Kallaði magnaðan hóp „systra“ sinna óvænt upp á svið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 12:15 Lady Gaga, Jada Pinkett Smith, Alicia Keys, Michelle Obama og Jennifer Lopez vöktu mikla lukku á Grammy-verðlaunahátíðinni í gær. GEtty/Kevin Mazur Mikil fagnaðarlæti brutust út á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gær þegar kynnir hátíðarinnar, söngkonan Alicia Keys, kallaði „systur“ sínar óvænt upp á svið í opnunaratriðinu. Umræddar systur reyndust Jada Pinkett Smith leikkona, Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, og tónlistarkonurnar Lady Gaga og Jennifer Lopez. Þetta stórskotalið kvenna mætti Keys á sviðinu og flutti óð til tónlistar. Gaga reið á vaðið og þakkaði tónlistinni fyrir að hafa leitt sig í gegnum mótlæti á ferli sínum. „Þeir sögðu að ég væri skrýtin. Að útlit mitt, ákvarðanir mínar, „sándið“ mitt myndi ekki ganga. En tónlistin sagði mér að hlusta ekki á þá.“ Lopez lofsamaði mátt tónlistarinnar og sagði hana veita sér dýrmætt frelsi. „Hún minnir mig á rætur mínar og minnir mig líka á alla staðina sem mér er unnt að heimsækja. Tónlist hefur alltaf verið staðurinn sem veitir okkur öllum fullkomið frelsi.“Sjá einnig: Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Pinkett Smith lagði áherslu á að allar raddir ættu rétt á heiðri og virðingu og Obama tók í sama streng. „Tónlist hefur alltaf hjálpað mér að segja sögu mína og ég veit að hið sama gildir um alla hér inni,“ sagði Obama. Það ætlaði raunar allt um koll að keyra þegar röðin var komin að henni en ljóst er að forsetafrúin fyrrverandi nýtur enn mikillar hylli. Og hún hélt áfram. „Tónlist sýnir okkur að allt skiptir máli. Hver einasta saga í hverri einustu rödd, hver einasta nóta í hverju einasta lagi.“ Atriðið má sjá í heild hér að neðan en það þykir nokkuð táknrænt fyrir verðlaunahátíðina í gærkvöldi þar sem konur skipuðu hóp helstu verðlaunahafa ólíkt árunum á undan. Þannig vann kántrísöngkonan Kacey Musgraves aðalverðlaun kvöldsins fyrir plötu ársins, Lady Gaga vann þrenn verðlaun og Cardi B og Dua Lipa gengu einnig sáttar frá borði með verðlaun fyrir bestu rappplötuna og nýliða ársins. Grammy Tónlist Tengdar fréttir Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00 Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. 11. febrúar 2019 10:32 Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Mikil fagnaðarlæti brutust út á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gær þegar kynnir hátíðarinnar, söngkonan Alicia Keys, kallaði „systur“ sínar óvænt upp á svið í opnunaratriðinu. Umræddar systur reyndust Jada Pinkett Smith leikkona, Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, og tónlistarkonurnar Lady Gaga og Jennifer Lopez. Þetta stórskotalið kvenna mætti Keys á sviðinu og flutti óð til tónlistar. Gaga reið á vaðið og þakkaði tónlistinni fyrir að hafa leitt sig í gegnum mótlæti á ferli sínum. „Þeir sögðu að ég væri skrýtin. Að útlit mitt, ákvarðanir mínar, „sándið“ mitt myndi ekki ganga. En tónlistin sagði mér að hlusta ekki á þá.“ Lopez lofsamaði mátt tónlistarinnar og sagði hana veita sér dýrmætt frelsi. „Hún minnir mig á rætur mínar og minnir mig líka á alla staðina sem mér er unnt að heimsækja. Tónlist hefur alltaf verið staðurinn sem veitir okkur öllum fullkomið frelsi.“Sjá einnig: Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Pinkett Smith lagði áherslu á að allar raddir ættu rétt á heiðri og virðingu og Obama tók í sama streng. „Tónlist hefur alltaf hjálpað mér að segja sögu mína og ég veit að hið sama gildir um alla hér inni,“ sagði Obama. Það ætlaði raunar allt um koll að keyra þegar röðin var komin að henni en ljóst er að forsetafrúin fyrrverandi nýtur enn mikillar hylli. Og hún hélt áfram. „Tónlist sýnir okkur að allt skiptir máli. Hver einasta saga í hverri einustu rödd, hver einasta nóta í hverju einasta lagi.“ Atriðið má sjá í heild hér að neðan en það þykir nokkuð táknrænt fyrir verðlaunahátíðina í gærkvöldi þar sem konur skipuðu hóp helstu verðlaunahafa ólíkt árunum á undan. Þannig vann kántrísöngkonan Kacey Musgraves aðalverðlaun kvöldsins fyrir plötu ársins, Lady Gaga vann þrenn verðlaun og Cardi B og Dua Lipa gengu einnig sáttar frá borði með verðlaun fyrir bestu rappplötuna og nýliða ársins.
Grammy Tónlist Tengdar fréttir Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00 Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. 11. febrúar 2019 10:32 Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00
Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. 11. febrúar 2019 10:32
Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp