Hagnaður á hlut var 1,87 en árið 2017 var hann 2,41. Í tilkynningu segir að afkoman hafi verið „góð og í samræmi við væntingar“. Þá hafi mikil árangur náðst í að hagræða hjá félaginu og stjórnendur telja horfur í rekstri góðar.
Stjórnin leggur þó til að ekki verði greiddur út arður fyrir árið 2018. Félagið er skráð í Kauphöll Íslands hf. (NASDAQ OMX Iceland), fjöldi hluthafa í árslok 2018 voru 523 samanborið við 650 í árslok 2017.
Skuldir félagsins voru 90,9 milljarðar króna, samanborið við 64,9 árið 2017. Þá hækkaði verðmæti eigna Reginn úr 99,5 milljörðum í 132,9 milljarða. Virði fjárfestingareigna í lok síðasta árs var 128,8 milljarðar króna. Eigið fé var 42 milljarðar króna en árið 2017 var það 34,7 milljarðar.
Fasteignasafn Regins telur 119 fasteignir á Íslandi og heildarfjöldi fermetra í einkasafni félagsins 368.903.
Frekari upplýsingar má finna hér á fjárfestavef Regins.
