Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2019 14:00 Alexandria Ocasio-Cortez og Michael Cohen í nefndarsal í gær. AP/Pablo Martinez Monsivais Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump til tíu ára, kallaði forsetann rasista, svikahrapp og bendlaði hann við lögbrot, eftir að hann tók við embætti, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Það var meðal nokkurra merkilegra hluta í vitnisburði Cohen en þingmenn Demókrataflokksins notuðu þó tækifærið einnig til að færast nær einu mikilvægu markmiði þeirra. Það er að fá afrit af skattskýrslum forsetans og mögulega opinbera þær. Saksóknarar og aðrir sérfræðingar hafa lýst því yfir við fjölmiðla ytra að vitnisburður Cohen sýni fram á að Trump hafi mögulega framið fjár- og skattsvik. Cohen var spurður út í skattskýrslur Trump og þá yfirlýsingar forsetans að hann gæti ekki opinberað þær þar sem þær væru í endurskoðun hjá Skattstofu Bandaríkjanna. Cohen sagðist telja að það væri ekki rétt. „Hann hefur sagt við mig að hann vilji ekki að fjölmargar hugveitur (Think tank) þar sem skattsérfræðingar vinni fari í gegnum skattskýrslur hans því þá myndi hann enda í alvöru endurskoðun. Að endingu myndi það hafa afleiðingar fyrir hann, sektir og slíkt,“ sagði Cohen.Spurður að því hvort hann vissi til þess að Trump hefði ýkt auð sinni í samskiptum við tryggingarfyrirtæki til að lækka iðgjöld sín, sagði Cohen svo vera. Cohen lýst þar að auki hvernig Trump beitti reiknibrellum til að greiða minni skatta. Þegar þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez spurði Cohen hvort skattskýrslur forsetans myndu varpa ljósi á málið sagði hann telja svo. Reyni Demókratar að koma höndum yfir skattskýrslur Trump er fastlega gert ráð fyrir því að Hvíta húsið myndi höfða mál til að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn fái aðgang að skattskýrslum Trump. Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa því stigið varlega til jarðar í þeim málum og voru nokkur slík skref tekin í gær. Demókratar hafa á undanförnum mánuðum verið að byggja upp málflutning sinn í komandi málaferlum um skattskýrslur Trump. Það ferli mun halda áfram á næstu vikum og mánuðum í annarri þingnefnd sem er yfir skattmálum Bandaríkjanna.Þingmenn segja þá þingnefnd eiga eftir að kafa dýpra í nokkur ummæli Cohen í gær. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump til tíu ára, kallaði forsetann rasista, svikahrapp og bendlaði hann við lögbrot, eftir að hann tók við embætti, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Það var meðal nokkurra merkilegra hluta í vitnisburði Cohen en þingmenn Demókrataflokksins notuðu þó tækifærið einnig til að færast nær einu mikilvægu markmiði þeirra. Það er að fá afrit af skattskýrslum forsetans og mögulega opinbera þær. Saksóknarar og aðrir sérfræðingar hafa lýst því yfir við fjölmiðla ytra að vitnisburður Cohen sýni fram á að Trump hafi mögulega framið fjár- og skattsvik. Cohen var spurður út í skattskýrslur Trump og þá yfirlýsingar forsetans að hann gæti ekki opinberað þær þar sem þær væru í endurskoðun hjá Skattstofu Bandaríkjanna. Cohen sagðist telja að það væri ekki rétt. „Hann hefur sagt við mig að hann vilji ekki að fjölmargar hugveitur (Think tank) þar sem skattsérfræðingar vinni fari í gegnum skattskýrslur hans því þá myndi hann enda í alvöru endurskoðun. Að endingu myndi það hafa afleiðingar fyrir hann, sektir og slíkt,“ sagði Cohen.Spurður að því hvort hann vissi til þess að Trump hefði ýkt auð sinni í samskiptum við tryggingarfyrirtæki til að lækka iðgjöld sín, sagði Cohen svo vera. Cohen lýst þar að auki hvernig Trump beitti reiknibrellum til að greiða minni skatta. Þegar þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez spurði Cohen hvort skattskýrslur forsetans myndu varpa ljósi á málið sagði hann telja svo. Reyni Demókratar að koma höndum yfir skattskýrslur Trump er fastlega gert ráð fyrir því að Hvíta húsið myndi höfða mál til að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn fái aðgang að skattskýrslum Trump. Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa því stigið varlega til jarðar í þeim málum og voru nokkur slík skref tekin í gær. Demókratar hafa á undanförnum mánuðum verið að byggja upp málflutning sinn í komandi málaferlum um skattskýrslur Trump. Það ferli mun halda áfram á næstu vikum og mánuðum í annarri þingnefnd sem er yfir skattmálum Bandaríkjanna.Þingmenn segja þá þingnefnd eiga eftir að kafa dýpra í nokkur ummæli Cohen í gær.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30
Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30