Tækifæri Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. febrúar 2019 07:00 Fimmtán ára löngum leiðangri könnunarfarsins Opportunity á rauðu plánetunni Mars lauk með formlegum hætti á þriðjudaginn í síðustu viku. Vísindamenn á Jörðu niðri höfðu reynt mánuðum saman að vekja geimfarið litla úr dvala sínum, en án árangurs. Og nú, þegar harðneskjulegir vetrarmánuðir Mars eru á næsta leiti, er ljóst að Opportunity hefur valið sér sinn hinsta dvalarstað. Afrek Opportunity-verkefnisins eru slík að ómögulegt er að tíunda þau í stuttum pistli sem þessum. En, í stuttu máli má segja að þetta litla geimfar hefur á undanförnum árum bylt hugmyndum okkar um Mars og varpað nýju ljósi á aðstæður þar í dag og einnig hvernig þær voru eitt sinn. Þökk sé Opportunity vitum við til að mynda að vatn í vökvaformi var eitt sinn á Mars og að aðstæður voru lífvænlegar fyrir örverur. Opportunity og aðrir sambærilegir leiðangrar sem mannkyn hefur annað hvort farið sjálft eða útvistað til vélrænna framlenginga á sér eru án undantekninga vitnisburður um stórkostlega tæknilega getu tegundarinnar okkar. En um leið vekja þessi verkefni aðrar hugmyndir og tilfinningar sem eru okkur „nútímafólkinu“ að mörgu leyti framandi, enda aðeins rúm 50 ár síðan geimkönnun hófst í þeirri mynd sem við þekkjum hana í dag. Þó svo að Íslendingar hafi sannarlega átt sína fulltrúa í geimkönnun síðustu áratuga, þá er staðreyndin sú að Ísland hefur staðið á hliðarlínunni á meðan aðrar þjóðir hafa tekið höndum saman um könnun alheimsins. Þetta er synd og skömm, enda hafa íslenskir vísindamenn margsannað það að þeir eiga erindi í þá fylkingu er skipar framvarðarsveit vísindalegrar þekkingar. Auðvelt er að kveða niður raddir efasemdarmanna sem sjá lítinn tilgang í vísindavinnu sem þessari. Nægir að vísa í þann óumdeilda ávinning sem felst í geimkönnun og þeirri nýsköpun sem hún krefst. Annar ávinningur af geimkönnun og -vísindum snertir menningu okkar og það hvernig djörf vísindi eiga það til að blása okkur eldmóð í brjóst. Nægir að nefna Opportunity og aðra sambærilegra leiðangra. Þetta eru verkefni sem hjálpa okkur að fræðast um stað okkar í alheiminum og svara grundvallarspurningum um tilvist okkar, tilurð og framtíð. Verðmætin sem fólgin eru í slíkri þekkingu verða ekki metin til fjár. Auðvelt skref til að hjálpa íslenskum vísindamönnum að gera sig enn frekar gildandi í þessum fræðum er aðild að Geimferðastofnun Evrópu (ESA). Eftir skjóta afgreiðslu á Alþingi árið 2016 var þingsályktunartillaga þess efnis að sú aðild yrði könnuð samþykkt nær einróma. Lítið hefur heyrst af málinu síðan þá. Markviss skref í átt að frekari þátttöku Íslands í geimvísindum eru nauðsynleg. Geimkönnun er ekki sú draumahöll sem hún eitt sinn var, heldur málefni sem snerta með beinum hætti komandi kynslóðir og hagsmuni þeirra. Það væru mikil mistök að leggjast ekki á eitt með nágrönnum okkar um að virkja tækifærin sem leynast milli stjarnanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fimmtán ára löngum leiðangri könnunarfarsins Opportunity á rauðu plánetunni Mars lauk með formlegum hætti á þriðjudaginn í síðustu viku. Vísindamenn á Jörðu niðri höfðu reynt mánuðum saman að vekja geimfarið litla úr dvala sínum, en án árangurs. Og nú, þegar harðneskjulegir vetrarmánuðir Mars eru á næsta leiti, er ljóst að Opportunity hefur valið sér sinn hinsta dvalarstað. Afrek Opportunity-verkefnisins eru slík að ómögulegt er að tíunda þau í stuttum pistli sem þessum. En, í stuttu máli má segja að þetta litla geimfar hefur á undanförnum árum bylt hugmyndum okkar um Mars og varpað nýju ljósi á aðstæður þar í dag og einnig hvernig þær voru eitt sinn. Þökk sé Opportunity vitum við til að mynda að vatn í vökvaformi var eitt sinn á Mars og að aðstæður voru lífvænlegar fyrir örverur. Opportunity og aðrir sambærilegir leiðangrar sem mannkyn hefur annað hvort farið sjálft eða útvistað til vélrænna framlenginga á sér eru án undantekninga vitnisburður um stórkostlega tæknilega getu tegundarinnar okkar. En um leið vekja þessi verkefni aðrar hugmyndir og tilfinningar sem eru okkur „nútímafólkinu“ að mörgu leyti framandi, enda aðeins rúm 50 ár síðan geimkönnun hófst í þeirri mynd sem við þekkjum hana í dag. Þó svo að Íslendingar hafi sannarlega átt sína fulltrúa í geimkönnun síðustu áratuga, þá er staðreyndin sú að Ísland hefur staðið á hliðarlínunni á meðan aðrar þjóðir hafa tekið höndum saman um könnun alheimsins. Þetta er synd og skömm, enda hafa íslenskir vísindamenn margsannað það að þeir eiga erindi í þá fylkingu er skipar framvarðarsveit vísindalegrar þekkingar. Auðvelt er að kveða niður raddir efasemdarmanna sem sjá lítinn tilgang í vísindavinnu sem þessari. Nægir að vísa í þann óumdeilda ávinning sem felst í geimkönnun og þeirri nýsköpun sem hún krefst. Annar ávinningur af geimkönnun og -vísindum snertir menningu okkar og það hvernig djörf vísindi eiga það til að blása okkur eldmóð í brjóst. Nægir að nefna Opportunity og aðra sambærilegra leiðangra. Þetta eru verkefni sem hjálpa okkur að fræðast um stað okkar í alheiminum og svara grundvallarspurningum um tilvist okkar, tilurð og framtíð. Verðmætin sem fólgin eru í slíkri þekkingu verða ekki metin til fjár. Auðvelt skref til að hjálpa íslenskum vísindamönnum að gera sig enn frekar gildandi í þessum fræðum er aðild að Geimferðastofnun Evrópu (ESA). Eftir skjóta afgreiðslu á Alþingi árið 2016 var þingsályktunartillaga þess efnis að sú aðild yrði könnuð samþykkt nær einróma. Lítið hefur heyrst af málinu síðan þá. Markviss skref í átt að frekari þátttöku Íslands í geimvísindum eru nauðsynleg. Geimkönnun er ekki sú draumahöll sem hún eitt sinn var, heldur málefni sem snerta með beinum hætti komandi kynslóðir og hagsmuni þeirra. Það væru mikil mistök að leggjast ekki á eitt með nágrönnum okkar um að virkja tækifærin sem leynast milli stjarnanna.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun