Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. febrúar 2019 16:30 Deildar meiningar eru innan stjórnarliðsins um hvernig ráðstafa eigi því fjármagni sem renna á í Þjóðarsjóð. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefur lagt til að það verði nýtt til að byggja upp samgöngukerfið. Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að skynsamlegast að nýta það til að lækka álögur á almenning ef veggjöld verða sett á. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs 12. desember síðastliðinn. Í sjóðinn eiga að renna tekjur vegna nýtingu orkuauðlinda í landinu, þar á meðal arður úr Landsvirkjun. Hlutverk sjóðsins er að varðveita og ávaxta þessa fjármuni og eiga þeir að nýtast ef ríkið verður fyrir alvarlegum fjárhagslegum skakkaföllum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, velti því hinsvegar upp í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir rúmri viku síðan hvort ekki væri skynsamlegra að nýta fjármagnið í samgönguframkvæmdir næstu fjögur til fimm árin og þannig sleppa við að setja á veggjöld.Hrauneyjafossvirkjun. Nýta á hagnað af nýtingu orkuauðlinda til að fjármagna Þjóðarsjóð.Mynd/Landsvirkjun.Þrátt fyrir að samgönguráðherra hefur dregið í land með veggjöldin er Jón Gunnarsson, formaður Umhverfis- og Samgöngunefndar, enn þeirrar skoðunar að gjöldin séu skynsamlegasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu vegakerfisins. "Við skulum nota þessa innheimtuleið vegna þátttöku erlendra ferðamanna í að byggja þetta upp með okkur vegna þess að þeir borga svo stóran hluta," sagði Jón í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir að hann sjálfur og aðrir þingmenn hafi talað fyrir því að ef veggjöld verði lögð á komi til lækkun á öðrum gjöldum. Hugmyndir um að nýta fjármagn sem á að renna í Þjóðarsjóð gæti fjármagnað þessa mótvægisaðgerð. „Ef það er aukið svigrúm í ríkisfjármálunum eins og samgönguráðherra er að tala fyrir þegar hann talar um að nýta fjármagnið í svona verkefni. Þá skulum við bara fara í að lækka skatta. Við gætum til dæmis byrjað á því að taka bifreiðaskattinn í burtu. Ég held að hann skili einhverjum 6 til 7 milljörðum í þjóðarbúið.“Hlusta má á viðtalið við Jón Gunnarsson í fullri lengd í spilaranum fyrir neðan.Klippa: Bítið - Veggjöldin mega ekki vera íþyngjandi Samgöngur Sprengisandur Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30 Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Deildar meiningar eru innan stjórnarliðsins um hvernig ráðstafa eigi því fjármagni sem renna á í Þjóðarsjóð. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefur lagt til að það verði nýtt til að byggja upp samgöngukerfið. Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að skynsamlegast að nýta það til að lækka álögur á almenning ef veggjöld verða sett á. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs 12. desember síðastliðinn. Í sjóðinn eiga að renna tekjur vegna nýtingu orkuauðlinda í landinu, þar á meðal arður úr Landsvirkjun. Hlutverk sjóðsins er að varðveita og ávaxta þessa fjármuni og eiga þeir að nýtast ef ríkið verður fyrir alvarlegum fjárhagslegum skakkaföllum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, velti því hinsvegar upp í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir rúmri viku síðan hvort ekki væri skynsamlegra að nýta fjármagnið í samgönguframkvæmdir næstu fjögur til fimm árin og þannig sleppa við að setja á veggjöld.Hrauneyjafossvirkjun. Nýta á hagnað af nýtingu orkuauðlinda til að fjármagna Þjóðarsjóð.Mynd/Landsvirkjun.Þrátt fyrir að samgönguráðherra hefur dregið í land með veggjöldin er Jón Gunnarsson, formaður Umhverfis- og Samgöngunefndar, enn þeirrar skoðunar að gjöldin séu skynsamlegasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu vegakerfisins. "Við skulum nota þessa innheimtuleið vegna þátttöku erlendra ferðamanna í að byggja þetta upp með okkur vegna þess að þeir borga svo stóran hluta," sagði Jón í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir að hann sjálfur og aðrir þingmenn hafi talað fyrir því að ef veggjöld verði lögð á komi til lækkun á öðrum gjöldum. Hugmyndir um að nýta fjármagn sem á að renna í Þjóðarsjóð gæti fjármagnað þessa mótvægisaðgerð. „Ef það er aukið svigrúm í ríkisfjármálunum eins og samgönguráðherra er að tala fyrir þegar hann talar um að nýta fjármagnið í svona verkefni. Þá skulum við bara fara í að lækka skatta. Við gætum til dæmis byrjað á því að taka bifreiðaskattinn í burtu. Ég held að hann skili einhverjum 6 til 7 milljörðum í þjóðarbúið.“Hlusta má á viðtalið við Jón Gunnarsson í fullri lengd í spilaranum fyrir neðan.Klippa: Bítið - Veggjöldin mega ekki vera íþyngjandi
Samgöngur Sprengisandur Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30 Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30
Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04
Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00
Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00
Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15
Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30