Dagskrárvald í umhverfismálum Guðmundur Andri Thorsson skrifar 18. febrúar 2019 07:00 Stundum er talað um það hversu ólíkir flokkar Sjálfstæðisflokkur og VG séu. Það má vissulega til sanns vegar færa, þótt við hin eigum stundum erfitt með að koma auga á muninn, til dæmis varðandi auðlindagjald. Munurinn er meðal annars þessi: Sjálfstæðismenn myndu aldrei samþykkja að Andri Snær Magnason yrði forstjóri Landsvirkjunar en þingmenn og ráðherrar VG láta sér vel líka að Jón Gunnarsson skuli orðinn að formanni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Rétt eins og Andri Snær er nokkurs konar persónugervingur umhverfisverndarsinna á Íslandi er Jón Gunnarsson í hugum margra eindregnasti stóriðjusinni landsins, svarinn andstæðingur umhverfisverndarsjónarmiða gegnum tíðina. Hann hefur um árabil verið ódeigur að stíga fram fyrir skjöldu og berjast fyrir því sem hann kallar „nýtingarstefnu“. Hann er lítill talsmaður ósnortinnar náttúru en þeim mun hrifnari af „snortinni“ náttúru, manngerðum stöðum í náttúrunni; talar til dæmis í blaðagrein frá árinu 2008 um Bláa lónið og Kárahnjúkavirkjun sem helstu náttúruperlur landsins – nefnir reyndar Hellisheiði í þingræðu árið 2009 í þessu samhengi líka, sem vinsælan ferðamannastað, þó ekki verði sjálfsagt margir til að deila aðdáun hans á röraferlíkjunum þar. Árið 2011 stakk Jón upp á því að leggja niður umhverfisráðuneytið og hafa um málefni þess deildir í „atvinnuvegaráðuneytunum“. Hann hefur ítrekað viljað breyta rammaáætlun. Hvalveiðar eru honum beinlínis hjartans mál. Formenn fastanefnda Alþingis geta haft mikil völd og eins og áformin um vegaskatta sýna er Jón seigur að koma hugðarefnum sínum á dagskrá. Og nú hafa þau í VG afhent Jóni Gunnarssyni dagskrárvaldið í umhverfismálum á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Stundum er talað um það hversu ólíkir flokkar Sjálfstæðisflokkur og VG séu. Það má vissulega til sanns vegar færa, þótt við hin eigum stundum erfitt með að koma auga á muninn, til dæmis varðandi auðlindagjald. Munurinn er meðal annars þessi: Sjálfstæðismenn myndu aldrei samþykkja að Andri Snær Magnason yrði forstjóri Landsvirkjunar en þingmenn og ráðherrar VG láta sér vel líka að Jón Gunnarsson skuli orðinn að formanni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Rétt eins og Andri Snær er nokkurs konar persónugervingur umhverfisverndarsinna á Íslandi er Jón Gunnarsson í hugum margra eindregnasti stóriðjusinni landsins, svarinn andstæðingur umhverfisverndarsjónarmiða gegnum tíðina. Hann hefur um árabil verið ódeigur að stíga fram fyrir skjöldu og berjast fyrir því sem hann kallar „nýtingarstefnu“. Hann er lítill talsmaður ósnortinnar náttúru en þeim mun hrifnari af „snortinni“ náttúru, manngerðum stöðum í náttúrunni; talar til dæmis í blaðagrein frá árinu 2008 um Bláa lónið og Kárahnjúkavirkjun sem helstu náttúruperlur landsins – nefnir reyndar Hellisheiði í þingræðu árið 2009 í þessu samhengi líka, sem vinsælan ferðamannastað, þó ekki verði sjálfsagt margir til að deila aðdáun hans á röraferlíkjunum þar. Árið 2011 stakk Jón upp á því að leggja niður umhverfisráðuneytið og hafa um málefni þess deildir í „atvinnuvegaráðuneytunum“. Hann hefur ítrekað viljað breyta rammaáætlun. Hvalveiðar eru honum beinlínis hjartans mál. Formenn fastanefnda Alþingis geta haft mikil völd og eins og áformin um vegaskatta sýna er Jón seigur að koma hugðarefnum sínum á dagskrá. Og nú hafa þau í VG afhent Jóni Gunnarssyni dagskrárvaldið í umhverfismálum á Alþingi.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar