Vinnumarkaður

Fréttamynd

Sam­tenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi

Persónuvernd hefur lagt fimm milljón króna sekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Forstjóri Heilsugæslunnar segir sektina ekki snúast um samtengingu sjúkraskráa við utanaðkomandi aðila heldur ferli samninga sem gerðir voru við aðilana. Samtenging sjúkraskráa auki í raun sjúklingaöryggi.

Innlent
Fréttamynd

Per­sónu­vernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsu­gæsluna

Persónuvernd hefur lagt fimm milljón króna sekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Persónuvernd komst að því að vinnsla persónuupplýsinga með þessum hætti hefði ekki verið heimil. Meðal aðila voru Samgöngustofu, KSÍ, Janus endurhæfing og fjöldi sjálfstætt starfandi heilsugæsla.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­menn Sól­heima ótta­slegnir vegna ó­væntra breytinga

Starfsmenn Sólheima eru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kemur meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrita en þar lýsa þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skorti á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi vera vikið úr starfi. Undir hans stjórn hafi viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Nú horfi til verri vegar.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra braut ekki lög

Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra braut ekki jafnréttislög þegar hann skipaði Ástráð Haraldsson sem ríkissáttasemjara árið 2023. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.

Innlent
Fréttamynd

Að hringja sig inn veik á mánu­dögum

Atvinnulífið titrar og skelfur alla mánudaga eftir Super Bowl í Bandaríkjunum. Hvers vegna? Jú, spurningin er: Hversu margir mæta til vinnu í dag? Eða ætti frekar að spyrja: Hversu margt fólk hringir sig inn veikt í dag?

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Þau sam­töl eru oft mjög erfið og jafn­vel særandi fyrir um­sækjanda“

„Nýlega heyrði ég í konu sem einfaldlega sagði við mig eftir svona ferli: „Aldrei, aldrei aftur í lífinu mun ég gera þetta aftur.“ Svo ömurlegt fannst henni þetta ferli vera og við verðum að átta okkur á því að í sumum tilfellum getur nafnabirting umsækjenda skemmt fyrir viðkomandi,“ segir Hildur Ösp Gylfadóttir framkvæmdastjóri mannauðs hjá HSN.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Stefna kennurum

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandi Íslands og krefst þess að verkföll Kennarasambandsins, sem nú hafa skollið á að nýju, verði dæmd ólögmæt.

Innlent
Fréttamynd

Þor­steinn Skúli tekur formannsslaginn

Þorsteinn Skúli Sveinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR. Þorsteinn Skúli er lögfræðingur og starfaði lengi hjá VR sem sérfræðingur á kjarasviði.

Innlent
Fréttamynd

Hinn vandrataði vegur að starfslokum

Undanfarið hefur átt sér stað þó nokkur umræða varðandi réttindi opinberra starfsmanna samanborið við réttindi starfsmanna á almennum vinnumarkaði, sérstaklega í tengslum við starfstengd réttindi þessara hópa sem eru töluvert ólík.

Skoðun
Fréttamynd

And­lega upp­sögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“

„Það hljómar svo sem ágætlega að 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði séu virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu, “segir Jón Jósafat Björnsson um niðurstöður sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sam­þykktu verk­fall með yfir­burðum

Á hádegi í dag lauk kosningu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, um boðun verkfalls vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. 87,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

At­vinnuþátt­taka kvenna og karla

Í ár er kvennaár á Íslandi. Á fimmta tug samtaka hafa tekið höndum saman um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga.

Skoðun
Fréttamynd

„Þú vinnur eftir hentug­leika á þeim stað­setningum sem henta“

„Það er mikilvægt að detta ekki ofan í þá gryfju að ein leið hentar öllum; þetta snýst allt um fólk og ef þau eru að skila sínum verkefnum vel, eru að vinna vel með sínu teymi og öll eru sátt við vinnuumhverfið, þá er markmiðinu náð,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hópuppsögn hjá Sidekick Health

Sidekick Health hefur tilkynnt um fækkun í starfsmannahópi félagsins um 55 stöðugildi, sem jafngildir um 20 prósent starfsmanna. Því er um hópuppsögn að ræða. Af þeim eru 22 stöðugildi hér á landi en önnur erlendis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórn Virðingar mót­mælir ó­sönnum full­yrðingum í fjöl­miðlum

Stjórn Virðingar stéttarfélags mótmælir í yfirlýsingu ósönnum fullyrðingum sem félagið segir sett fram í fjölmiðlum um stofnun félagsins. Fjallað var um það fyrr í dag að lögregla hafi verið kölluð til í Kringlunni þegar forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæða mótmælanna er tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag.

Innlent
Fréttamynd

„Við förum alltaf í ein­hvern átakagír“

Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, telur að aðilar vinnumarkaðar ættu að nýta næstu fjögur árin til að komast að samkomulagi um nýtt verklag við gerð nýrra kjarasamninga. Verklag sem gæti skapað sátt svo að allir gangi sáttir að og frá samningaborðinu.

Innlent