Hörpuleikarar með vígtennur Jónas Sen skrifar 8. mars 2019 15:30 Leikur þeirra var í hvívetna hreinn og tær, segir gagnrýnandinn. Ég hef heyrt að eina leiðin til að fá tvo gítarleikara til að spila hreint sé að skjóta annan þeirra. Ekki er ljóst hvort þetta á jafnframt við um tvo hörpuleikara sem líka plokka strengi. Ég fann a.m.k. aldrei til löngunar til að draga upp skammbyssu á tónleikunum í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöldið. Þar komu fram tveir hörpuleikarar, þær Katie Buckley og Elísabet Waage. Leikur þeirra var í hvívetna hreinn og tær, tæknileg atriði voru ávallt eins og best verður á kosið. Sagt hefur verið að hörpuleikur eigi það sameiginlegt með hjónabandi að hvort tveggja virðist auðvelt þar til maður prófar það. Áreynsluleysi einkenndi vissulega spilamennskuna í fyrsta verki dagskrárinnar, sem var ballett úr óperunni Orfeo eftir Gluck. Tónlistin passaði dálítið inn í klisjuna um hörpuleikinn, sem margir ímynda sér að sé alltaf krúttlegur og hljómþýður; harpan er jú hljóðfæri englanna. Næsta tónsmíðin á efnisskránni kollvarpaði hressilega þeirri mýtu. Um var að ræða Pentacle Suite eftir Carlos Salzedo, sem var franskur hörpuleikari á fyrri hluta aldarinnar sem leið. Markmið hans var að láta krúttin sýna tennurnar. Hann vildi víkka út tjáningarmöguleika hljóðfærisins, taka hið grófa, hráa og jafnvel hið ljóta inn í myndina. Svítan er í fimm köflum og þar er komið víða við. Hvassir hljómar í upphafi fengu englana til að hágráta, og einn kaflinn, sem var helgaður veröld katta, var svo fyndinn að undirritaður skellti upp úr. Með því að bjaga tónhæð nokkurra strengja var líkt eftir mjálmi, og það var ótrúlega sannfærandi. Í heild var verkið grípandi, litríkt og fullt af skemmtilegum andstæðum sem þær Katie og Elísabet útfærðu af fagmennsku, innlifun og tæknilegum yfirburðum. Ekki síðri voru Þrjár etýður ásamt bakþanka eftir Kolbein Bjarnason. Líkt og í tónsmíðinni á undan voru möguleikar hörpunnar þandir út, og var notkun hennar sem slagverk áberandi í fyrsta kaflanum. Hann var ómstríður en að sama skapi þrunginn hrífandi ákefð. Í dulúðugum öðrum kaflanum leystist tónlistin upp í andstæðu sína, en þar var leikið á ystu nöf hins heyranlega. Þetta var eins konar næturljóð tóna og hljóma sem virtust í órafjarlægð í náttmyrkrinu. Þriðji kaflinn var fjörlegur og flæðandi, en bakþankinn, sem var stuttur og þungbúinn, setti alla tónlistina í alvöruþrungið heildarsamhengi. Almennt talað var verk Kolbeins glæsilegt, áleitið og auðheyrilega innblásið. Mann langaði strax til að hlýða á það aftur. Næsta verk var ekki eins innihaldsríkt. Cambria, sem byggir á velskum þjóðlögum eftir John Thomas, var í rómantískum stíl og tuggurnar voru allsráðandi. Það var þó glæsilega flutt, þarna var fullt af hröðum tónahlaupum sem oftast voru óaðfinnanlega leikin. Laglínurnar voru skýrt markaðar, fullar af lífi. Parvis, eins konar dans, eftir Bernard Andrés var skemmtilegri, dramatískur og með spennandi framvindu. Hápunktarnir voru glæsilegir og einnig þar var sleginn taktur á hörpuna, sem var svo sannarlega eggjandi. Hann hafði þau áhrif að maður hálfpartinn dansaði út í nóttina á eftir. Afar forvitnilegir tónleikar með heillandi tónlist og flottri spilamennsku. Birtist í Fréttablaðinu Tónlistargagnrýni Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Ég hef heyrt að eina leiðin til að fá tvo gítarleikara til að spila hreint sé að skjóta annan þeirra. Ekki er ljóst hvort þetta á jafnframt við um tvo hörpuleikara sem líka plokka strengi. Ég fann a.m.k. aldrei til löngunar til að draga upp skammbyssu á tónleikunum í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöldið. Þar komu fram tveir hörpuleikarar, þær Katie Buckley og Elísabet Waage. Leikur þeirra var í hvívetna hreinn og tær, tæknileg atriði voru ávallt eins og best verður á kosið. Sagt hefur verið að hörpuleikur eigi það sameiginlegt með hjónabandi að hvort tveggja virðist auðvelt þar til maður prófar það. Áreynsluleysi einkenndi vissulega spilamennskuna í fyrsta verki dagskrárinnar, sem var ballett úr óperunni Orfeo eftir Gluck. Tónlistin passaði dálítið inn í klisjuna um hörpuleikinn, sem margir ímynda sér að sé alltaf krúttlegur og hljómþýður; harpan er jú hljóðfæri englanna. Næsta tónsmíðin á efnisskránni kollvarpaði hressilega þeirri mýtu. Um var að ræða Pentacle Suite eftir Carlos Salzedo, sem var franskur hörpuleikari á fyrri hluta aldarinnar sem leið. Markmið hans var að láta krúttin sýna tennurnar. Hann vildi víkka út tjáningarmöguleika hljóðfærisins, taka hið grófa, hráa og jafnvel hið ljóta inn í myndina. Svítan er í fimm köflum og þar er komið víða við. Hvassir hljómar í upphafi fengu englana til að hágráta, og einn kaflinn, sem var helgaður veröld katta, var svo fyndinn að undirritaður skellti upp úr. Með því að bjaga tónhæð nokkurra strengja var líkt eftir mjálmi, og það var ótrúlega sannfærandi. Í heild var verkið grípandi, litríkt og fullt af skemmtilegum andstæðum sem þær Katie og Elísabet útfærðu af fagmennsku, innlifun og tæknilegum yfirburðum. Ekki síðri voru Þrjár etýður ásamt bakþanka eftir Kolbein Bjarnason. Líkt og í tónsmíðinni á undan voru möguleikar hörpunnar þandir út, og var notkun hennar sem slagverk áberandi í fyrsta kaflanum. Hann var ómstríður en að sama skapi þrunginn hrífandi ákefð. Í dulúðugum öðrum kaflanum leystist tónlistin upp í andstæðu sína, en þar var leikið á ystu nöf hins heyranlega. Þetta var eins konar næturljóð tóna og hljóma sem virtust í órafjarlægð í náttmyrkrinu. Þriðji kaflinn var fjörlegur og flæðandi, en bakþankinn, sem var stuttur og þungbúinn, setti alla tónlistina í alvöruþrungið heildarsamhengi. Almennt talað var verk Kolbeins glæsilegt, áleitið og auðheyrilega innblásið. Mann langaði strax til að hlýða á það aftur. Næsta verk var ekki eins innihaldsríkt. Cambria, sem byggir á velskum þjóðlögum eftir John Thomas, var í rómantískum stíl og tuggurnar voru allsráðandi. Það var þó glæsilega flutt, þarna var fullt af hröðum tónahlaupum sem oftast voru óaðfinnanlega leikin. Laglínurnar voru skýrt markaðar, fullar af lífi. Parvis, eins konar dans, eftir Bernard Andrés var skemmtilegri, dramatískur og með spennandi framvindu. Hápunktarnir voru glæsilegir og einnig þar var sleginn taktur á hörpuna, sem var svo sannarlega eggjandi. Hann hafði þau áhrif að maður hálfpartinn dansaði út í nóttina á eftir. Afar forvitnilegir tónleikar með heillandi tónlist og flottri spilamennsku.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlistargagnrýni Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira