44 stiga þrenna Russell Westbrook en samt tap á móti Pelíkönunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 07:30 Russell Westbrook. AP/Tyler Kaufman Russell Westbrook bætti nýtt NBA-met sitt með því að ná þrennu í ellefta leiknum í röð í nótt en það dugði þó ekki liði hans til sigurs í New Orleans. Heimamenn unnu leikinn þrátt fyrir að missa stórstjörnu sína meidda af velli. Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en nú er deildin komin í smá frí þar sem fram undan er Stjörnuleikshelgin í Charlotte. Stjörnuleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn kemur.@J30_RANDLE does it all in the @PelicansNBA home victory, tallying 33 PTS, 11 REB, 6 AST! #DoItBigpic.twitter.com/fdyaB2NsvI — NBA (@NBA) February 15, 2019 Julius Randle átti frábæran leik í 131-122 sigri New Orleans Pelicans á Oklahoma City Thunder en hann var með 33 stig og 11 fráköst auk þess að skora þrjár mikilvægar körfur á lokakaflanum. Jrue Holiday var með 32 stig og 7 stoðsendingar. Anthony Davis fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik en hann meiddist á öxl og kom ekkert meira við sögu. Davis var með 14 stig á 16 mínútum. Það er mikil óvissa um að Davis geti spilað í Stjörnuleiknum.#RussellWestbrook (44 PTS, 14 REB, 11 AST) scores a season-high en route to recording his ELEVENTH STRAIGHT triple-double for the @okcthunder! #ThunderUppic.twitter.com/l6ZLxexaOz — NBA (@NBA) February 15, 2019Russell Westbrook var aftur á móti með 44 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. Hann bætti met Wilt Chamberlain frá 1968 í leiknum á undan með því að verða fyrsti maðurinn í sögu NBA með þrennu í tíu leikjum í röð. Nú náði hann því þrennu í ellefta leiknum í röð. „Ég get enn bætt mig svo mikið því ég veit hversu góður ég get orðið og hvað ég get fært mínu liði til að hjálpa því að ná árangri,“ sagði Russell Westbrook og hvar þá helst? „Alls staðar, því ég geri allt,“ sagði Westbrook. Paul George var með 28 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og Nerlens Noel kom með 22 stig og 13 fráköst inn af bekknum.@Dennis1SmithJr records 19 PTS, 7 AST to steer the @nyknicks by ATL on the road! #NewYorkForeverpic.twitter.com/flQEmKds7J — NBA (@NBA) February 15, 2019Dennis Smith Jr. skoraði 19 stig þegar New York Knicks liðið endaði átján leikja taphrinu með 106-91 sigri á Atlanta Hawks. Þetta var lengsta taphrina í sögu Knicks en liðið hafði ekki unnið leik síðan 4. janúar. Kadeem Allen og John Jenkins voru báðir með fjórtán stig.@TFlight31 (21 PTS) & @NikolaVucevic (17 PTS, 11 REB) lead the way in the @OrlandoMagic's 5th consecutive W! #PureMagicpic.twitter.com/mTwiiPxYjq — NBA (@NBA) February 15, 2019Terrence Ross kom með 21 stig af bekknum þegar Orlando Magic vann 127-89 sigur á Charlotte Hornets. Orlando liðið vann þarna sinn fimmta leik í röð en það hefur ekkert gerst í meira en þrjú ár. Nikola Vucevic var með 17 stig og 11 fráköst og Aaron Gordon bætti við 16 stigum og 10 fráköstum. Orlando Magic var 71-36 yfir í hálfleik..@Jrue_Holiday11's 32 PTS, 7 AST, 5 REB, 3 BLK help the @PelicansNBA protect home court in the win over OKC! #DoItBigpic.twitter.com/KwbIYWpnNT — NBA (@NBA) February 15, 2019Úrslitin í NBA í nótt: New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 131-122 Atlanta Hawks - New York Knicks 91-106 Orlando Magic - Charlotte Hornets 127-89 NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira
