Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2019 17:07 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. Formaður VR gaf stjórnendum Kviku fjögurra daga frest til að draga hækkanir til baka ella myndi VR taka allt sitt fé, um 4,2 milljarða króna, úr eignastýringu bankans.VR birti opið bréf til stjórnenda Kviku banka á heimasíðu sinni í dag og sendi tilkynningu þess efnis til fjölmiðla. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að á sama tíma hafi erindið borist á sitt borð. Því hafi hann svarað um leið. Ekkert svar hafi enn sem komið er borist frá Ragnari Þór. „Staðan er auðvitað bara sú að Samkeppniseftirlitið er ekki búið að heimila kaup okkar á Gamma,“ segir Ármann í samtali við Vísi. „Við eigum ekkert í Gamma.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.vísir/vilhelmÁrmann segir ekki hægt að gefa sér samþykki Samkeppniseftirlitsins þótt auðvitað vonist hann eftir því. Fleiri vikur eða mánuðir geti liðið áður en niðurstaða berist. „Á meðan kaupin hafa ekki gengið í gegn þá er okkur algjörlega óheimilt að reyna að hafa nokkurs konar áhrif á rekstur. Það væri brot á Samkeppnislögum og jafnvel hlutabréfalögum.“ Hann telur því erindi Ragnars á misskilningi byggt.Greint var frá kaupum Kviku á Gamma í nóvember. Kaupverðið nam 2,4 milljörðum króna en háð samþykki eftirlitsaðila. Hluthafar í Kviku hafa þegar samþykkt kaupin. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Kvika banki og hluthafar GAMMA Capital Management hafa undirritað samning um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. 19. nóvember 2018 10:05 Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Hagnaður GAMMA minnkaði um 93 prósent Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. 5. september 2018 06:00 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. Formaður VR gaf stjórnendum Kviku fjögurra daga frest til að draga hækkanir til baka ella myndi VR taka allt sitt fé, um 4,2 milljarða króna, úr eignastýringu bankans.VR birti opið bréf til stjórnenda Kviku banka á heimasíðu sinni í dag og sendi tilkynningu þess efnis til fjölmiðla. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að á sama tíma hafi erindið borist á sitt borð. Því hafi hann svarað um leið. Ekkert svar hafi enn sem komið er borist frá Ragnari Þór. „Staðan er auðvitað bara sú að Samkeppniseftirlitið er ekki búið að heimila kaup okkar á Gamma,“ segir Ármann í samtali við Vísi. „Við eigum ekkert í Gamma.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.vísir/vilhelmÁrmann segir ekki hægt að gefa sér samþykki Samkeppniseftirlitsins þótt auðvitað vonist hann eftir því. Fleiri vikur eða mánuðir geti liðið áður en niðurstaða berist. „Á meðan kaupin hafa ekki gengið í gegn þá er okkur algjörlega óheimilt að reyna að hafa nokkurs konar áhrif á rekstur. Það væri brot á Samkeppnislögum og jafnvel hlutabréfalögum.“ Hann telur því erindi Ragnars á misskilningi byggt.Greint var frá kaupum Kviku á Gamma í nóvember. Kaupverðið nam 2,4 milljörðum króna en háð samþykki eftirlitsaðila. Hluthafar í Kviku hafa þegar samþykkt kaupin.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Kvika banki og hluthafar GAMMA Capital Management hafa undirritað samning um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. 19. nóvember 2018 10:05 Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Hagnaður GAMMA minnkaði um 93 prósent Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. 5. september 2018 06:00 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Kvika banki og hluthafar GAMMA Capital Management hafa undirritað samning um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. 19. nóvember 2018 10:05
Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33
Hagnaður GAMMA minnkaði um 93 prósent Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. 5. september 2018 06:00