefna tölvuleiki. Í verstu tilfellum stjórnar gengi barnsins í tölvuleiknum líðan þess. Gangi illa í leiknum verður barnið reitt og pirrað en gangi vel er barnið glatt og kátt. Tölvuleikir og skjánotkun almennt séð hefur aðdráttarafl. Þegar barnið er ekki við skjáinn myndast stundum óþreyja og pirringur. Aðrir hlutir daglegs lífs verða grámyglulegir í augum barns sem upplifir að mestu skemmtunin sé fyrir framan skjáinn. Óhófleg og stundum stjórnlaus skjánotkun getur auðveldlega dregið úr áhuga barns á námi og skólaástundun, jafnvel tómstundum, og samvera með fjölskyldu og vinum minnkar. Mótvægisaðgerðir/reglur Sem sálfræðingur til 30 ára sem hefur unnið mikið með börnum, unglingum og foreldrum tel ég mikilvægt að foreldrar hafi gott aðgengi að fræðslu þegar kemur að málefnum barna sinna og þá er snjallsímanotkun engin undantekning. Barn sem eyðir allt að fjórum tímum á dag fyrir framan skjá er í hættu með að þróa með sér kvíðatengd vandamál. Í þeim tilfellum þar sem foreldrar nefna of mikla tölvunotkun og ónógan svefn sem hluta af kvíðavandanum eru börnin ekki endilega sammála og því ekki alltaf fús til að draga úr notkuninni. Þetta er oft erfitt og reynir á allt heimilisfólkið. Stundum má skynja vanmátt foreldra sérstaklega ef barnið hefur lengi haft óheftan og jafnvel eftirlitslausan aðgang að nettengdum skjá. Mörgum foreldrum finnst oft óljóst hvað flokkast sem óhófleg notkun snjallsíma. Þá treysta foreldrar sér stundum ekki til að setja reglur af ótta við að barnið bregðist illa við því. Sumir foreldrar óttast jafnvel að unglingar þeirra munu bregðast við með ofsa, eigi að fara að setja þeim mörk hvað varðar skjá- og netnotkun. Það gæti því verið mjög hjálplegt ef skólinn bjóði foreldrum upp á leiðbeiningar og ráðgjöf um reglur og stuðning til að viðhalda reglunum. Kenna þarf börnunum að umgangast Netið af varúð, vanda tjáskipti sín á samfélagsmiðlum og varast allar myndsendingar sem geta valdið misskilningi eða særindum. Best er að setja viðeigandi mörk og setja reglur um tölvunotkun á heimilinu um leið og barnið kemst á þann aldur að fara að nota tölvu/síma. Reglurnar þurfa að vera í samræmi við aldur og þroska barnsins sem og félags- og námslega stöðu þess. Börn eiga ekki að hafa eftirlitslausan aðgang að „skjá“ og neti. Ég tel tímabært að skoða hvort ekki þurfi að stýra snjallsímanotkun í skólum hvort sem það er sett í einhvers konar „bannútgáfu“ eða tillögu um að setja símann í geymslu á skólatíma.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun