Flokkurinn vonast til að með þessu takist að lokka aftur til sín kjósendur frá flokkunum yst á hægri/vinstri ás stjórnmálanna, Die Linke og Valkost fyrir Þýskalands (AfD).
Stuðningur við SPD hefur aukist um tvö prósentustig síðustu vikuna, úr 17 í 19 prósent, samkvæmt könnun Bild am Sonntag. Aukningin er því talsverð, sér í lagi ef litið er til þess að flokkurinn mældist með sögulega lágt fylgi í nóvember, um 14 prósent.
Aftur stærri en Græningjar
Fylgisaukningin þýðir jafnframt að SDP mælist nú aftur með meira fylgi en Græningjar. Sem fyrr mælast Kristilegir demókratar (CDU,CSU) stærstir með 30 prósent fylgi.Með áætluninni þykir SPD snúa baki við þær umbætur sem fyrrverandi formaður flokksins, Gerard Schröder, sem var kanslari Þýskalands á árunum 1998 til 2005, innleiddi skömmu eftir aldamót. Hinar svokölluðu Hartz-umbætur þóttu blása nýju lífi í þýskt efnahagslíf en sættu gagnrýni þar sem þær þóttu draga úr hinu félagslega öryggisneti í Þýskalandi.
Kosningar til Evrópuþingsins fara fram í maí og þá fara kosningar fram í fjórum sambandsríkjum Þýskalands á árinu, meðal annars í þremur í austurhluta landsins þar sem AfD mælast sterkir.