Russell Westbrook bætti nýtt NBA-met sitt með því að ná þrennu í ellefta leiknum í röð í nótt en það dugði þó ekki liði hans til sigurs í New Orleans. Heimamenn unnu leikinn þrátt fyrir að missa stórstjörnu sína meidda af velli. Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en nú er deildin komin í smá frí þar sem fram undan er Stjörnuleikshelgin í Charlotte. Stjörnuleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn kemur.@J30_RANDLE does it all in the @PelicansNBA home victory, tallying 33 PTS, 11 REB, 6 AST! #DoItBigpic.twitter.com/fdyaB2NsvI — NBA (@NBA) February 15, 2019 Julius Randle átti frábæran leik í 131-122 sigri New Orleans Pelicans á Oklahoma City Thunder en hann var með 33 stig og 11 fráköst auk þess að skora þrjár mikilvægar körfur á lokakaflanum. Jrue Holiday var með 32 stig og 7 stoðsendingar. Anthony Davis fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik en hann meiddist á öxl og kom ekkert meira við sögu. Davis var með 14 stig á 16 mínútum. Það er mikil óvissa um að Davis geti spilað í Stjörnuleiknum.#RussellWestbrook (44 PTS, 14 REB, 11 AST) scores a season-high en route to recording his ELEVENTH STRAIGHT triple-double for the @okcthunder! #ThunderUppic.twitter.com/l6ZLxexaOz — NBA (@NBA) February 15, 2019Russell Westbrook var aftur á móti með 44 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. Hann bætti met Wilt Chamberlain frá 1968 í leiknum á undan með því að verða fyrsti maðurinn í sögu NBA með þrennu í tíu leikjum í röð. Nú náði hann því þrennu í ellefta leiknum í röð. „Ég get enn bætt mig svo mikið því ég veit hversu góður ég get orðið og hvað ég get fært mínu liði til að hjálpa því að ná árangri,“ sagði Russell Westbrook og hvar þá helst? „Alls staðar, því ég geri allt,“ sagði Westbrook. Paul George var með 28 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og Nerlens Noel kom með 22 stig og 13 fráköst inn af bekknum.@Dennis1SmithJr records 19 PTS, 7 AST to steer the @nyknicks by ATL on the road! #NewYorkForeverpic.twitter.com/flQEmKds7J — NBA (@NBA) February 15, 2019Dennis Smith Jr. skoraði 19 stig þegar New York Knicks liðið endaði átján leikja taphrinu með 106-91 sigri á Atlanta Hawks. Þetta var lengsta taphrina í sögu Knicks en liðið hafði ekki unnið leik síðan 4. janúar. Kadeem Allen og John Jenkins voru báðir með fjórtán stig.@TFlight31 (21 PTS) & @NikolaVucevic (17 PTS, 11 REB) lead the way in the @OrlandoMagic's 5th consecutive W! #PureMagicpic.twitter.com/mTwiiPxYjq — NBA (@NBA) February 15, 2019Terrence Ross kom með 21 stig af bekknum þegar Orlando Magic vann 127-89 sigur á Charlotte Hornets. Orlando liðið vann þarna sinn fimmta leik í röð en það hefur ekkert gerst í meira en þrjú ár. Nikola Vucevic var með 17 stig og 11 fráköst og Aaron Gordon bætti við 16 stigum og 10 fráköstum. Orlando Magic var 71-36 yfir í hálfleik..@Jrue_Holiday11's 32 PTS, 7 AST, 5 REB, 3 BLK help the @PelicansNBA protect home court in the win over OKC! #DoItBigpic.twitter.com/KwbIYWpnNT — NBA (@NBA) February 15, 2019Úrslitin í NBA í nótt: New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 131-122 Atlanta Hawks - New York Knicks 91-106 Orlando Magic - Charlotte Hornets 127-89
NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira