Allt að 35% þeirra sem fá kulnun í starfi hafa ekki náð sér samkvæmt nýrri rannsókn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. febrúar 2019 11:52 Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknardeildar Gautaborgar á málþingi um kulnun í starfi. Vísir/Sigurjón Allt að þrjátíu og fimm prósent þeirra sem hafa leitað sér aðstoðar vegna kulnunar í starfi hafa ekki náð sér sjö árum eftir að einkenni komu upp. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn. Kulnun í starfi er vaxandi samfélagslegur vandi og áríðandi að stjórnvöld og atvinnurekendur bregðist við með öflugra forvarnarstarfi. BSRB stóð fyrir málþingi um kulnun, álag og starfsumhverfi nú fyrir hádegi en þar stóð Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar sagði frá niðurstöðum rannsóknar sem nú er í vinnslu. „Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni mundi ég segja vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir Ingibjörg. Rannsóknin er unnin í Svíþjóð og segir Ingibjörg að hjá þessum hópi sé þreytan enn til staðar og snýr rannsóknin meðal annars að því að rannsaka starfsemi heilans. Hægt sé að skipta þeim sem fá kulnun í starfi í tvo hópa. „Það verður að aðskilja þennan tiltölulega litla hóp þar sem að við erum að tala um veikt fólk, þar sem að hefur orðið veruleg áhrif á heilastarfsemi og þú ert bara ekki að virka sem einstaklingur og þennan stóra hóp sem hefur mikið að gera, er með streitueinkenni og kannski komið með svefntruflanir. Það er ekki heilbrigðisþjónustan heldur þar þarf fólk að huga að sínu lífi og starfsaðstæðum,“ segir Ingibjörg. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða á vinnustöðum. „Það er ekkert ein lausn sem hentar öllum. Það er skylda atvinnurekenda að framkvæma áhættumat til þess að tryggja að fólki líði vel bæði andlega og líkamlega í vinnunni það er það sem við viljum sjá,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vinnumarkaður Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Allt að þrjátíu og fimm prósent þeirra sem hafa leitað sér aðstoðar vegna kulnunar í starfi hafa ekki náð sér sjö árum eftir að einkenni komu upp. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn. Kulnun í starfi er vaxandi samfélagslegur vandi og áríðandi að stjórnvöld og atvinnurekendur bregðist við með öflugra forvarnarstarfi. BSRB stóð fyrir málþingi um kulnun, álag og starfsumhverfi nú fyrir hádegi en þar stóð Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar sagði frá niðurstöðum rannsóknar sem nú er í vinnslu. „Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni mundi ég segja vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir Ingibjörg. Rannsóknin er unnin í Svíþjóð og segir Ingibjörg að hjá þessum hópi sé þreytan enn til staðar og snýr rannsóknin meðal annars að því að rannsaka starfsemi heilans. Hægt sé að skipta þeim sem fá kulnun í starfi í tvo hópa. „Það verður að aðskilja þennan tiltölulega litla hóp þar sem að við erum að tala um veikt fólk, þar sem að hefur orðið veruleg áhrif á heilastarfsemi og þú ert bara ekki að virka sem einstaklingur og þennan stóra hóp sem hefur mikið að gera, er með streitueinkenni og kannski komið með svefntruflanir. Það er ekki heilbrigðisþjónustan heldur þar þarf fólk að huga að sínu lífi og starfsaðstæðum,“ segir Ingibjörg. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða á vinnustöðum. „Það er ekkert ein lausn sem hentar öllum. Það er skylda atvinnurekenda að framkvæma áhættumat til þess að tryggja að fólki líði vel bæði andlega og líkamlega í vinnunni það er það sem við viljum sjá,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Vinnumarkaður Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira